Menntaskólinn við Hamrahlíð 10

Verknúmer : SN050667

37. fundur 2005
Menntaskólinn við Hamrahlíð 10, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 25. nóvember 2005, varðandi kæru fjögurra íbúa og eigenda fasteigna við Stigahlíð í Reykjavík á ákvörðun Borgarráðs Reykjavíkur frá 7. júlí 2005 um að samþykkja tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðar Menntaskólans við Hamrahlíð

Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um að ógilt verði ákvörðun Borgarráðs Reykjavíkur frá 7. júlí 2005 um að samþykkja tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðar Menntaskólans við Hamrahlíð.


34. fundur 2005
Menntaskólinn við Hamrahlíð 10, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 4. nóvember 2005, varðandi kæru fjögurra íbúa og eigenda fasteigna við Stigahlíð í Reykjavík á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 22. september 2005 um að veita takmarkað byggingarleyfi til að vinna jarðvinnu á lóðinni nr. 10 við Hamrahlíð.
Úrskurðarorð:
Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.