Kjalarnes, Tindar

Verknúmer : SN060427

88. fundur 2007
Kjalarnes, Tindar, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Teiknistofunnar H.R, dags. 26. september 2006 ásamt uppdrætti, dags. 19. júní 2006, um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Tinda á Kjalarnesi. Lögð fram umsögn umhverfissviðs, dags. 18. október 2006. Einnig lagt fram bréf umhverfisráðuneytis, dags. 22. mars 2007.
Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að auglýsa framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúi Samfylkingarinnar; Sefán Benediktsson, fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs; Svandís Svavarsdóttir og áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra; Ásta Þorleifsdóttir, greiddu atkvæði gegn tillögunni og óskuðu bókað:
Við leggjumst gegn því að auglýsa þá breytingu á deiliskipulagi sem farið er hér fram á þar sem við ekki teljum efnisleg rök fyrir breytingunni.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks; Hanna Birna Kristjánsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson og fulltrúar Framsóknarflokks; Óskar Bergsson og Stefán Þór Björnsson óskuðu bókað:
Sú forræðishyggja sem birtist í bókun Vinstri Grænna, Samfylkingar og Frjálslyndra og óháðra er einkennileg. Fyrir liggur að íbúar á Tindum eru að óska eftir stærra húsnæði fyrir fjölskyldumeðlimi, nágrannar þeirra gera engar athugasemdir við það og umhverfisráðuneytið vill veita ábúendum á Tindum þessa undanþágu. Meirihluti skipulagsráðs Reykjavíkur telur það því ekki hlutverk sitt að leggjast gegn því.

Það vekur einnig athygli að fulltrúar sömu flokka og nú mótmæla í skipulagsráði, mótmæltu ekki þegar umhverfisráð samþykkti samhljóða að leggjast ekki gegn því að undanþágan yrði veitt.


157. fundur 2007
Kjalarnes, Tindar, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Teiknistofunnar H.R, dags. 26. september 2006 ásamt uppdrætti, dags. 19. júní 2006, um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Tinda á Kjalarnesi. Lögð fram umsögn umhverfissviðs, dags. 18. október 2006. Einnig lagt fram bréf umhverfisráðuneytis, dags. 22. mars 2007.
Vísað til skipulagsráðs.

68. fundur 2006
Kjalarnes, Tindar, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Teiknistofunnar H.R, dags. 26. september 2006 ásamt uppdrætti, dags. 19. júní 2006, um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Tinda á Kjalarnesi.
Vísað til umsagnar umhverfissviðs vegna fjarlægða íbúðarbyggðar frá alifuglabúi.

134. fundur 2006
Kjalarnes, Tindar, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Teiknistofunnar H.R, dags. 26. september 2006 ásamt uppdrætti, dags. 19. júní 2006, um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Tinda á Kjalarnesi.
Með vísan til bókunar skipulagsráðs þann 12. júlí sl. er umsókninni vísað til skoðunar og meðferðar í stýrihóp um rammaskipulag á Kjalarnesi.

58. fundur 2006
Kjalarnes, Tindar, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Teiknistofunnar H.R, dags. 19. júní 2006 ásamt uppdrætti, dags. s.d., um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Tinda á Kjalarnesi.
Samþykkt að fresta afgreiðslu erindisins og vísa því til skoðunar í stýrihópi um rammaskipulag á Kjalarnesi.

121. fundur 2006
Kjalarnes, Tindar, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Teiknistofunnar H.R, dags. 19.06.06 ásamt uppdrætti, dags. s.d., um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Tinda á Kjalarnesi.
Kynna formanni skipulagsráðs.