Reitur 1.152.5, stúdentareitur

Verknúmer : SN060056

120. fundur 2008
Reitur 1.152.5, stúdentareitur, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 11. desember 2007 vegna kæru á ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 17. nóvember 2005 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi reits 1.152.5, sem afmarkast af Vatnsstíg, Frakkastíg, Lindargötu og Hverfisgötu, þar sem fallið var frá niðurrifi bygginga að Vatnstíg 12 og bílastæðum vegna fyrirhugaðra stúdentagarða á reitnum fækkað. Úrskurðarorð: Ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 17. nóvember 2005 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi reits 1.152.5, sem afmarkast af Vatnsstíg, Frakkastíg, Lindargötu og Hverfisgötu, er felld úr gildi.


79. fundur 2007
Reitur 1.152.5, stúdentareitur, kæra, umsögn, úrskurður
Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 29. desember 2006, vegna kæru Þorsteins Steingrímssonar á ákvörðun skipulagsráðs frá 16. nóvember 2005 og borgarráðs frá 17. nóvember 2005, um samþykkt deiliskipulagsbreytingar reits 1.152.5.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

43. fundur 2006
Reitur 1.152.5, stúdentareitur, kæra, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 17. janúar 2006, ásamt kæru Lögskila, dags. 16. desember 2005, á ákvörðun skipulagsráðs frá 16. nóvember 2005 og borgarráðs frá 17. nóvember 2005, um samþykkt deiliskipulagsbreytingar reits 1.152.5.
Málinu vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.