Skipholt 23

Verknúmer : SN060505

70. fundur 2006
Skipholt 23, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Arkitektastofu Pálma Guðmundssonar, dags. 30. júní 2006, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 23 við Skipholt. Kynningin stóð yfir frá 13. september til og með 11.október 2006. Athugasemdabréf barst frá Ólafi Thóroddsen f.h. Skeifunnar ehf., dags. 3.október 2006. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa um athugasemdir, dags. 13. október 2006.
Samþykkt með vísan til a-liðar 13. gr. samþykktar um skipulagsráð og umsagnar skipulagsfulltrúa.

137. fundur 2006
Skipholt 23, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Arkitektastofu Pálma Guðmundssonar, dags. 30.06.06, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 23 við Skipholt. Kynning stóð yfir frá 13.09.06 til og með 11.10.06. Athugasemdabréf barst frá Ólafi Thóroddsen f.h. Skeifunnar ehf., dags. 03.10.03.
Vísað til skipulagsráðs.

136. fundur 2006
Skipholt 23, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Arkitektastofu Pálma Guðmundssonar, dags. 30.06.06, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 23 við Skipholt. Kynning stóð yfir frá 13.09.06 til og með 11.10.06. Athugasemdabréf barst frá Ólafi Thóroddsen f.h. Skeifunnar ehf., dags. 03.10.03.
Frestað. Hverfisarkitekt falið að ræða við umsóknaraðila.

131. fundur 2006
Skipholt 23, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Arkitektastofu Pálma Guðmundssonar, dags. 30.06.06, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 23 við Skipholt.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Skipholti 21, 25, og Brautarholti 22, 24 og 26.

130. fundur 2006
Skipholt 23, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Arkitektastofu Pálma Guðmundssonar, dags. 30.06.06, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 23 við Skipholt.
Frestað. Umsækjandi leggi fram greinargerð um bílastæðabókhald lóðarinnar. Landnotkun jarðhæðar skal vera óbreytt.