Bleikjukvísl 10, Steinasel 8, Suðurgata 4, Skútuvogur 2, Skútuvogur 14-16, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Hjallavegur 20, Lindargata 50, Rauðavað 1-11, 13-25, Sólvallagata 33, Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Viðarás 85,

Skipulags- og byggingarnefnd

170. fundur 2004

Ár 2004, miðvikudaginn 18. ágúst kl. 09:05, var haldinn 170. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Björn Ingi Hrafnsson, Þorlákur Traustason, Guðlaugur Þór Þórðarson, Kristján Guðmundsson, Halldór Guðmundsson og áheyrnarfulltrúinn Sveinn Aðalsteinsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Helga Bragadóttir, Ágúst Jónsson, Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir og Sigríður Kristín Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Margrét Leifsdóttir. Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 40134 (04.23.54)
670201-2010 Lagaval ehf
Skeifunni 11a 108 Reykjavík
1.
Bleikjukvísl 10, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skipulagsfulltrúa, dags. 15. mars 2004, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 10 við Bleikjukvísl. Málið var í auglýsingu 2.04.04 - 14.05.04. Athugasemdarbréf barst frá lögmannsstofunni Skeifunni, dags. 14.05.04. Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 26.07.04.
Auglýst tillaga samþykkt með vísan til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 40123 (04.92.43)
701299-3299 Arkinn ehf
Klapparstíg 16 101 Reykjavík
2.
Steinasel 8, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram tillaga Teiknistofunnar Arkinn ehf. dags. 09.06.04, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 8 við Steinasel. Grenndarkynning stóð yfir frá 16. júní til 16. júlí 2004. Athugasemdarbréf barst frá Stefáni Benediktssyni Skagaseli 11, dags. 6.07.04. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13.08.04.
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Umsókn nr. 40383 (01.16.11)
050341-4969 Jósefína Lára Lárusdóttir
Árskógur 270 Mosfellsbær
101157-3859 Guðjón Pedersen
Suðurgata 4 101 Reykjavík
3.
Suðurgata 4, (fsp) bílastæði
Lögð fram fyrirspurn Láru Lárusdóttur og Guðjóns Pedesen, dags. 13.07.04, ásamt bréfi, dags. 06.07.04, varðandi bílastæði vestan við húsið að Suðurgötu 4. Einnig lögð fram umsögn Verkfræðistofu, dags. 3.08.04 og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11.08.04.
Samþykkt að unnin verði tillaga að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirspurn.

Umsókn nr. 30439 (01.42.06)
540102-5890 Verkfræðiþ Guðm G. Þórarins ehf
Rauðagerði 59 108 Reykjavík
4.
Skútuvogur 2, bíla- og aðkomuplan
Lögð fram bréf framkvæmdastjóra Barðans ehf, dags. 06.08.04 og 11.08.04, varðandi bílastæðapall við Skútuvog 2. Einnig lögð fram umsögn borgarverkfræðings, dags. 12.08.04.
Samþykkt með fimm atkvæðum að umsækjandi láti á eigin kostnað vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við umsögn borgarverkfræðings að höfðu samráði við skipulags- og byggingarsviðs sem kynnt verður fyrir hagsmunaðilum þegar hún berst.

Óskar Dýrmundur Ólafsson greiddi atkvæði gegn tillögunni.
Þorlákur Traustason sat hjá við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 40382 (01.42.64)
520171-0299 Húsasmiðjan hf
Súðarvogi 3-5 104 Reykjavík
5.
Skútuvogur 14-16, Húsasmiðjan-Blómaval
Lagt fram bréf Húsasmiðjunnar hf, dags. 12. júlí 2004, varðandi verslun fyrir starfsemi Blómavals á lóðinni Skútuvogur 14, samkv. uppdr. Arkís ehf, dags. í júní 2004.
Frestað.
Vísað til umsagnar hafnarstjórnar.


Umsókn nr. 29956
6.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 311 frá 17. ágúst 2004.


