Hraunteigur 4 og 6

Verknúmer : SN060178

49. fundur 2006
Hraunteigur 4 og 6, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála varðandi kæru á ákvörðun byggingarfulltrúa 7. febrúar 2006 um að veita byggingarleyfi fyrir tveimur tveggja hæða parhúsum með innbyggðum bílageymslum á lóðunum nr. 4 og 6 við Hraunteig. Úrskurðarorð: Kröfu kærenda, um ógildingu á ákvörðun byggingarfulltrúa í Reykjavík frá 7. febrúar 2006 um að veita byggingarleyfi fyrir tveimur tveggja hæða parhúsum með innbyggðum bílageymslum á lóðunum nr. 4 og 6 Hraunteig í Reykjavík, er hafnað.


47. fundur 2006
Hraunteigur 4 og 6, kæra, umsögn, úrskurður
Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 8. mars 2006, vegna kæru til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála vegna samþykktar byggingarfulltrúa á byggingarleyfi fyrir lóðirnar Hraunteig 4 og 6 sem staðfest var í borgarráði 9. febrúar 2006 ásamt kröfu um stöðvun framkvæmda.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.