Eggertsgata, Reitur 1.173.1, Ármúli/Lágmúli, Grafarholt austur, Klausturstígur, Stekkjarbrekkur, Kjalarnes, Esjuberg, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Langholtsvegur 108, Móvað 19, Móvað 23, Móvað 35, Ólafsgeisli 103, Skógarás 20, Smárarimi 63, Þingvað 1, Þingvað 17, Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Borgartún 17, Langholtsvegur 109-115, Laugardalur, Skipulags- og byggingarsvið, Smáragata 13, Sogavegur, Vatnsstígur 3, Öskjuhlíð, Keiluhöll, Úlfarsfell,

Skipulags- og byggingarnefnd

178. fundur 2004

Ár 2004, miðvikudaginn 20. október kl. 09:05, var haldinn 178. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Þorlákur Traustason, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Halldór Guðmundsson og Benedikt Geirsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Helga Bragadóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason, Guðrún Jónsdóttir og Sigríður Kristín Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Margrét Þormar, Nikulás Úlfar Másson, Margrét Leifsdóttir og Ágústa Sveinsbjörnsdóttir. Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 40494 (01.63.4)
1.
Eggertsgata, stúdentagarðar
Lögð fram ódagsett tillaga mælingadeildar að afmörkun lóðar fyrir stúdentagarða við Eggertsgötu.
Afmörkun lóðar samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 20435 (01.17.31)
2.
">Reitur 1.173.1, Laugavegur 56, 58, 58B
Að lokinni kynningu fyrir hagsmunaaðilum er lögð fram að nýju tillaga Tark arkitekta að deiliskipulagi reits 1.173.1, dags. 25.08.04. Kynningin stóð yfir frá 10. til 29. september 2004. Þessir sendu inn athugasemdir: Guðni Stefánsson, Laugavegi 46A, dags. 11.09.04, Aðalheiður Karlsdóttir f.h. Ljóshóla ehf., dags. 20.09.04, María Maríusdóttir húseigandi Laugavegar 58a, dags. 28.09.04. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa um athugasemdir, dags. 13. október 2004.

Björn Ingi Hrafnsson tók sæti á fundinum kl. 9:11
Áheyrnarfulltrúinn Ólafur F. Magnússon tók sæti á fundinum kl. 9:16

Frestað.

Umsókn nr. 40523 (01.26.13)
610283-0399 Vinnustofa Arkitekta ehf
Skólavörðustíg 12 101 Reykjavík
3.
Ármúli/Lágmúli, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Vinnustofu arkitekta ehf, að deiliskipulagi á lóðunum Ármúla 1-3 og Lágmúla 5-9, dags. 14.10.04.
Samþykkt að kynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu.

Umsókn nr. 40231 (04.1)
631190-1469 Byggingafélag námsmanna
Hverfisgötu 105 101 Reykjavík
4.
Grafarholt austur, Klausturstígur,
Lögð fram tillaga Kanon arkitekta að deiliskipulagi svæðis fyrir námsmannaíbúðir við Klausturstíg, dags. 18.10.04.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.


Umsókn nr. 40487
500191-1049 Arkþing ehf
Bolholti 8 105 Reykjavík
5.
Stekkjarbrekkur, deiliskipulag atvinnulóða
Lögð fram tillaga Arkþings, dags. 20.09.04, að deiliskipulagi atvinnulóða á miðsvæði við Vesturlandsveg í Stekkjarbrekkum ásamt drögum skipulagsfulltrúa að greinargerð og skilmálum, dags. 29.09.04, br. 11.10.04. Einnig lagt fram bréf Smáratorgs ehf og Smáragarðs ehf, dags. 04.10.04.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu þegar skipulagsgögn hafa verið lagfærð.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 40518
031238-2699 Hreiðar Anton Aðalsteinsson
Hlíðarvegur 11 200 Kópavogur
6.
Kjalarnes, Esjuberg, Stekkur
Lögð fram umsókn Hreiðars Aðalsteinssonar, dags. 29.09.04, um að gera 1500 fm sérlóð úr landi Stekks á Kjalarnesi. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 19.10.04.
Synjað með vísan til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 30335
7.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 320 frá 19. október 2004.
Jafnframt lagður fram liður nr. 3 frá 5. október 2004.


