Sóltún, Reitur 1.115.3 - Ellingsen reitur, Reitur 1.152.5, Vesturgata 3, Álftamýri 1-5, Ólafsgeisli 85-93, Kjalarnes, Esjuberg, Gufunes, Laugavegur 29, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Skúlatúnsreitur eystri, Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Reitur 1.220.1 og 2, Vélamiðstöðvarreitur, Skipholtsreitur stgr. 1.250.1, Áætlun um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis,

Skipulags- og byggingarnefnd

176. fundur 2004

Ár 2004, miðvikudaginn 6. október kl. 09:00, var haldinn 176. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Anna Kristinsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Þorlákur Traustason, Guðlaugur Þór Þórðarson, Halldór Guðmundsson, Kristján Guðmundsson og áheyrnarfulltrúinn Sveinn Aðalsteinsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason, Jón Árni Halldórsson og Sigríður Kristín Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Margrét Þormar, Ívar Pálsson, Margrét Leifsdóttir, Þórarinn Þórarinsson og Björn Axelsson. Fundarritari var Helga Björk Laxdal. Þetta gerðist:
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 20098 (01.23)
450400-3510 VA arkitektar ehf
Skólavörðustíg 12 101 Reykjavík
1.
Sóltún, Ármannsreitur
Lögð fram tillaga VA arkitekta að deiliskipulagi reitsins, dags. 27.09.04. Einnig lagt fram bréf Önnu Birnu Jensdóttur f.h. Frumafls hf, dags. 8. september 2004.
Frestað til næsta fundar.

Umsókn nr. 40434 (01.11.53)
2.
Reitur 1.115.3 - Ellingsen reitur, forsögn að reit 1.115.3
Að lokinni forkynningu er lögð fram tillaga VA arkitekta að deiliskipulagi að reit 1.115.3 (Ellingsenreit). Þessir sendu inn athugasemdir: Reykjaprent ehf, dags. 04.09.04 og 13.09.04, Guðjón Bjarnason f.h. Dvergsmíð ehf, Hugsmíð teiknistofu, dags. 06.09.04, Magnús Ingi Erlingsson framkv.stj. Nýju Jórvíkur, dags. 06.09.04 og Gláma-Kím, dags. 6.09.04. Einnig lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa um athugasemdir dags. 6. október 2004.
Samþykkt að kynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu með þeim breytingum sem fram komu á fundinum.

Umsókn nr. 40466 (01.15.25)
3.
Reitur 1.152.5, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Hornsteina dags. 21.09.04, að breytingu á deiliskipulagi reits 1.152.5 í Skuggahverfi vegna lóðarmarka Lindargötu 40, 42, 42b, 44a og b, 46 og Vatnsstíg 12.
Samþykkt, sbr. 4. gr. samþykktar fyrir skipulags- og byggingarnefnd. Ekki talin þörf á grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.

Umsókn nr. 40104 (01.11.361.02)
571284-0149 Teiknistofa Guðr/Kn J arkit sf
Tjarnargötu 4 101 Reykjavík
4.
Vesturgata 3, Framhús, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofu Guðrúnar Jónsdóttur að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 3 við Vesturgötu. Einnig lögð fram umsögn Húsafriðunarnefndar, dags. 24.02.04. Málið var í kynningu frá 2. til 30. mars 2004. Engar athugasemdir bárust. Lagt fram bréf Lagastoðar ehf, dags. 13.09.04.
Samþykkt, sbr. 4. gr. samþykktar fyrir skipulags- og byggingarnefnd.

Umsókn nr. 40396 (01.28.01)
261256-5769 Tryggvi Tryggvason
Smáratún 9 225 Bessastaðir
5.
Álftamýri 1-5, og 7-9, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Tryggva Tryggvasonar arkitekts, dags. 20. júlí 2004, ásamt tillögu, dags. 09.09.04, að breytingu á deiliskipulagi á lóðunum nr. 1-9 við Álftamýri. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 31.08.04 og umsögn Verkfræðistofu, dags. 23.09.04.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.


Umsókn nr. 40502 (04.12.62)
060656-4959 Ása Ásgrímsdóttir
Ólafsgeisli 87 113 Reykjavík
100170-3459 Katrín Anna Guðmundsdóttir
Ólafsgeisli 89 113 Reykjavík
260957-5979 Júlíus Elliðason
Ólafsgeisli 87 113 Reykjavík
6.
Ólafsgeisli 85-93, göngustígar
Lagt fram bréf íbúa í Ólafsgeisla 85-93, dags. 15.09.04, varðandi lagningu göngustíga, sem liggja bak við húsin ásamt undirskriftarlista 12 íbúa við Ólafsgeisla, dags. 15.09.04. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4.10.04.
Tillaga sem fram kemur í umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt með fimm atkvæðum.

Guðlaugur Þór Þórðarson og Kristján Guðmundsson sátu hjá við afgreiðslu málsins og óskuðu bókað:
Við fögnum því að breidd stígsins verði minnkuð um einn metra en teljum að lengra hefði átt að ganga til að koma til móts við sanngjarnar athugasemdir íbúanna.

Fulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:
Mikilvægt er að tryggja góða gönguleið um svæðið og alltaf hefur verið gert ráð fyrir þessum stíg í deiliskipulagi. Fulltrúar Reykjavíkurlista telja að mjög óskynsamlegt sé að fella stíginn niður eins og íbúar nærliggjandi húsa fara fram á m.t.t. hagsmuna allra annarra hverfisbúa.


