Stekkjarbakki 2, Staldrið,

Skipulags- og byggingarnefnd

167. fundur 2004

Ár 2004, miðvikudaginn 14. júlí kl. 9:20, var haldinn 167. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Anna Kristinsdóttir, Guðmundur Haraldsson, Þorlákur Traustason, Dagur B. Eggertsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Kristján Guðmundsson, Halldór Guðmundsson og áheyrnarfulltrúinn Sveinn Aðalsteinsson. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 40217 (04.60.20)
1.
Stekkjarbakki 2, Staldrið,
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skipulagsfulltrúa, dags.20.04.2004 að breytingu á deiliskipulagi á lóð Staldursins, nr. 2 við Stekkjarbakka. Einnig lagt fram bréf Olíuverslunar Íslands, dags. 17. mars 2004, varðandi leyfi fyrir sjálfsafgreiðslustöð á lóð Staldursins að Stekkjarbakka 2. Auglýsing stóð yfir frá 12. maí til 23. júní 2004. Athugasemdarbréf barst frá Steindóri Einarssyni og Dóru M. Gylfadóttur, dags. 14.06.04. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 2. júlí 2004.
Samþykkt með 4 atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlista.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði á móti tillögunni og óskuðu bókað:

Hér er á ferðinni skrýtið mál. Byggingarleyfi var gefið út fyrir Olíufélagið Essó/ Staldrið án þess að farið væri eftir samþykkt borgarráðs um bensínstöðva- og bensínsölulóðir. Í niðurstöðum starfshóps skipulags- og byggingarsviðs frá október 2003 kemur fram:
"Þegar miðað er við bakland bensínstöðva þ.e. fjölda íbúa að baki hverrar stöðvar telur starfshópurinn að nægilega margar bensínstöðvar séu í þegar byggðum hverfum í Reykjavík og að bensínstöðvum í borginni í þegar byggðum hverfum eigi ekki að fjölga nema að bensínstöð sem sem nú er í rekstri verði lögð niður á móti. Þó getur komið til álita að veita nýjum aðilum tækifæri á markaði með nýjum stöðvum ef ástæða þykir að efla samkeppni eða bæta þjónustu."

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka undir með starfshópnum og lýsa áhyggjum sínum yfir fordæmisgildi þessarar ákvörðunar en engin ástæða er til að fjölga bensínstöðvum í byggðum hverfum borgarinnar nema til að auka samkeppni. Það er orðin regla að Reykjavíkurborg brjóti eigin reglur og spurningin er hverjir eigi að fara eftir þeim.
Vísað til borgarráðs.