Laugavegur 4-6

Verknúmer : SN050657

42. fundur 2006
Laugavegur 4-6, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Tangram arkitekta, dags. 7. janúar 2005, ásamt bréfi 28.10.05 varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna lóða nr. 4-6 við Laugaveg. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. nóvember 2005, tölvubréf umsækjanda dags. 24. nóvember 2005 og samþykki eigenda að Skólavörðustíg 3, dags. 24. nóvember 2005.
Ráðið gerir ekki athugasemd að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi á eigin kostnað í samræmi við erindið. Tillagan verður grenndarkynnt þegar hún berst. Ráðið samþykkir jafnframt að vísa erindinu til skoðunar í rýnihóp um útlit bygginga í miðborginni.

Ólafur F. Magnússon áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra óskaði bókað:
Ég ítreka andstöðu mína við áform um niðurrif húsanna nr. 4 - 6 við Laugaveg. Borgaryfirvöldum ber að hlutast til um að lágreist 19. aldar götumynd húsanna nr. 2-6 við Laugaveg haldist. Þannig má í senn varðveita tíðaranda 19. aldar neðst á Laugavegi og hleypa birtu og yl inn á svæðið. Áform R-listans ganga þvert á þau sjónarmið og lýsa ótrúlegu virðingarleysi fyrir menningarsögu Laugavegarins. Ef öll niðurrifsáform R-listans við Laugaveg ganga eftir er um víðtækt menningarsögulegt slys að ræða.


41. fundur 2006
Laugavegur 4-6, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Tangram arkitekta, dags. 07.12.05, ásamt bréfi 28.10.05 varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna lóða nr. 4-6 við Laugaveg. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. nóvember 2005, tölvubréf umsækjanda dags. 24. nóvember 2005 og samþykki eigenda að Skólavörðustíg 3, dags. 24. nóvember 2005.
Frestað.

40. fundur 2006
Laugavegur 4-6, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Tangram arkitekta, dags. 07.12.05, ásamt bréfi 28.10.05 varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna lóða nr. 4-6 við Laugaveg. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. nóvember 2005, tölvubréf umsækjanda dags. 24. nóvember 2005 og samþykki eigenda að Skólavörðustíg 3, dags. 24. nóvember 2005.
Frestað.

Ólafur F. Magnússon áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra óskaði bókað:
Þær hugmyndir sem nú er verið að vinna með varðandi Laugaveg 4-6 eru ótækar að mínu mati og fela í sér menningarsögulegt slys ef þær ná fram að ganga.
Borgaryfirvöldum ber skylda til að varðveita einu samfelldu 19. aldar húsaröðina sem er eftir við Laugaveg þ.e. húsaröðina Laugaveg 2-6. Þau þurfa að koma þannig að málum að endurnýjun húsanna við Laugaveg 4-6 eigi sér stað í sem upprunalegustu mynd.
Fyrirætlanir um að rífa öll 19. aldar hús í götumynd Laugavegar nema hús nr. 1, 2, 10 og 48 mega ekki ná fram að ganga. Það er skylda kjörinna fulltrúa í skipulagsráði og í borgarstjórn Reykjavíkur að sjá til þess.

Fulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:
Stór orð og upphrópanir eru óviðeigandi og ótímabær þó eignaraðilar á Laugavegi 4-6 hugi að uppbyggingu á grundvelli gildandi deiliskipulags.


39. fundur 2005
Laugavegur 4-6, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Tangram arkitekta, dags. 07.12.05, ásamt bréfi 28.10.05 varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna lóða nr. 4-6 við Laugaveg. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. nóvember 2005, tölvubréf umsækjanda dags. 24. nóvember 2005 og samþykki eigenda að Skólavörðustíg 3, dags. 24. nóvember 2005. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18.11.05.
Frestað.

98. fundur 2005
Laugavegur 4-6, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Tangram arkitekta, dags. 07.12.05, ásamt bréfi 28.10.05 varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna lóða nr. 4-6 við Laugaveg. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. nóvember 2005, tölvubréf umsækjanda dags. 24. nóvember 2005 og samþykki eigenda að Skólavörðustíg 3, dags. 24. nóvember 2005. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15.12.05.
Vísað til skipulagsráðs.

97. fundur 2005
Laugavegur 4-6, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Tangram arkitekta, dags. 07.12.05, ásamt bréfi 28.10.05 varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna lóða nr. 4-6 við Laugaveg. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. nóvember 2005, tölvubréf umsækjanda dags. 24. nóvember 2005 og samþykki eigenda að Skólavörðustíg 3, dags. 24. nóvember 2005.
Vísað til umsagnar hverfisarkitekts.

95. fundur 2005
Laugavegur 4-6, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Tangram arkitekta, dags. 28.10.05 varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna lóða nr. 4-6 við Laugaveg. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. nóvember 2005 ásamt tölvubréfi umsækjanda dags. 24. nóvember 2005.
Erindi umsækjanda vísað til umsagnar hverfisstjóra.

94. fundur 2005
Laugavegur 4-6, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Tangram arkitekta, dags. 28.10.05 varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna lóða nr. 4-6 við Laugaveg.
Kynna formanni skipulagsráðs.

92. fundur 2005
Laugavegur 4-6, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Tangram arkitekta, dags. 28.10.05 varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna lóða nr. 4-6 við Laugaveg.
Vísað til umsagnar hverfisarkitekts.