Skeifan 5

Verknúmer : SN050757

39. fundur 2005
Skeifan 5, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 7. desember 2005, varðandi kæru á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 19. júlí 2005 um að veita byggingarleyfi fyrir bensínafgreiðslustöð með fjórum sjálfsafgreiðsludælum og stakstæðu verðskilti á lóðinni nr. 5 við Skeifuna í Reykjavík.
Úrskurðarorð:
Kröfu kæranda um ógildingu á hinu kærða byggingarleyfi fyrir bensínafgreiðslustöð á lóðinni nr. 5 við Skeifuna í Reykjavík er hafnað.