Sogavegur 194
Verknúmer : SN060516
73. fundur 2006
Sogavegur 194, (fsp) færsla og stækkun bílskúrs
Lagt fram bréf Elínórar Ingu Sigurðardóttur, dags. 31. október 2006, varðandi synjun á að stækka byggingarreit bílskúrs og færa hann ofar á lóðinni nr. 194 við Sogaveg, einnig að hafa hjólaskúr á lóðinni.
Ráðið gerir ekki athugasemd við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem síðan verður grenndarkynnt.
139. fundur 2006
Sogavegur 194, (fsp) færsla og stækkun bílskúrs
Lagt fram bréf Elínórar Ingu Sigurðardóttur, dags. 31.10.06, varðandi synjun á að stækka byggingarreit bílskúrs og færa hann ofar á lóðinni nr. 194 við Sogaveg , einnig að hafa hjólaskúr á lóðinni.
Kynna formanni skipulagsráðs.
135. fundur 2006
Sogavegur 194, (fsp) færsla og stækkun bílskúrs
Lögð fram fyrirspurn Elínórar Ingu Sigurðardóttur, dags. 22.09.06, um að stækka byggingarreit bílskúrs og færa hann ofar á lóðinni nr. 194 við Sogaveg , einnig að hafa hjólaskúr á lóðinni.
Neikvætt. Fyrirspurnin samræmist ekki nýlega samþykktu deiliskipulagi Sogavegs.
127. fundur 2006
Sogavegur 194, (fsp) færsla og stækkun bílskúrs
Lögð fram fyrirspurn Elínóar Ingu Sigurðardóttur, dags. 04.08.06, um að færa byggingarreit bílskúrs ofar á lóðinni nr. 194 við Sogaveg.
Frestað, umsækjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.