Ingólfsstræti 1

Verknúmer : SN060712

77. fundur 2006
Ingólfsstræti 1, (fsp) breyting á húsi, málskot til skipulagsráðs
Lögð fram að nýju fyrirspurn VA arkitekta, dags. 31. október 2006, um að klæða húsið nr. 1 við Ingólfsstræti með málmklæðningu að hluta, byggja sjöundu hæð hússins út þannig að hún yrði ekki inndreginn og breyta hluta af þaki í þaksvalir. Einnig lagðir fram uppdr. EON arkitekta, dags. 31. október 2006. Einnig lagt fram bréf Gamla gagnkvæma ehf., dags. 16. nóvember 2006, með beiðni um málskot vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa dags. 3. nóvember sl. Lagt fram bréf Torfusamtakana dags. 28. nóvember 2006. Einnig lagt fram bréf Forsætisráðuneytisins, dags. 7. desember 2006. Einnig lagðir fram nýjir uppdrættir dags. 12. desember 2006.
Ráðið er jákvætt gagnvart nýjustu tillögu lóðarhafa og beinir því til umsækjanda að sækja um byggingarleyfi í samræmi við framlagðar hugmyndir.

Skipulagsráð fagnar þeirri niðurstöðu sem náðst hefur í þessu máli. Lausnin tryggir virðingu og verndun höfundarverks Guðjóns Samúlessonar og kemur vel til móts við þann eindregna vilja skipulagsráðs að uppbygging á þessum stað sé vel leyst og þessu mikilvæga húsi í borgarmyndinni sé fullur sómi sýndur.


74. fundur 2006
Ingólfsstræti 1, (fsp) breyting á húsi, málskot til skipulagsráðs
Lögð fram að nýju fyrirspurn VA arkitekta, dags. 31. október 2006, um að klæða húsið nr. 1 við Ingólfsstræti með málmklæðningu að hluta, byggja sjöundu hæð hússins út þannig að hún yrði ekki inndreginn og breyta hluta af þaki í þaksvalir. Einnig lagðir fram uppdr. EON arkitekta, dags. 31. október 2006. Einnig lagt fram bréf Gamla gagnkvæma ehf, dags. 16. nóvember 2006, með beiðni um málskot vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa dags. 3. nóvember sl.
Frestað.

141. fundur 2006
Ingólfsstræti 1, (fsp) breyting á húsi, málskot til skipulagsráðs
Lögð fram að nýju fyrirspurn VA arkitekta, dags. 31.10.06, um að klæða húsið nr. 1 við Ingólfsstræti með málmklæðningu að hluta, byggja sjöundu hæð hússins út þannig að hún yrði ekki inndreginn og breyta hluta af þaki í þaksvalir. Einnig lagðir fram uppdr. EON arkitekta, dags. 31.10.06. Einnig lagt fram bréf VA arkitekta með beiðni um málskot vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa dags. 3. nóvember sl.
Vísað til skipulagsráðs.

139. fundur 2006
Ingólfsstræti 1, (fsp) breyting á húsi, málskot til skipulagsráðs
Lögð fram fyrirspurn VA arkitekta, dags. 31.10.06, um að klæða húsið nr. 1 við Ingólfsstræti með málmklæðningu að hluta, byggja sjöundu hæð hússins út þannig að hún yrði ekki inndreginn og breyta hluta af þaki í þaksvalir. Einnig lagðir fram uppdr. EON arkitekta, dags. 31.10.06.
Neikvætt. Samræmist ekki deiliskipulagi.