Umsókn nr. 40431
091064-4139 Kristín Þorleifsdóttir
Langholtsvegur 138 104 Reykjavík
7.
Kjalarnes, Esjuberg, vistvænt þorp
Lagt fram bréf Kristínar Þorleifsdóttur landslagsarkitekts, dags. 13. júlí 2004, varðandi kynningu grunnhugmyndar að vistvænu þorpi að Esjubergi II, Kjalarnesi.
Kynnt.

Óskar Dýrmundur Ólafsson óskaði eftir að bókuð yrði eftirfarandi skrifleg ábending:
Mikilvægt er að Reykjavíkurborg standi myndarlega að vistvænu þorpi að Esjubergi á Kjalarnesi. Ljúka verður sem fyrst við hjóla- og göngustígakerfi og tengingu við grænt stígakerfi borgarinnar um Esjumela. Skoðuð verði 3 stigs hreinsun á skolpi og sérstaklega verði unnið með lífrænan úrgang úr sorpi að öðru leyti. Gerð verði betri grein fyrir félagslega og lýðræðislega þættinum í grunnhugmyndinni og hvernig skipulagið styður slíkt með t.d. sameiginlegri félags- og menningarmiðstöð (þjónustumiðstöð).


Umsókn nr. 30407 (02.0)
8.
Gufunes, útivistarsvæði
Að lokinni auglýsingu er lögð fram forsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16.10.03 og tillaga Landark, dags. 19.01.04, að deiliskipulagi útivistarsvæðis í Gufunesi. Einnig lagðir fram punktar og athugasemdir starfsmanna ÍTR, dags. 30.01.04. Lögð fram bókun umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 24.06.04 ásamt umsögn Umhverfis- og heilbrigðisstofu, dags. 21.06.04. Auglýsingin stóð yfir frá 7. júlí til 18. ágúst 2004. Athugasemdir bárust frá Guðmundi Ágústssyni hdl. f.h. Ökukennarafélags Íslands, dags. 13.08.04 og Atla Árnasyni forstöðumanns frístundamiðstöðvarinnar Gufunesbær, dags. 28.09.04. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og tæknisviðs um athugasemdir, dags. 2. september 2004.
Frestað.

Guðlaugur Þór Þórðarson vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 40437 (01.17.20)
580500-3740 Snóker ehf
Hverfisgötu 49 101 Reykjavík
9.
Laugavegur 29, Hverfisgata 46
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu eru lögð fram bréf byggingarfulltrúa, dags. 18. ágúst og 1. september 2004, varðandi umsókn frá Snóker ehf og Hanastéli ehf, þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta innréttingu í veitingastað á 1. hæð hússins nr. 46 við Hverfisgötu á lóð nr. 29 við Laugveg, samkv. uppdr. 101 Arkitekta, dags. 27.07.04. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25.08.04 og bréf Hanastéls ehf, dags. 31.08.04. Engar athugasemdir bárust.
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 30249
10.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 318 frá 5. október 2004, án liðar nr. 3.


Umsókn nr. 29205 (01.22.010.5)
451198-2549 Höfðaborg ehf
Lynghálsi 4 110 Reykjavík
11.
Skúlatúnsreitur eystri, skrifstofubygging
Sótt er um leyfi til þess að byggja fimm hæða steinsteypta skrifstofubyggingu meðfram Borgartúni ásamt bílakjallara á tveimur hæðum sem fyrsta áfanga í uppbyggingu Skúlatúnsreits eystri.
Brunahönnun verkfræðistofu Snorra Ingimundarsonar dags. 5. apríl 2004, endurskoðuð 24. ágúst 2004 fylgir erindinu.
Stærð: xx
Gjald kr. 5.400 + xx
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 10070
12.
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 24. september og 1. október 2004.


Umsókn nr. 40250 (01.22.01)
691195-2369 PK-hönnun sf
Lynghálsi 4 110 Reykjavík
13.
Reitur 1.220.1 og 2, Vélamiðstöðvarreitur, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um bókun borgarráðs 23.09.04 á samþykkt skipulags- og byggingarnefndar frá 22.09.04 varðandi auglýsingu á breyttu deiliskipulagi á reitum 1.220.1 og 1.220.2, Vélamiðstöðvarreit (Skúlatúnsreit eystri). Borgarráð samþykkti erindið.


Umsókn nr. 30379 (01.25.01)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
14.
Skipholtsreitur stgr. 1.250.1, kæra
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 28.09.04, varðandi kæru Skipholts ehf., dags. 11.12.02, á samþykkt skipulags- og byggingarnefndar frá 24.04.02 um breytingu deiliskipulags við Skipholt. Úrskurðarorð: Kröfu kæranda um hækkað nýtingarhlutfall á lóð hans að Skipholti 25 í Reykjavík er vísað frá úrskurðarnefndinni. Kröfu kæranda um ógildingu deiliskipulags fyrir svonefndan Skipholtsreit, sem samþykkt var í borgarráði Reykjavíkur hinn 12. nóvember 2002, er hafnað.


Umsókn nr. 40522
15.
Áætlun um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis,
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs dags. 6. október 2004, um áætlun um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík 2004-2006 þéttingarsvæði / ný svæði sbr. meðfylgjandi töflur.