Sundlaugavegur 34

Verknúmer : SN050341

47. fundur 2006
Sundlaugavegur 34, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 22. febrúar 2006, um samþykkt borgarstjórnar 21. þ.m. varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 34 við Sundlaugarveg. Borgarstjórn samþykkti svohljóðandi tillögu borgarstjóra: Borgarráð fellst á breytinguna og felur framkvæmdaráði að gera tillögu um gerð hringtorgs sem miðist við að gerð þess verði lokið áður en til uppbyggingarinnar skv. skipulagsbreytingunni kemur.


42. fundur 2006
Sundlaugavegur 34, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga VA arkitekta, dags. 6. júní 2005 að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 34 við Sundlaugaveg. Málið var í auglýsingu frá 27. júlí til 7. september 2005. Eftirfarandi aðilar sendu inn athugasemdir: íbúar að Laugarásvegi 4, dags. 7. september 2005, Anna Jónsdóttir f.h. Húsfélagsins Laugarásvegi 1 og f.h. íbúa við Brúnaveg 1-5, dags. 6. september 2005, íbúar að Laugarásvegi 2, dags. 6. september 2005, 12 íbúar í nágrenni Farfuglaheimilisins að Sundlaugarvegi 34, mótt. 7. september 2005. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. janúar 2006 ásamt nýjum uppdráttum mótt. 10. janúar 2006.
Auglýst tillaga samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa. Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins og óskuðu bókað:
Þrátt fyrir það að tillagan sem hér liggur fyrir geri ráð fyrir minna byggingarmagni og lægri byggingu en auglýsta tillagan, ítreka fulltrúar Sjálfstæðisflokksins þá afstöðu sem fram kom í bókun borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokkins frá 21. júlí s.l., en hún var svohljóðandi:
"Umferðarvandi á þessu svæði er mikill og hefur aukist verulega. Aukið byggingarmagn við gatnamót Dalbrautar og Sundlaugavegar mun auka enn frekar á umferðarvandann og slysahættu í hverfinu."

Fulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:
Fulltrúar Reykjavíkurlistans ítreka bókun sína í borgarráði frá 21. júlí s.l.
Deiliskipulagsbreyting við Sundlaugaveg er nauðsynleg til að koma til móts við ítrekaðar óskir íbúa um hringtorg á móts við farfuglaheimilið. Jafnframt hefur við meðferð málsins verið lögð fram ítarleg framkvæmdaáætlun um úrbætur í umferðarmálum til að koma til móts við réttmætar óskir íbúa. Komið hefur verið til móts við áhyggjur af hækkun farfuglaheimilisins með því að fella niður 3. hæðina en um leið fær heimilið svigrúm til að vaxa sem er jákvætt enda eru farfuglaheimili mikilvægur þáttur í þjónustu í ferðamannaborginni Reykjavík.


41. fundur 2006
Sundlaugavegur 34, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga VA arkitekta, dags. 6. júní 2005 að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 34 við Sundlaugaveg. Málið var í auglýsingu frá 27. júlí til 7. september 2005. Eftirfarandi aðilar sendu inn athugasemdir: íbúar að Laugarásvegi 4, dags. 7. september 2005, Anna Jónsdóttir f.h. Húsfélagsins Laugarásvegi 1 og f.h. íbúa við Brúnaveg 1-5, dags. 6. september 2005, íbúar að Laugarásvegi 2, dags. 6. september 2005, 12 íbúar í nágrenni Farfuglaheimilisins að Sundlaugarvegi 34, mótt. 7. september 2005. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. janúar 2006 ásamt nýjum uppdráttum mótt. 10. janúar 2006.
Frestað.

100. fundur 2006
Sundlaugavegur 34, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga VA arkitekta, dags. 06.06.05 að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 34 við Sundlaugaveg. Málið var í auglýsingu frá 27. júlí til 7. september 2005. Eftirfarandi aðilar sendu inn athugasemdir: íbúar að Laugarásvegi 4, dags. 07.09.05, Anna Jónsdóttir f.h. Húsfélagsins Laugarásvegi 1 og f.h. íbúa við Brúnaveg 1-5, dags. 06.09.05, íbúar að Laugarásvegi 2, dags. 06.09.05, 12 íbúar í nágrenni Farfuglaheimilisins að Sundlaugarvegi 34, mótt. 07.09.05. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. janúar 2006 ásamt nýjum uppdráttum mótt. 10. janúar 2006.
Vísað til skipulagsráðs.

96. fundur 2005
Sundlaugavegur 34, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga VA arkitekta, dags. 06.06.05 að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 34 við Sundlaugaveg. Málið var í auglýsingu frá 27. júlí til 7. september 2005. Eftirfarandi aðilar sendu inn athugasemdir: íbúar að Laugarásvegi 4, dags. 07.09.05, Anna Jónsdóttir f.h. Húsfélagsins Laugarásvegi 1 og f.h. íbúa við Brúnaveg 1-5, dags. 06.09.05, íbúar að Laugarásvegi 2, dags. 06.09.05, 12 íbúar í nágrenni Farfuglaheimilisins að Sundlaugarvegi 34, mótt. 07.09.05.
Kynna formanni skipulagsráðs.

85. fundur 2005
Sundlaugavegur 34, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga VA arkitekta, dags. 06.06.05 að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 34 við Sundlaugaveg. Málið var í auglýsingu frá 27. júlí til 7. september 2005. Eftirfarandi aðilar sendu inn athugasemdir: íbúar að Laugarásvegi 4, dags. 07.09.05, Anna Jónsdóttir f.h. Húsfélagsins Laugarásvegi 1 og f.h. íbúa við Brúnaveg 1-5, dags. 06.09.05, íbúar að Laugarásvegi 2, dags. 06.09.05, 12 íbúar í nágrenni Farfuglaheimilisins að Sundlaugarvegi 34, mótt. 07.09.05.
Umsækjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.

84. fundur 2005
Sundlaugavegur 34, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga VA arkitekta, dags. 06.06.05 að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 34 við Sundlaugaveg. Málið var í auglýsingu frá 27. júlí til 7. september 2005. Eftirfarandi aðilar sendu inn athugasemdir: íbúar að Laugarásvegi 4, dags. 07.09.05, Anna Jónsdóttir f.h. Húsfélagsins Laugarásvegi 1 og f.h. íbúa við Brúnaveg 1-5, dags. 06.09.05, íbúar að Laugarásvegi 2, dags. 06.09.05, 12 íbúar í nágrenni Farfuglaheimilisins að Sundlaugarvegi 34, mótt. 07.09.05
Athugasemdir kynntar. Vísað til umsagnar hverfisarkitekts.

23. fundur 2005
Sundlaugavegur 34, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 21. júlí 2005 á bókun skipulagsráðs frá 22. f.m. varðandi auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 34 við Sundlaugaveg, sem og tilkynningu þar um til hagsmunaaðila.
Jafnframt lagt fram bréf yfirverkfræðings framkvæmdasviðs frá 5. þ.m. varðandi framkvæmdir við hringtorg á gatnamótum Sundlaugavegar og Dalbrautar.
Borgarráð samþykkti erindið.


19. fundur 2005
Sundlaugavegur 34, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga VA arkitekta, dags. 06.06.05 að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 34 við Sundlaugaveg.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, einnig samþykkt að tilkynna hagsmunaaðilum á svæðinu breytinguna sérstaklega.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.


72. fundur 2005
Sundlaugavegur 34, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga VA arkitekta, dags. 06.06.05 að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 34 við Sundlaugaveg.
Vísað til skipulagsráðs.