Austurhöfn

Verknúmer : SN070007

99. fundur 2007
Austurhöfn, forsögn
Lögð fram að nýju tillaga Faxaflóahafna að forsögn D-reits við Reykjavíkurhöfn dags. janúar 2007. Einnig lagt fram bréf Faxaflóahafna, dags. 8. júní 2007 ásamt bókun stjórnar Faxaflóahafna frá 27. febrúar 2007, svæðið er fyrirhuguð landfylling á svæði austan við Ingólfssgarð til norðurs við Faxagötu og til austurs við Ingólfsgarð.
Salvör Jónsdóttir ráðgjafi, kynnti framlagða tillögu.
Samþtkkt.

Skipulagsráð ásamt áheyrnarfulltrúa Frjálslyndra og óháðra Margréti Sverrisdóttur bókaði:
Skipulagsráð ítrekar mikilvægi þess að uppbygging á þessu svæði taki mið af þörfum Faxaflóahafna, TRH verkefnisins og miðborgarinnar í heild. Markmið umræddrar forsagnar er í góðu samræmi við gildandi aðalskipulag, fyrirliggjandi samkomulag við Portus og afstöðu borgaryfirvalda um enn betri miðborg. Í áframhaldandi vinnu telur skipulagsráð mikilvægt að skoða bílastæðaþörf- og kröfur á svæðinu, enda nauðsynlegt að ásýnd svæðisins taki mið af ítrustu kröfum um gæði og gott umhverfi.

Fulltrúar Samfylkingarinnar og VG lýsa fullum stuðningi við áform um aðstöðu fyrir skemmtiferðaskip og smábátahöfn í tengslum við uppbyggingu Tónlistar- og ráðstefnuhúss í Austurhöfninni. Á þessum stað höfum við þó alla fyrirvara á umfangsmiklum landfyllingum með um 20.000 m2 uppbyggingu verslunar og þjónustu á þremur hæðum auk 10.000 m2 bílastæðaflæmis sem eiga að bætast við 1.600 bílastæða kjallara á svæði Tónlistar- og ráðstefnuhúss spölkorn undan.

Á fundi skipulagsráðs þann 20. júní s.l., var málið einnig tekið fyrir og eftirfarandi ranglega bókað "Tillaga að forsögn samþykkt."
Rétt bókun er; Tillaga að forsögn kynnt. Frestað.
Leiðréttist það hér með


98. fundur 2007
Austurhöfn, forsögn
Lögð fram tillaga Faxaflóahafna að forsögn D-reits við Reykjavíkurhöfn dags. janúar 2007. Einnig lagt fram bréf Faxaflóahafna, dags. 8. júní 2007 ásamt bókun stjórnar Faxaflóahafna frá 27. febrúar 2007, svæðið er fyrirhuguð landfylling á svæði austan við Ingólfssgarð til norðurs við Faxagötu og til austurs við Ingólfsgarð.
Tillaga að forsögn samþykkt.

168. fundur 2007
Austurhöfn, forsögn
Lögð fram drög Faxaflóahafna að forsögn D-reits við Reykjavíkurhöfn dags. jan 2007. Einnig lagt fram bréf Faxaflóahafna, dags. 8. júní 2007 ásamt bókun stjórnar Faxaflóahafna frá 27. febrúar 2007.
Kynna formanni.

146. fundur 2007
Austurhöfn, forsögn
Lögð fram drög Faxaflóahafna að forsögn D-reits við Reykjavíkurhöfn dags. des. 2006/jan 2007.
Kynna formanni skipulagsráðs.