Vesturgata 3

Verknúmer : SN050775

107. fundur 2007
Vesturgata 3, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 30. ágúst 2007, vegna kæru á afgreiðslu skipulagsráðs Reykjavíkur frá 12. apríl 2006 vegna framkvæmda við húsið að Vesturgötu 3 í Reykjavík. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.


39. fundur 2005
Vesturgata 3, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 16. nóvember 2005, er barst nefndinni hinn 17. sama mánaðar, kærir Minjavernd hf. ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 5. júlí 2005 um að veita leyfi til að rífa norðvesturálmu bakhúss og byggja í hennar stað tveggja hæða byggingu á kjallara á lóðinni nr. 3 við Vesturgötu í Reykjavík, hækka veggi annarra hluta hússins um 75 cm, bæta kvistum á þakið og breyta innra fyrirkomulagi allra hæða. Ennfremur að heimila að byggja göngubrú yfir Fischersund, svo og að starfrækt verði hótel í húsinu.
Úrskurðarorð:
Hafnað er kröfu kæranda um að framkvæmdir samkvæmt leyfi byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 5. júlí 2005 um að heimila tilgreindar breytingar mannvirkja á lóðinni nr. 3 við Vesturgötu í Reykjavík ásamt gerð gögnubrúar yfir Fischersund.