Umsókn nr. 29943 (01.43.210.5)
020659-7349 Árni Níelsson
Langholtsvegur 108 104 Reykjavík
8.
Langholtsvegur 108, bílskúr
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 31. ágúst 2004, þar sem sótt er um leyfi til að byggja bílskúr úr stálgrind klætt með bárujárni við hliðina á einbýlishúsi á lóð nr. 108 við Langholtsveg, samkv. uppdr. Trausta Leóssonar byggingafræðings, dags. 05.08.04. Samþykki lóðarhafa Sólheima 9 dags. 19. ágúst 2004 fylgir erindinu. Málið var í kynningu frá 15. september til 13. október 2004. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Bílskúr 32,0 ferm. og 83, 2 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 4.493
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Þinglýsa skal yfirlýsingu eigenda Sólheima 9 vegna þakbrúnar á lóðarmörkum.

Salvör Jónsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 30278 (04.77.130.2)
621194-2089 Guðjón Guðmundsson ehf
Víðihlíð 34 105 Reykjavík
9.
Móvað 19, nýbygging
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypt einbýlishús á einni hæð með innbyggðri tvöfaldri bílageymslu á lóðinni nr. 19 við Móvað.
Stærð: Íbúð 199,7 ferm., bílageymsla 40,3 ferm.
Samtals 240,0 ferm. og 948,0 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 51.192
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 30279 (04.77.340.7)
621194-2089 Guðjón Guðmundsson ehf
Víðihlíð 34 105 Reykjavík
10.
Móvað 23, nýbygging
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypt einbýlishús á einni hæð með innbyggðri tvöfaldri bílageymslu á lóðinni nr. 23 við Móvað.
Stærð: Íbúð 199,7 ferm., bílageymsla 40,3 ferm.
Samtals 240,0 ferm. og 948,0 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 51.192
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 30277 (04.77.350.5)
040272-3569 Kári Þór Guðjónsson
Noregur
11.
Móvað 35, nýbygging
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypt einbýlishús á einni hæð með innbyggðri tvöfaldri bílageymslu á lóðinni nr. 35 við Móvað.
Stærð: Íbúð 199,7 ferm., bílageymsla 40,3 ferm.
Samtals 240,0 ferm. og 948,0 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 51.192
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 30283 (04.12.640.5)
150767-5479 Sveinn Arnarson
Gvendargeisli 40 113 Reykjavík
12.
Ólafsgeisli 103, einbýlish. m. innb. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu, einangrað að innan og steinað að utan, á lóð nr. 103 við Ólafsgeisla.
Stærð: Íbúð 1. hæð xxx ferm., 2. hæð 139,1 ferm., bílgeymsla xxx ferm., samtals 276,6 ferm., 823,7 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 44.480
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 30180 (04.38.650.5)
520303-2780 Útgerðarfélag Ólafsvíkur ehf
Ennisbraut 55 355 Ólafsvík
13.
Skógarás 20, einbýlishús nýbygging
Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft einbýlishús úr steinsteypu með áfastri bílgeymslu á efri hæð á lóðinni nr. 20 við Skógarás. Austan við hús verði gerð steinsteypt setlaug.
Stærð: xx
Gjald kr. 5.400 + xx
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 30304 (02.53.460.5)
711202-2420 Halldór Á Halldórsson sf
Maríubaugi 93 113 Reykjavík
14.
Smárarimi 63, einbýlishús m. innb. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 63 við Smárarima.
Stærð: Íbúð 153,2 ferm., bílgeymsla 31,1 ferm., samtals 184,3 ferm., 672,8 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 36.331
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 30310 (04.77.370.1)
691282-0829 Frjálsi fjárfestingarbankinn hf
Ármúla 13a 108 Reykjavík
15.
Þingvað 1, einbýlishús m. innb. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu úr forsteyptum einingum á lóð nr. 1 við Þingvað.
Stærð: Íbúð 203,2 ferm., bílgeymsla 35,1 ferm., samtals 238,3 ferm., 851,1 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 45.959
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 30287 (04.77.380.3)
040667-5639 Jón Ríkharð Kristjánsson
Langabrekka 1 200 Kópavogur
070364-5819 Gyða Kristmannsdóttir
Langabrekka 1 200 Kópavogur
16.
Þingvað 17, einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypt einbýlishús á einni hæð með innbyggðri tvöfaldri bílageymslu á lóðinni nr. 17 við Þingvað.
Stærð: Íbúð 199,7 ferm., bílageymsla 40,3 ferm.
Samtals 240,0 ferm. og 948,0 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 51.192
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 10070
17.
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 15. október 2004.


