Menntaskólinn við Hamrahlíð 10

Verknúmer : SN050666

37. fundur 2005
Menntaskólinn við Hamrahlíð 10, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 25. nóvember 2005, varðandi kæru fjögurra íbúa og eigenda fasteigna við Stigahlíð í Reykjavík á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 11. október 2005 um að veita leyfi til þess að byggja tveggja hæða steinsteypta viðbyggingu við austurhlið Menntaskólans við Hamrahlíð fyrir íþróttir ásamt ellefu kennslustofum og bókasafni.

Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um að ógilt verði ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 11. október 2005 um að veita leyfi til þess að byggja tveggja hæða steinsteypta viðbyggingu við austurhlið Menntaskólans við Hamrahlíð.


34. fundur 2005
Menntaskólinn við Hamrahlíð 10, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 4. nóvember 2005, varðandi kæru fjögurra íbúa og eigenda fasteigna við Stigahlíð í Reykjavík á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 11. október 2005 um að veita leyfi til þess að byggja tveggja hæða steinsteypta viðbyggingu við austurhlið Menntaskólans við Hamrahlíð fyrir íþróttir ásamt ellefu kennslustofum og bókasafni.
Úrskurðarorð:
Hafnað er kröfu kærenda um stöðvun framkvæmda á lóð Menntaskólans í Hamrahlíð að Hamrahlíð 10 í Reykjavík.