Stangarholt 36

Verknúmer : SN060156

116. fundur 2007
Stangarholt 36, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 15. nóvember 2007 vegna kæru á ákvörðun skipulagsráðs 25. janúar 2006 um að samþykkja byggingu bílskúrs á lóðinni nr. 36. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu á ákvörðun skipulagsráðs Reykjavíkur frá 25. janúar 2006, um byggingu bílskúrs á lóðinni að Stangarholti 36, Reykjavík. Vísað er frá úrskurðarnefndinni kröfum kæranda um breytta staðsetningu umrædds bílskúrs og að kærandi öðlist sama rétt og byggingarleyfishafi í máli þessu.


48. fundur 2006
Stangarholt 36, kæra, umsögn, úrskurður
Lögð fram greinargerð lögfræði og stjórnsýslu dags. 13. mars 2006, um kæru Verity Louise Sharp, Stangarholti 36, á ákvörðun skipulagsráðs 25. janúar 2006 um að samþykkja byggingu bílskúrs á lóðinni nr. 36.
Greinargerð lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

47. fundur 2006
Stangarholt 36, kæra, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 28.02.06, ásamt kæru, dags. 21. febrúar 2006, þar sem kært er leyfi til byggingar bílskúrs að Stangarholti 36.
Málinu vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.