Umsókn nr. 40514 (01.21.77)
18.
4">Borgartún 17, og 19, sameining lóða
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 7. október 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 29. f.m., varðandi afturköllun sameiningar lóða nr. 17 og 19 við Borgartún.


Umsókn nr. 40450 (01.41.40)
130258-4259 María Jónsdóttir
Langholtsvegur 115 104 Reykjavík
19.
Langholtsvegur 109-115, bílskúrar, málskot
Lagt fram bréf Maríu Jónsdóttur, dags. 5. október 2004, varðandi færslu bílskúra á lóðinni nr. 115 við Langholtsveg.
Neikvætt.

Umsókn nr. 40415 (01.39)
20.
Laugardalur, breytt deiliskipulag austurhluta
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 7. október 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 29. f.m., varðandi auglýsingu á breyttu deiliskipulagi austurhluta Laugardals.


Umsókn nr. 20289
21.
Skipulags- og byggingarsvið, starfsáætlun/fjárhagsáætlun
Lögð fram drög að starfs- og fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs fyrir árið 2005 ásamt 9 mánaða uppgjöri.
Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlista.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 40547 (01.19.73)
22.
Smáragata 13, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarnefndar frá 14. október 2004, varðandi kæru eiganda fasteignarinnar að Smáragötu 13 í Reykjavík á ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur frá 11. desember 2002 um að hafna umsókn kæranda um endurnýjun bílskúrs á greindri fasteign.
Úrskurðarorð:
Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu þeirrar ákvörðunar skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur frá 11. desember 2002, að hafna umsókn kæranda um niðurrif eldri bílskúrs og um byggingu nýs skúrs á lóð hans að Smáragötu 13.


Umsókn nr. 40275
23.
Sogavegur, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 7. október 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 22. f.m., varðandi breytt deiliskipulag Sogavegar.


Umsókn nr. 40409 (01.17.20)
430304-2750 Slétt ehf
Laugavegi 42 101 Reykjavík
041179-3769 Bjarki Hólm
Vatnsstígur 5 101 Reykjavík
24.
Vatnsstígur 3, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 7. október 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 29. f.m., varðandi breytt deiliskipulag á reit 1.172.0 vegna lóðarinnar Laugavegur 31/Vatnsstígur 3.


Umsókn nr. 40397 (01.73.12)
660702-2530 GP-arkitektar ehf
Litlabæjarvör 4 225 Bessastaðir
25.
Öskjuhlíð, Keiluhöll, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 7. október 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 29. f.m., varðandi breytingu á deiliskipulagi á lóð Keiluhallarinnar í Öskjuhlíð.


Umsókn nr. 40010
26.
Úlfarsfell,
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu:
1. Að beðið verði með skipulags Úlfarsfells um óákveðin tíma en þess í stað verði hafist handa við að skipuleggja önnur íbúðasvæði eins og t.d. Geldinganes.
2. Ef ekki verður fallist á þessa tillögu þá er gerð tillaga um að nú þegar verði hafist handa við að skipuleggja umferðartengingar við Úlfarsfell og Stekkjabrekkur.


Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður skipulags- og byggingarnefndar lagði fram svohljóðandi frávísunartillögu:
Eins og fulltrúum í skipulags- og byggingarnefnd er kunnugt hefur verið hægt á áformum um uppbyggingu í Úlfarsárdal vegna mikils fjölda nýbyggðra íbúða á þéttingarsvæðum. Þegar hefur skipulags- og byggingarsviði verið falið að hefja undirbúning að skipulagi Geldingarness en alls ótímabært er að hefja þar uppbyggingu áður en Sundabraut kemur. Varðandi seinni hluta tillögunnar er á það bent að í samræmi við rammaskipulag Úlfarsárdals er í gangi skipulagning umferðartenginga á umræddum svæðum. Tillagan er því óþörf og er vísað frá.

Frávísunartillaga samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlista.