Úlfarsárdalur

Verknúmer : SN060359

68. fundur 2006
Úlfarsárdalur, endurskoðun skipulags í hlíðum Úlfarsárdals
Staða málsins kynnt.


56. fundur 2006
Úlfarsárdalur, endurskoðun skipulags í hlíðum Úlfarsárdals
Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks;

"Endurskoðun skipulags í hlíðum Úlfarsárdals

Skipulagsfulltrúa er falið að hefja strax undirbúning að endurskoðun skipulags íbúðabyggðar í hlíðum Úlfarsárdals. Þessi endurskoðun skal taka til þess hluta rammaskipulagsins þar sem deiliskipulagsvinnu er ekki lokið, en á þeim svæðum þar sem lóðum hefur verið úthlutað helst deiliskipulag óbreytt. Við endurskoðun deiliskipulags á svæðinu skal gera ráð fyrir hærra hlutfalli sérbýlis en gert er ráð fyrir í fyrirliggjandi rammaskipulagi. Vinnunni skal hraðað þannig að hægt verði að úthluta þar lóðum á þessu ári."
Samþykkt með fjórum samhljóða atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.

Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri Grænna sátu hjá við afgreiðslu málsins.