Kjalarnes

Verknúmer : SN040693

58. fundur 2006
Kjalarnes, skipulag, breikkun Hringvegar
Lagðar fram tillögur Reykjavíkurborgar, Vegagerðarinnar og VSÓ, dags. 14. júní 2006, varðandi drög fyrir skipulag á Kjalarnesi og breikkun Hringvegar.
Kynnt.

121. fundur 2006
Kjalarnes, skipulag, breikkun Hringvegar
Lagðar fram tillögur Reykjavíkurborgar, Vegagerðarinnar og VSÓ, dags. 14.06.06, varðandi frumdrög fyrir skipulag á Kjalarnesi og breikkun Hringvegar.
Kynna formanni skipulagsráðs.

50. fundur 2006
Kjalarnes, skipulag, breikkun Hringvegar
Vesturlandsvegur.
Skipulagsfulltrúi kynnti hugmyndir um breytingar.

Fulltrúar Sjáfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja brýnt að sem fyrst verði gerðar úrbætur í umferðarmálum á Kjalarnesi, m.a. vegna mikils hraðaksturs á Vesturlandsvegi og Brautarholtsvegi. Fulltrúar Sjálfstæðismanna lögðu fram tillögur um úrbætur í umhverfisráði í febrúar s.l., og eru þær nú til umfjöllunnar á framkvæmdasviði. Rétt er að skipulagsráð og Vegagerðin taki einnig þátt í þessar vinnu, fari yfir umræddar tillögur og undirbúi framkvæmdir í góðu samráði við íbúasamtök á Kjalarnesi.

Hanna Birna Kristjánsdóttir vék af fundi kl. 11:19