Bústaðavegur/Reykjanesbraut

Verknúmer : SN060696

71. fundur 2006
Bústaðavegur/Reykjanesbraut, mislæg gatnamót
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 27. október 2006 f.h. borgarráðs, varðandi mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar.


70. fundur 2006
Bústaðavegur/Reykjanesbraut, mislæg gatnamót
Lagt fram bréf aðstoðarsviðsstjóra Framkvæmdasviðs, dags. 20.10.06, varðandi mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar.
Stefán Finnsson kynnti frumdrög að útfærslu gatnamóta Reykjanesbrautar og Bústaðavegar.

Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar óskuðu bókað:
Kynntar tillögur um mislæga lausn á umræddum gatnamótum eru verulega umdeilanlegar. Væntanlegar lausnir þarf að skoða í samhengi við umferðarskipulag höfuðborgarinnar í heild, yfirstandandi endurskoðun á aðalskipulagi borgarinnar en ekki síst rík umhverfissjónarmið í nágrenni Elliðaáa.

Ólafur F. Magnússon, áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra óskaði bókað:
Við hönnun mislægra gatnamóta Bústaðarvegar og Reykjanesbrautar er nauðsynlegt að hafa umferðaröryggi í huga, bæði almennt og innan Bústaðahverfis. Leggja þarf áherslu á sem minnsta röskun umhverfis m.t.t. hávaða- og sjónmengunar Sérstaklega þarf að forðast lausnir sem lyfta umferðinni í umhverfinu eða auka um of umferðarþunga í Bústaðahverfi. Vinstri beygja til norðurs frá Bústaðarvegi við Reykjanesbraut er að mínu mati nauðsynleg með tilliti til umferðaröryggis í Bústaðahverfi og slík beygja virðist geta rýmst innan mislægra gatnamóta Bústaðavegar og Reykjanesbrautar.