Lækjartorg
Verknúmer : SN060738
74. fundur 2006
Lækjartorg, endurnýjun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarstjórnar, dags. 8. nóvember 2006, vegna svohljóðandi bókunar sem samþykkt var að vísa til skipulagsráðs á fundi 7. nóvember 2006: "Borgarstjórn samþykkir að leitað verði samstarfs við Landsbankann/Landsafl um endurskipulagningu og endurnýjun Lækjartorgs í kjölfar uppkaupa Landsbankans/Landafls á Hafnarstræti 20. Þannig má nýta þau einstöku tækifæri sem skapast við niðurrif hússins til að tengja saman gamla miðbæ Reykjavíkur og hið nýja austurhafnarsvæði þar sem nýjar höfuðstöðvar Landsbankans og hið glæsilega Tónlistar- og ráðstefnuhús munu rísa á næstu árum."
Tillögunni er vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.