Einarsnes 62

Verknúmer : SN050616

34. fundur 2005
Einarsnes 62, flutningshús
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 27. október 2005 á bókun skipulagsráðs frá 26. s.m. varðandi lóð að Einarsnesi 62 fyrir flutningshús.


33. fundur 2005
Einarsnes 62, flutningshús
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 13. október 2005, varðandi erindi Brynjólfs Þórs Hilmarssonar og Margrétar Marteinsdóttur frá 1. þ.m. þar sem þau óska eftir lóðinni nr. 62 við Einarsnes undir flutningshús.

Anna Kristinsdóttir tók sæti á fundinum kl. 9:10

Skipulagsráð tekur undir þá niðurstöðu sem fram kemur í umsögn skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs frá 07.10.05.

Fulltrúar Sjálfstæðiflokks og áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra sátu hjá við afgreiðslu málsins og óskuðu bókað:
Rökin fyrir þessari synjun eru óljós og greinilegt að viðmiðin vegna úthlutunar lóða undir flutningshús eru ekki nægilega skýr.

Fulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:
Fyrir skipulagsráði liggur hvorki að samþykkja eða synja lóðarúthlutunn fyrir viðkomandi hús við Lindargötu. Slík ákvörðun veltur á faglegu mati á varðveislugildi. Til þess hefur verið tekin afstaða í húsakönnun Árbæjarsafns, umsögnum borgarminjavarðar og Húsafriðunarnefndar ríkisins sem mæla hvorki með friðun né varðveislu á nýjum stað. Lagt er til að skipulagsráð gangi ekki gegn þessum faglegu umsögnum en um leið undirstrikað umsækjendum stendur til boða að festa kaup á umræddu húsi á Lindargötu til flutnings á nýjan stað þó fagleg rök styðji það ekki að undir það verði lögð flutningshúsalóð í Einarsnesi.


90. fundur 2005
Einarsnes 62, flutningshús
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 13. október 2005, varðandi erindi Brynjólfs Þórs Hilmarssonar og Margrétar Marteinsdóttur frá 1. þ.m. þar sem þau óska eftir lóðinni nr. 62 við Einarsnes undir flutningshús.
Vísað til skipulagsráðs.