Spöngin

Verknúmer : SN060777

79. fundur 2007
Spöngin, (fsp) menningar og þjónustumiðstöð, íbúðir aldraðra
Lögð fram fyrirspurn Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 8. desember 2006, ásamt uppdr., dags. 3. desember 2006, varðandi byggingu menningar- og þjónustumiðstöðvar ásamt íbúðum fyrir aldraða í Spönginni.
Ráðið er jákvætt gagnvart erindinu og felur skipulagsfulltrúa að vinna kynningargögn með hönnuðum vegna hagsmunaaðilakynningar. Ráðið felur einnig skipulagsfulltrúa að vinna tillögu á breytingu á aðalskipulagi vegna erindisins.

Fulltrúar Samfylkingarinnar Oddný Sturludóttur og Stefán Benedkitsson og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns Framboðs Álfheiður Ingadóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins og óskuðu bókað ásamt áheyrnarfulltrúa Frjálslyndra- og óháðra Ástu Þorleifsdóttur:
Óeðlilegt er að taka afstöðu til uppbyggingar á borgarlandi án þess að fyrir liggi úthlutun lóðar. Þetta verður enn óeðlilegra ef horft er til að fyrirspurnin kemur frá þriðja aðila og þess að framkvæmdin er að öllum líkindum útboðsskyld. Hugmyndir að byggingu menningar- og þjónsustmiðstöðvar byggir á viljayfirlýsingu frá 18. október 2006. Viljayfirlýsingin er undirrituð af Birni Inga Hrafnssyni og Jórunni Frímannsdóttur f.h. Reykjavíkurborgar. Þar segir að yfirlýsingin sé háð samþykki borgarráðs en sú afgreiðsla hefur ekki farið fram. Viðkomandi borgarfulltrúar hafa ekki umboð til að skuldbinda borgina og Björn Ingi Hrafnsson hefur upplýst að það hafi verið mistök að taka menningarmiðstöðina inn í þessa viljayfirlýsingu.

Ásta Þorleifsdóttir áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra- og óháðra óskaði bókað:
F-listinn telur að menningar- og þjónsutmiðstöð sem rísa á við Spöngina í Grafarvogi sé allt of þröngt skorinn stakkur og þeirri starfsemi sem þar er fyrirhugað á þeim uppdrætti sem fylgir fyrirspurn Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar. F-listinn telur að sú skipulagsvinna sem framundan er, sé vegna eðli starfsemi, kjörið samstarfsverkefni í víðtækt samráð íbúa og annarra hagsmunaaðila varðandi staðsetningu innan svæðis og framtíðarfyrirkomulag starfsemi í gegnum allt skipulagsferlið.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks; Hanna Birna Kristjánsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson og fulltrúar Framsóknarflokks; Óskar Bergsson og Stefán Þór Björnsson óskuðu bókað:
Í jákvæðri afstöðu meirihluta skipulagsráðs felst ekki lóðarúthlutun, enda er hún í höndum borgarráðs. Það vekur athgyli að fulltrúar minnihlutans í skipulagsráði skuli ekki treysta sér til að samþykkja stærstu einstöku uppbyggingu í búsetuúrræðum aldraðra sem ráðist hefur verið í fram að þessu. Þær hugmyndir að uppbyggingu sem lagðar eru fram í fyrirspurninni eru metnaðarfullar og í góðu samræmi við yfirlýstan vilja borgarstjórnar og borgarráðs. Með því að byggja menningar- og þjónustumiðstöð í tengslum við svæðið er grundvöllur slíkrar starfsemi styrktur enn frekar.


144. fundur 2006
Spöngin, (fsp) menningar og þjónustumiðstöð, íbúðir aldraðra
Lögð fram fyrirspurn Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 08.12.06, ásamt uppdr., dags. 03.12.06, varðandi byggingu menningar- og þjónustumiðstöðvar ásamt íbúðum fyrir aldraða í Spönginni.
Kynna formanni skipulagsráðs.

78. fundur 2006
Spöngin, (fsp) menningar og þjónustumiðstöð, íbúðir aldraðra
Lögð fram fyrirspurn Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 8. desember 2006, ásamt uppdr., dags. 3. desember 2006, varðandi byggingu menningar- og þjónustumiðstöðvar ásamt íbúðum fyrir aldraða í Spönginni.
Erindi kynnt. Frestað.