Umsókn nr. 29843 (01.35.311.6)
270845-4959 Viðar Þormóðsson
Hófgerði 2 200 Kópavogur
010809-3989 Ágústa Guðmundsdóttir
Hjallavegur 20
7.
Hjallavegur 20, garðskáli o.fl.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 5.8.04, Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum garðskála við bílskúr og áður gerðum breytingum á innra fyrirkomulagi í kjallara hússins á lóðinni nr. 20 við Hjallaveg. Einnig lagðir fram uppdrættir Trausta Leóssonar dags. 01.07.04 ásamt samþykki eigenda Hjallavegar 22 og 24.
Stærð: Stækkun garðskáli (matshl. 02) 10,2 ferm. og 22,1 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 1193
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Salvör Jónsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 27541 (01.15.320.1)
040937-4129 Magnea Sigurbergsdóttir
Lindargata 50 101 Reykjavík
8.
Lindargata 50, byggja yfir svalir o.fl.
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 27. júlí 2004, þar sem sótt er um samþykki fyrir núverandi herbergjaskipan á öllum hæðum, fyrir áður gerðri stækkun kjallara og leyfi til þess að byggja til vesturs við herbergi á þriðju hæð matshluta 01 yfir hluta núverandi svala íbúðarhússins (matshluta 01) á lóð nr. 50 við Lindargötu, samkv. uppdr. Sverris Norðfjörð, dags. í febr. ´03, síðast breytt 30.06.04. Engar athugasemdir bárust.
Samþykki meðlóðarhafa (á teikningu) og umsögn Árbæjarsafns dags. 24. júní 2004 fylgja erindinu.
Stærð: Áður gerð stækkun kjallara 5,2 ferm., 13,5 rúmm., stækkun 3. hæðar 7 ferm., 17,5 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 1.674
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 29928 (04.77.300.1)
610593-2919 Lindarvatn ehf
Borgartúni 31 105 Reykjavík
691282-0829 Frjálsi fjárfestingarbankinn hf
Ármúla 13a 108 Reykjavík
9.
Rauðavað 1-11, 13-25, sameining bílageymslu.
Sótt er um leyfi fyrir sameiginlegri bílgeymslu fyrir lóðirnar nr. 1-25 við Rauðavað ásamt bílastæðum á þaki bílgeymslu.
Stærðir: xx
Gjald kr. 5.400 + xx
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 29756 (01.13.910.8)
300954-2949 Dögg Káradóttir
Sólvallagata 33 101 Reykjavík
10.
Sólvallagata 33, svalir og fl.
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 6. júlí 2004, þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta gluggum til upprunalegs horfs og byggja svalir að suðvesturhlið hússins á lóðinni nr. 33 við Sólvallagötu, samkv. uppdr. Þorsteins Geirharðssonar arkitekts, dags. 05.06.04.
Jafnframt eru stærðir hússins leiðréttar í samræmi við mælingu á staðnum.
Samþykki meðeigenda og nágranna Sólvallagötu 31og Sólvallagötu 35 dags. í júní 2004 fylgir erindinu.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. maí 2003 (v. fyrirspurnar) fylgir erindinu. Grenndarkynning stóð yfir frá 14. júlí til 11. ágúst 2004. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Stækkun v. uppmælingar 7,3 ferm. og 17,1 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 923
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 10070
11.
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 6. og 16. ágúst 2004.


Umsókn nr. 30284 (04.38.75)
040160-4939 Gyða Jónsdóttir
Viðarás 85 110 Reykjavík
12.
Viðarás 85, lóð í fóstur
Lögð fram bréf Gyðu Jónsdóttur og Þorgríms Hallgrímssonar, Viðarási 85, dags. 12.12.03 og 29.03.04, þar sem óskað er eftir að tekið verði upp aftur mál um beiðni um land í fóstur austan við húsið að Viðarási 85. Einnig lögð fram umsögn lögfræði- og stjórnsýslu, dags. 5.06.04. Ennfremur lagt fram bréf Gyðu Jónsdóttur og Þorgríms Hallgrímssonar, Viðarási 85, dags. 24.06.04.
Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 17.08.04.
Samþykkt að minnka spilduna í 270 fermetra (9x30) í samræmi við umsögn lögfræði og stjórnsýslu.
Vísað til borgarráðs.