Sóltún

Verknúmer : SN020098

6. fundur 2005
Sóltún, Ármannsreitur
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 3. febrúar 2005 á bókun skipulagsráðs frá 26. f.m., varðandi deiliskipulag Sóltúns, Ármannsreitar.


3. fundur 2005
Sóltún, Ármannsreitur
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga VA arkitekta að deiliskipulagi reitsins, dags. 27.09.04. Einnig lagt fram bréf Önnu Birnu Jensdóttur f.h. Frumafls hf, dags. 8. september 2004. Málið var í auglýsingu frá 10. nóvember til 22. desember 2004. Athugasemdabréf bárust frá Húsfélaginu Sóltúni 5, dags. 15.12.04, Hildi Gísladóttur og Vilhelm Frímannssyni Miðtúni 90, dags. 21.12.04, Helgu Guðnadóttur og Helga Jenssyni Miðtúni 88, dags. 20.12.04. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24.01.05 og umsögn verkfræðistofu RUT, dags. 21.01.05.
Auglýst tillaga samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


52. fundur 2005
Sóltún, Ármannsreitur
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga VA arkitekta að deiliskipulagi reitsins, dags. 27.09.04. Einnig lagt fram bréf Önnu Birnu Jensdóttur f.h. Frumafls hf, dags. 8. september 2004. Málið var í auglýsingu frá 10. nóvember til 22. desember 2004. Athugasemdabréf bárust frá Húsfélaginu Sóltúni 5, dags. 15.12.04, Hildi Gísladóttur og Vilhelm Frímannssyni Miðtúni 90, Helgu Guðnadóttur og Helga Jenssyni Miðtúni 88, dags. 20.12.04. Einnig lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa dags. 7.01.05 og umsögn verkfræðistofu RUT, dags. 21.01.05.
Vísað til skipulagsráðs.

50. fundur 2005
Sóltún, Ármannsreitur
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga VA arkitekta að deiliskipulagi reitsins, dags. 27.09.04. Einnig lagt fram bréf Önnu Birnu Jensdóttur f.h. Frumafls hf, dags. 8. september 2004. Málið var í auglýsingu frá 10. nóvember til 22. desember 2004. Athugasemdabréf bárust frá Húsfélaginu Sóltúni 5, dags. 15.12.04, Hildi Gísladóttur og Vilhelm Frímannssyni Miðtúni 90, Helgu Guðnadóttur og Helga Jenssyni Miðtúni 88, dags. 20.12.04. Einnig lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa dags. 7.01.05.
Frestað. Athugasemdir kynntar. Hverfisstjóra falið að vinna umsögn um athugasemdir. Óskað er eftir umsögn Verkfræðistofu RUT um gatnatengingar og mögulega innkeyrslu fyrir skólabyggingu um Hátún.

179. fundur 2004
Sóltún, Ármannsreitur
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 21. október 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 13. s.m.
Borgarráð samþykkti erindið með þeirri breytingu að í stað reits undir leik- og grunnskóla verði í skipulaginu gert ráð fyrir reit undir fræðslustofnun, sem nánar verður útfærður í samráði við fræðsluráð.


177. fundur 2004
Sóltún, Ármannsreitur
Lögð fram tillaga VA arkitekta að deiliskipulagi reitsins, dags. 27.09.04. Einnig lagt fram bréf Önnu Birnu Jensdóttur f.h. Frumafls hf, dags. 8. september 2004.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, að höfðu samráði við fasteignastofu varðandi fjölda bílastæða við skóla og leikskóla.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.


176. fundur 2004
Sóltún, Ármannsreitur
Lögð fram tillaga VA arkitekta að deiliskipulagi reitsins, dags. 27.09.04. Einnig lagt fram bréf Önnu Birnu Jensdóttur f.h. Frumafls hf, dags. 8. september 2004.
Frestað til næsta fundar.

36. fundur 2004
Sóltún, Ármannsreitur
Lögð fram tillaga VA arkitekta að deiliskipulagi reitsins, dags. 20.08.04. Einnig lagt fram bréf Önnu Birnu Jensdóttur f.h. Frumafls hf, dags. 8. september 2004.
Frestað. Kynna formanni.

142. fundur 2003
Sóltún, Ármannsreitur
Lagt fram bréf VA arkitekta, dags. 29.11.03, ásamt tillögum að deiliskipulagi merktum A og B, dags. 29.11.03 og C, dags. 14.12.03. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 09.12.03.
Kynnt.

45. fundur 2003
Sóltún, Ármannsreitur
Lagt fram bréf VA arkitekta, dags. 29.11.03, ásamt tillögum A og B, dags. 29.11.03.
Vísað til umsagnar hverfisstjóra.

41. fundur 2003
Sóltún, Ármannsreitur
Lagt fram bréf Kristbjörns Egilssonar, Mánatúni 4, dags. 2. október 2003, varðandi skipulag á lóð Glímufélagsins Ármanns við Sóltún.
Vísað til vinnu við gerð deiliskipulag svæðisins. Bréfritara bent á að hafa samband við embættið vegna málsins.