Ármúli 1

Verknúmer : SN060191

48. fundur 2006
Ármúli 1, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Sverris Jóhannessonar, dags. 13. mars 2006, ásamt greinargerð, dags, 8. mars 2006, um að fjarlægja núverandi byggingu á lóðinni nr. 1 við Ármúla og byggja nýja. Einnig lagðar fram skýringarmyndir mótt 13. mars 2006.
Ráðið gerir ekki athugasemd við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi, á eigin kostnað, á grundvelli framlagðrar fyrirspurnar. Ráðið gerir þó fyrirvara um byggingarmagn og nýtingarhlutfall innan lóðarinnar. Því er beint til fyrirspyrjanda að huga sérstaklega að kröfum vegna bílastæða, umferðarmálum og lóðamálum í samráði við skipulagsfulltrúa.

109. fundur 2006
Ármúli 1, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fyrirspurn Sverris Jóhannessonar, dags. 13.03.06, ásamt greinargerð, dags, 08.03.06, um að fjarlægja núverandi byggingu á lóðinni nr. 1 við Ármúla og byggja nýja. Einnig lagðar fram skýringarmyndir mótt 13. mars 2006.
Vísað til skipulagsráðs.