Norðlingaholt suður

Verknúmer : SN040706

80. fundur 2007
Norðlingaholt suður, deiliskipulag, leiðrétting á bókun
Á fundi skipulagsráðs þann 20. desember 2006 var lögð fram og samþykkt forsögn skipulagsfulltrúa að deiliskipulagi í suðurhluta Norðlingaholts dags í ágúst 2005. Á fundinum var voru þau mistök gerð við bókun að Svandís Svavarsdóttir, var sögð sitja hjá við afgreiðslu málsins. Rétt bókun er því eftirfarandi;

"Forsögn skipulagsfulltrúa samþykkt.

Fulltrúar Samfylkingarinnar; Dagur B. Eggertsson og Stefán Benediktsson sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Svandís Svavarsdóttir; fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs greiddi atkvæði gegn tillögunni óskaði bókað ásamt Ólafi F. Magnússyni; áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra- og óháðra:
Fulltrúar Vinstri grænna og F-lista í skipulagsráði telja enga ástæðu til að skipuleggja einbýlishúsabyggð suður af Norðlingaholti, alveg við Elliðavatn. Í útjaðri byggðarinnar í Reykjavík er nægt framboð af einbýlishúsalóðum og því rétt að leyfa þessu græna útivistarsvæði sem nær að Elliðavatni að vera í friði. Þannig gefum við komandi kynslóðum tækifæri til að njóta þess sem við teljum til lífsgæða."

Gísli Marteinn Baldursson vék af fundi kl. 11:00


78. fundur 2006
Norðlingaholt suður, deiliskipulag, leiðrétting á bókun
Lögð fram forsögn skipulagsfulltrúa að deiliskipulagi í suðurhluta Norðlingaholts dags í ágúst 2005. Lögð fram umsögn umhverfisráðs frá 27. nóvember 2006 og umsögn garðyrkjustjóra dags. 21. nóvember 2006.
Forsögn skipulagsfulltrúa samþykkt.

Fulltrúar Samfylkingarinnar; Dagur B. Eggertsson og Stefán Benediktsson og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs; Svandís Svavarsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Svandís Svavarsdóttir; fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs og Ólafur F. Magnússon; áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra- og óháðra óskuði bókað:
Fulltrúar Vinstri grænna og F-lista í skipulagsráði telja enga ástæðu til að skipuleggja einbýlishúsabyggð suður af Norðlingaholti, alveg við Elliðavatn. Í útjaðri byggðarinnar í Reykjavík er nægt framboð af einbýlishúsalóðum og því rétt að leyfa þessu græna útivistarsvæði sem nær að Elliðavatni að vera í friði. Þannig gefum við komandi kynslóðum tækifæri til að njóta þess sem við teljum til lífsgæða.



77. fundur 2006
Norðlingaholt suður, deiliskipulag, leiðrétting á bókun
Lögð fram forsögn skipulagsfulltrúa að deiliskipulagi í suðurhluta Norðlingaholts dags í ágúst 2005. Lögð fram umsögn umhverfisráðs frá 27. nóvember 2006 og umsögn garðyrkjustjóra dags. 21. nóvember 2006.
Frestað.

144. fundur 2006
Norðlingaholt suður, deiliskipulag, leiðrétting á bókun
Lögð fram drög skipulagsfulltrúa að forsögn að deiliskipulagi í suðurhluta Norðlingaholts dags í ágúst 2005. Lögð fram umsögn umhverfisráðs frá 27.11.06.
Kynna formanni skipulagsráðs.

65. fundur 2006
Norðlingaholt suður, deiliskipulag, leiðrétting á bókun
Lögð fram drög skipulagsfulltrúa að forsögn að deiliskipulagi í suðurhluta Norðlingaholts dags í ágúst 2005.
Forsögn skipulagsfulltrúa samþykkt. Samþykkt að hefja vinnu deiliskipulags á svæðinu. Samþykkt að vísa forsögn skipulagsfulltrúa til umhverfisráðs til kynningar

Ásta Þorleifsdóttir áheyrnarfulltrúi frjálslyndra og óháðra óskaði bókað að hún leggði til að skipulagsráð myndi fara í vettvagnsferð um svæðið.


131. fundur 2006
Norðlingaholt suður, deiliskipulag, leiðrétting á bókun
Lögð fram drög skipulagsfulltrúa að forsögn að deiliskipulagi í suðurhluta Norðlingaholts dags í ágúst 2005. Lagt fram minnisblað, mótt. 06.09.06, vegna umfjöllunar um byggð á syðsta hluta Norðlingaholt.
Kynna formanni skipulagsráðs.

25. fundur 2005
Norðlingaholt suður, deiliskipulag, leiðrétting á bókun
Lögð fram drög skipulagsfulltrúa að forsögn að deiliskipulagi í suðurhluta Norðlingaholts dags í ágúst 2005.
Frestað.

82. fundur 2005
Norðlingaholt suður, deiliskipulag, leiðrétting á bókun
Lögð fram drög skipulagsfulltrúa að forsögn að deiliskipulagi í suðurhluta Norðlingaholts dags í ágúst 2005.
Kynna formanni skipulagsráðs.