Naustabryggja 36-52

Verknúmer : SN040302

68. fundur 2006
Naustabryggja 36-52, kæra, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 6. október 2006 vegna kæru húsfélagsins Naustabryggju 54-56 á samþykkt skipulags- og byggingarnefndar frá 17. mars 2004 um breytingu á deiliskipulagi Naustabryggju 36-52. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu á samþykkt skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur frá 17. mars 2004 um breytt deiliskipulag lóðanna við Naustabryggju 36-52 í Reykjavík.


66. fundur 2006
Naustabryggja 36-52, kæra, úrskurður
Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 18. september 2006, vegna kæru húsfélagsins Naustabryggju 54-56 á samþykkt skipulags- og byggingarnefndar um breytingu á deiliskipulagi Naustabryggju 36-52.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

161. fundur 2004
Naustabryggja 36-52, kæra, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 25. maí 2004, ásamt kæru, dags. 5. mars 2004, þar sem kærð er samþykkt skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur frá 17. mars 2004, um breytingu á deiliskipulagi Naustabryggju 36-52.
Vísað til lögfræði og stjórnsýslu.