Reitur 1.134.6 - Holtsgötureitur

Verknúmer : SN050168

67. fundur 2006
Reitur 1.134.6 - Holtsgötureitur, kæra, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 28. september 2006 vegna kæru á ákvörðun skipulagsráðs Reykjavíkur frá 9. febrúar 2005 um deiliskipulag Holtsgötureits. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu um ógildingu ákvörðunar skipulagsráðs Reykjavíkur frá 9. febrúar 2005 um deiliskipulag Holtsgötureits.


28. fundur 2005
Reitur 1.134.6 - Holtsgötureitur, kæra, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 16. september 2005 vegna kæru á ákvörðun Skipulagsráðs Reykjavíkur frá 29. júní 2005 um að veita leyfi til að sameina lóðirnar nr. 1 og 3 við Holtsgötu og nr. 32A við Bræðraborgarstíg í eina lóð og byggja fjölbýlishús úr steinsteypu með 13 íbúðum og bílageymslu í kjallara fyrir 13 bíla á hinni sameinuðu lóð. Krefjast kærendur ógildingar hinnar kærðu ákvörðunar og að framkvæmdir verði stöðvaðar meðan málið er til meðferðar fyrir úrskurðarnefndinni.
Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um að framkvæmdir að Holtsgötu 1 í Reykjavík verði stöðvaðar meðan úrskurðarnefndin hefur til meðferðar mál kæranda um gildi skipulags Holtsgötureits og byggingarleyfis fyrir nýbyggingu að Holtsgötu 1.


23. fundur 2005
Reitur 1.134.6 - Holtsgötureitur, kæra, úrskurður
Lagðar fram kærur Þorsteins Einarssonar hrl. fh. Herborgar Friðjónsdóttur og Listakots til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 17.03.05, vegna deiliskipulags Holtsgötureits. Einnig lögð fram kæra Þorsteins Einarssonar hrl. f.h. Herborgar Friðjónsdóttur dags. 26. júlí 2005 vegna samþykktar skipulagsráðs dags. 29. júní 2005 þar sem farið er fram á stöðvun framkvæmda. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu vegna alls ofangreinds, dags. 8.08.05.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.