Hallsvegur

Verknúmer : SN060736

73. fundur 2006
Hallsvegur, frá Víkurvegi að Vesturlandsvegi
Lagt fram bréf aðstoðarsviðsstjóra Framkvæmdasviðs, dags. 8. nóvember 2006, varðandi undirbúning lagningar Hallsvegar frá Víkurvegi að Vesturlandsvegi.
Fulltrúar Samfylkingarinnar og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboð óskuðu bókað:
Ekki er eðlilegt að einskorða undbúningsvinnu við tengingu milli Víkurvegar og Vesturlandsvegar við gatnamót Hallsvegar enda gáfu núverandi meirihlutafulltrúar skýr loforð um að aðrir möguleikar yrðu skoðaðir fyrir síðustu kosningar. Leggja fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna áherslu á að þetta loforð verði efnt með samáði við íbúa og aðra hagsmunaaðila. Þá er áréttað að tenging milli Víkurvegar og Vesturlandsvegar komi ekki til framkvæmdar fyrr en Sundabraut hefur verið lögð alla leið, því með Sundabraut hálfa leið og þessa tengingu opna væri búið að beina gríðarlegri umferð og þungaflutningum í gegnum hverfi Grafarvogs.

Ólafur F. Magnússon áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra óskaði bókað:
Tekið er undir þau sjónarmið að tillit sé tekið til ábendinga íbúa og annarra hagsmunaaðila varðandi fyrirhugaða lagningu Hallsvegar frá Víkurvegi að Vesturlandsvegi.