Skipulagsráð

Verknúmer : SN050005

125. fundur 2008
Skipulagsráð,
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 13. febrúar 2008, varðandi nokkrar meginreglur varðandi fundi og fundarsetur í nefndum og ráðum borgarinnar.


122. fundur 2008
Skipulagsráð,
Lögð fram samþykkt borgarstjórnar frá 24. janúar 2008 um kosningu sjö fulltrúa í skipulagsráð og sjö til vara til loka kjörtímabilsins.
Formaður lagði fram tillögu um að Ólöf Guðný Valdimarsdóttir yrði kjörin varaformaður skipulagsráðs.

Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins; Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, Gísla Marteins Baldurssonar, Jórunnar Frímannsdóttur og Frjálslyndra og óháðra; Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur.
Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs; Svandís Svavarsdóttur og fulltrúar Samfylkingarinnar; Stefán Benediktsson og Björk Vilhelmsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.



111. fundur 2007
Skipulagsráð,
Lögð fram samþykkt borgarstjórnar frá 16. október 2007 um kosningu fulltrúa í skipulagsráð til loka kjörtímabilsins.
Formaður lagði fram þá tillögu að Stefán Benediktsson yrði kjörin varaformaður skipulagsráðs.
Samþykkt fmeð fjórum atkvæðum fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar græns framboð Svandísar Svavarsdóttur, Samfylkingarinnar Stefáns Benediktssonar, Framsóknarflokksins Óskars Bergssonar, og Frjálslyndra og óháðra Ástu Þorleifsdóttur. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Hanna Birna Kristjánsdóttir, Kjartan Magnússon og Júlíus Vífill Ingvarsson sátu hjá við afgreiðslu málsins.


57. fundur 2006
Skipulagsráð,
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 14. júní 2006, varðandi samþykkt borgarstjórnar frá 13. júní 2006, um kosningu fulltrúa í skipulagsráð til loka kjörtímabilsins.


34. fundur 2005
Skipulagsráð,
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 2. nóvember 2005, varðandi samþykkt borgarstjórnar frá 1. nóvember 2005, að Kjartan Magnússon taki sæti í skipulagsráði í stað Guðlaugs Þórs Þórðarsonar til loka kjörtímabilsins.


33. fundur 2005
Skipulagsráð,
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 19. október 2005, varðandi samþykkt borgarstjórnar frá 18. október 2005, að Stefán Benediktsson taki sæti í skipulagsráði í stað Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur til loka kjörtímabilsins.


27. fundur 2005
Skipulagsráð,
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 7. september 2005, varðandi samþykkt borgarstjórnar frá 6. þ.m. að Heiðrún Lind Marteinsdóttir, kt. 03.07.79-5259, Kristnibraut 91, taki sæti varamanns í skipulagsráði í stað Tinnu Traustadóttur sem beðist hefur lausnar.


12. fundur 2005
Skipulagsráð,
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 6. apríl 2005, ásamt nýrri samþykkt fyrir skipulagsráð, sem samþykkt var á fundi borgarstjórnar 5. þ.m.


8. fundur 2005
Skipulagsráð,
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 2. mars 2005, varðandi samþykkt borgarstjórnar frá 1. s.m. að Árni Þór Sigurðsson, kt. 300760-4579, Tómasarhaga 17, taki sæti í skipulagsráði í stað Óskars Dýrmundar Ólafssonar.


1. fundur 2005
Skipulagsráð,
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 23. desember 2004, varðandi kjör fulltrúa í skipulagsráð frá og með 1. janúar 2005 til loka kjörtímabilsins. Frá og með sama tíma leggst skipulags- og byggingarnefnd af.