Steinasel 8

Verknúmer : SN030525

110. fundur 2007
Steinasel 8, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 4. október 2007, vegna kæru á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 30. ágúst 2005 um samþykki fyrir áður gerðri stækkun aukaíbúðar og bílgeymslu í óuppfylltu sökkulrými ásamt leyfi til að byggja við austurhlið fyrstu og annarrar hæðar, reisa þak yfir verönd við suðurhlið annarrar hæðar með hálflokaðri glerhlið að garði og breyta gluggum fyrstu hæðar íbúðarhússins á lóðinni nr. 8 við Steinasel í Reykjavík. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi samþykkt byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 30. ágúst 2005, sem endurnýjuð var 10. október 2006, fyrir áður gerðri stækkun aukaíbúðar og bílgeymslu í óuppfylltu sökkulrými hússins að Steinaseli 8 í Reykjavík ásamt leyfi til þess að byggja við austurhlið fyrstu og annarrar hæðar hússins, reisa þak yfir verönd við suðurhlið annarrar hæðar með hálflokaðri glerhlið að garði og breyta gluggum fyrstu hæðar þess, er felld úr gildi.


79. fundur 2007
Steinasel 8, kæra, umsögn, úrskurður
Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 21. desember 2006, vegna kæru Stefáns Benediktssonar fyrir áður gerðri stækkun aukaíbúðar og bílageymslu í áður óuppfylltu sökkulrými ásamt leyfi til að byggja viðbyggingu við austurhlið 1. og 2. hæðar, reisa þak yfir verönd við suðurhlið 2. hæðar með hálflokaðri glerhlið að garði og breyta gluggum 1. hæðar íbúðarhússins á lóð nr. 8 við Steinasel, sem samþykkt var á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 30. ágúst 2005 og samþykkt í borgarráði þann 1. september 2005.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

141. fundur 2003
Steinasel 8, kæra, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 28. nóvember 2003, ásamt afriti af kæru, dags. 12. nóvember 2003, þar sem kært er vegna synjunar skipulags- og byggingarnefndar frá 15. október 2003 á umsókn um leyfi til breytingar á húsinu á lóð nr. 8 við Steinasel.
Málinu vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.