Garðastræti 33

Verknúmer : SN040701

4. fundur 2005
Garðastræti 33, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga skipulagsfulltrúa að breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 33 við Garðastræti. Málið var í grenndarkynningu frá 27. desember 2004 til 24. janúar 2005. Athugasemdabréf bárust frá Guðjóni Pedersen, Suðurgötu 4, dags. 13.01.05, formanns húsfélags Túngötu 5, dags. 14.01.05, Iðunni Leifsdóttur Túngötu 3, dags. 20.01.05, íbúar Túngötu 3, dags. 19.01.05. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 31.01.05.
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa. Skipulagsráð felur byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa að funda með lóðarhafa til að leita annarra lausna á lóðinni með liðsinni utanríkisráðuneytisins.

53. fundur 2005
Garðastræti 33, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga skipulagsfulltrúa að breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 33 við Garðastræti. Málið var í kynningu frá 27. desember ´04 til 24. janúar 2005. Athugasemdabréf bárust frá Guðjóni Pedersen, Suðurgötu 4, dags. 13.01.05, formanns húsfélags Túngötu 5, dags. 14.01.05, Iðunni Leifsdóttur Túngötu 3, dags. 20.01.05, íbúar Túngötu 3, dags. 19.01.05.
Kynna formanni skipulagsráðs.

185. fundur 2004
Garðastræti 33, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 33 við Garðastræti.
Samþykkt að grenndarkynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum á Túngötu 3 og 5 og Suðurgötu 4, 6, 8 og 8A.