Landspítali Háskólasjúkrahús

Verknúmer : SN060593

191. fundur 2009
Landspítali Háskólasjúkrahús, kynning
Farið yfir stöðu skipulagmála vegna uppbyggingar Landspítala Háskólasjúkrahúss við Hringbraut.

Ragnar Sær Ragnarsson tók sæti á fundinum kl. 9:08
Gunnar Svavarsson formaður byggingarnefndar og og Ingólfur Þórisson framkvæmdastjóri kynntu.

Skipulagsráð lagði fram eftirfarandi bókun: "Ekki er til samþykkt deiliskipulag á spítalalóðinni sem gerir ráð fyrir þessari miklu uppbyggingu. Skipulagsráð leggur því áherslu á að samráðshópur um gerð deiliskipulags á lóðinni verði endurvakinn tafarlaust enda um umfangsmikið verkefni að ræða sem mun hafa róttæk áhrif á borgarmynd Reykjavíkur.
Staðsetning og stækkun á þessum stað er umdeild og kallar á aukið samráð og upplýsingamiðlun til borgarbúa.
Skipulagsráð telur nauðsynlegt að nýtt deiliskipulag á Landspítalalóðar taki mið af nærumhverfi sínu og að mælikvarðar endurspegli samspil og samhengi við þau hverfi sem að reitnum liggja. Spítalasvæðið þarf að vera opið og aðlaðandi. Taka ber tillit til niðurstöðu úr hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Vatnsmýrar frá ársbyrjun 2008 þar sem lögð er áhersla á þétt og blandað borgarumhverfi.
Lausnir þurfa að sýna vistvænar áherslur í skipulagsmálum, móta þarf samgöngustefnu sem er fallin til þess að að draga úr umferð og stuðlar að lífsgæðum, lýðheilsu og bætir borgarbrag".


65. fundur 2006
Landspítali Háskólasjúkrahús, kynning
Kynnt tillaga C. F. Möller arkitekta, dags. 21. ágúst 2006, að fyrirkomulagi Landspítala Háskólasjúkrahúss við Hringbraut.

Áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra Ásta Þorleifsdóttir vék af fundi kl. 10:09.

Alfreð Þorsteinsson, Inga Jóna Þórðardóttir og Ingólfur Þórisson úr byggingarnefnd LSH tóku sæti á fundinum við kynningu tillögunnar.

Guðmundur Gunnarsson kynnti stöðu málsins.


132. fundur 2006
Landspítali Háskólasjúkrahús, kynning
Kynnt tillaga C. F. Möller arkitekta, dags. 21.08.2006, að deiliskipulagi lóðar Landspítala Háskólasjúkrahúss við Hringbraut.
Kynna formanni skipulagsráðs.