Hlemmur

Verknúmer : SN040563

8. fundur 2005
Hlemmur, /Borgartún
Lögð fram að nýju forsögn skipulagsfulltrúa, dags. 04.02.05.
Jafnframt lögð fram eftirfarandi tillaga formanns skipulagsráðs:
Lagt er til að stofnaður verði stýrihópur um skipulag Hlemmsvæðis og nágrennis hér eftir er verkefnið nefnt "Hlemmur +".
Markmið skipulagsvinnunnar er að móta framtíðarsýn og stefnu um landnotkun og uppbyggingu á svæðinu þannig að það megi eflast sem miðborgarsvæði.
Svæðið er afmarkað eins og sýnt er á korti 1. (sjá fylgiskjal 1).
Hópinn skipi: Fulltrúar úr skipulagsráði, skipulagsfulltrúi (eða fulltrúi hans). Með hópnum starfi ráðgjafar og embættismenn.
Hópurinn starfi þann tíma sem tekur að vinna skipulagstillöguna allt til samþykktar hennar.
Greinargerð/skýringar:
Skipulag Hlemms og nágrennis er á starfsáætlun skipulags- og byggingarsviðs og deiliskipulög hafa þegar verið unnin af einstökum reitum á svæðinu. Svæðið allt er mikilvægt vegna legu sinnar í miðborginni og til að efla það og endurlífga er mikilvægt að skipulag á hinu afmarkaða svæði (sjá fylgiskjal 1) sé unnið sem ein heild.
Ráðgjafi hefur þegar verið ráðinn til verksins. Aðferðir við skipulagsvinnuna verði bæði skv. hefðbundnum deiliskipulagsaðferum (sbr. skipulags- og byggingarlög) en að auki verði skipulag samgangna unnið sem hluti að landnotkunarskipulaginu og fái sömu umfjöllun og aðrir landnotkunarþættir. Ennfremur verði leitað eftir sjónarmiðum hagsmunaaðila á svæðinu og samvinna við þá við vinnuna. Þá leggur borgin áherslu á hagræna raunhæfni skipulagstillagna og leitað verður til sérfræðinga og embættismanna til að meta þá þætti í skipulagsvinnunni.
Samþykkt
Af hálfu fulltrúa Reykjavíkurlista voru Dagur B. Eggertsson og Ágústa Kristófersdóttir tilnefnd til setu í stýrihópnum. Sjálfstæðisflokkur tilnefnir fulltrúa á milli funda.


7. fundur 2005
Hlemmur, /Borgartún
Lögð fram að nýju forsögn skipulagsfulltrúa, dags. 04.02.05.
Frestað.

5. fundur 2005
Hlemmur, /Borgartún
Lögð fram forsögn skipulagsfulltrúa, dags. 04.02.05.
Samþykkt.

Fultrúar Sjáflstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins.


54. fundur 2005
Hlemmur, /Borgartún
Lögð fram forsögn skipulagsfulltrúa, dags. 04.02.05.
Vísað til skipulagsráðs.

4. fundur 2005
Hlemmur, /Borgartún
Lögð fram drög að forsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27.01.05.
Drög að forsögn skipulagsfulltrúa kynnt. Frestað á milli funda.

52. fundur 2005
Hlemmur, /Borgartún
Lögð fram forsögn skipulagsfulltrúa
Vísað til skipulagsráðs.