Reykjavíkurflugvöllur
Verknúmer : SN030549
10. fundur 2005
Reykjavíkurflugvöllur, aðflugslýsing
Lagt fram að nýju bréf borgarverkfræðings, dags. 16. desember 2003, varðandi erindi Flugmálastjórnar frá 9. s.m. um aðflugslýsingu úr norðri inn á Reykjavíkurflugvöll ásamt skýrslu, dags. nóvember 2003 og bréfi Flugmálastjórnar, dags. 9.12.03. Einnig lögð fram bréf Flugmálastjórnar, dags. 11.03.05 og 18.03.05.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við uppsetningu aðflugslýsingar frá brautarenda til og með ljósaslá með 21 ljósi við gatnamót Hringbrautar og Njarðargötu. Að sinni er ekki fallist á uppsetningu frekari aðflugsljósa.
Anna Kristinsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.
Fulltrúar sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra óskuðu bókað:
Í ósk Flugmálastjórnar um endurbætta aðflugslýsingu kemur fram að slík lýsing er talin nauðsynleg til að "auka öryggi fólks og byggðar umhverfis aðflugssvæðið". Með svari skipulagsráðs nú er einungis að hluta til komið til móts við þessar öryggisóskir Flugmálastjórnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra telja það grundvallaratriði, óháð því hvernig málefni flugvallarins þróast í framtíðinni að fyllsta og ítrasta flugöryggis sé gætt.
Í ljósi málflutning formanns skipulagsráðs í þessu máli, sem hlýtur að vekja margar spurningar, er þess óskað að málið verði aftur tekið fyrir á fundi ráðsins sem fyrst og fulltrúum Flugmálastjórnar boðið að rökstyðja mál sitt fyrir ráðinu.
Formaður skipulagsráðs Dagur B. Eggertsson óskaði bókað:
Eins og réttilega kemur fram í bókun Sjálfstæðisflokksins og fulltrúa Frjálslyndra og óháðra vekur erindi Flugmálastjórnar spurningar um sambúð flugs og byggðar. Á meðan flugvöllur er í byggð má ekki undir nokkrum kringumstæðum slaka á öryggiskröfum, og verða borgaryfirvöld og íbúar að geta treyst því að hvorki flugtök né lendingar verði leyfðar umfram það sem skilyrði og aðstæður leyfa. Hægt er að fallast á að sett verði upp ljósaslá til að tryggja að ný ljósastýrð gatnamót Hringbrautar og Njarðargötu villi ekki um fyrir flugumferð. Hins vegar gegnir allt öðru máli um frekari búnað fyrir blindaðflug. Slíkt flug á ekkert erindi yfir Alþingishús, Stjórnarráð, Ráðhús eða nokkra aðra hluta miðborgarinnar við vafasöm skilyrði. Þess vegna verður ekki séð að nokkuð réttlæti röskun á útivistarsvæði Hljómskálagarðs eða aðflugslýsingu allt að Alþingishúsi eins og ítrustu öryggiskröfur um slíkt flug krefjast og Sjálfstæðisflokkurinn og Frjálslyndir- og óháðir vísa til í bókun sinni. Undir hitt skal tekið að erindi Flugmálastjórnar skilur eftir margar spurningar sem er ósvarað um öryggi núverandi flugstarfsemi í Vatnsmýri og er sjálfsagt að boða fulltrúa Flugmálastjórnar á fund skipulagsráðs til frekari umræðu um þau efni.
61. fundur 2005
Reykjavíkurflugvöllur, aðflugslýsing
Lagt fram að nýju bréf borgarverkfræðings, dags. 16. desember 2003, varðandi erindi Flugmálastjórnar frá 9. s.m. um aðflugslýsingu úr norðri inn á Reykjavíkurflugvöll ásamt skýrslu, dags. nóvember 2003 og bréfi Flugmálastjórnar, dags. 9.12.03. Einnig lögð fram bréf Flugmálastjórnar, dags. 11.03.05 og 18.03.05.
Kynna formanni skipulagsráðs.
59. fundur 2005
Reykjavíkurflugvöllur, aðflugslýsing
Lagt fram að nýju bréf borgarverkfræðings, dags. 16. desember 2003, varðandi erindi Flugmálastjórnar frá 9. s.m. um aðflugslýsingu úr norðri inn á Reykjavíkurflugvöll ásamt skýrslu, dags. nóvember 2003 og bréfi Flugmálastjórnar, dags. 9.12.03. Einnig lagðt fram tölvubréf Flugmálastjórnar, dags. 11.03.05.
Vísað til skipulagsráðs.
7. fundur 2005
Reykjavíkurflugvöllur, aðflugslýsing
Lagt fram að nýju bréf borgarverkfræðings, dags. 16. desember 2003, varðandi erindi Flugmálastjórnar frá 9. s.m. um aðflugslýsingu úr norðri inn á Reykjavíkurflugvöll ásamt skýrslu, dags. nóvember 2003 og bréfi Flugmálastjórnar, dags. 9.12.03.
Frestað.
56. fundur 2005
Reykjavíkurflugvöllur, aðflugslýsing
Lagt fram að nýju bréf borgarverkfræðings, dags. 16. desember 2003, varðandi erindi Flugmálastjórnar frá 9. s.m. um aðflugslýsingu úr norðri inn á Reykjavíkurflugvöll ásamt skýrslu, dags. nóvember 2003 og bréfi Flugmálastjórnar, dags. 9.12.03.
Vísað til Skipulagsráðs
49. fundur 2003
Reykjavíkurflugvöllur, aðflugslýsing
Lagt fram að nýju bréf borgarverkfræðings, dags. 16. desember 2003, varðandi erindi Flugmálastjórnar frá 9. s.m. um aðflugslýsingu úr norðri inn á Reykjavíkurflugvöll ásamt skýrslu, dags. nóvember 2003 og bréfi Flugmálastjórnar, dags. 9.12.03.
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.
48. fundur 2003
Reykjavíkurflugvöllur, aðflugslýsing
Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. 16. desember 2003, varðandi erindi Flugmálastjórnar frá 9. s.m. um aðflugslýsingu úr norðri inn á Reykjavíkurflugvöll.
Vísað til umsagnar umhverfisstjóra.