Sogamýri/Markarholt, Háskóli Íslands, Háskóli Íslands, Halla- og Hamrahlíðarlönd, Úlfarsárdalur, Jaðarsel, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Bjarkargata 10, Fiskislóð 40, Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Garðsstaðir 52, Naustabryggja 36-52, Útilistaverk, Hjólreiðastefna,

Skipulags- og byggingarnefnd

164. fundur 2004

Ár 2004, miðvikudaginn 16. júní kl. 09:05, var haldinn 164. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Anna Kristinsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Björn Ingi Hrafnsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Kristján Guðmundsson og áheyrnarfulltrúinn Sveinn Aðalsteinsson Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Helga Bragadóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Þórhildur Lilja Ólafsdóttir, Ólafur Bjarnason og Sigríður Kristín Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Margrét Leifsdóttir, Margrét Þormar og Björn Axelsson. Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 40309 (01.47.1)
1.
Sogamýri/Markarholt, breyting á aðalskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að breytingu á aðalskipulagi í Sogamýri, dags. 20. janúar 2004. Einnig lagt fram bréf Markarholts, dags. 20. janúar 2004. Málið var í auglýsingu frá 31. mars til 12. maí 2004. Athugasemdabréf barst frá Viðari Guðjohnsen og Margréti Júlíusdóttur, Mörkinni 8, dags. 19.04.04, Boðeind Mörkinni 6, dags. 11.05.04 og undirskriftalisti með 13 nöfnum, dags. 6.05.04. Ennfremur lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 17.05.04 og minnispunktar frá íbúafundi um skipulagsmál í Sogamýri þann 08.06.04.
Auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlista.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 40318 (01.6)
2.
Háskóli Íslands, deiliskipulag vestan Suðurgötu
Lagt fram að nýju bréf háskólarektors, dags. 7.06.04 ásamt breyttri deiliskipulagstillögu Teiknistofu Gylfa Guðjónssonar og félaga. Einnig lögð fram húsakönnun dags. 15.06.04.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu að deilskipulagi.
Vísað til borgarráðs og kynningar í hverfisráð vesturbæjar.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.


Umsókn nr. 40321 (01.6)
3.
Háskóli Íslands, breytt deiliskipulag austan Suðurgötu
Lagt fram að nýju bréf háskólarektors, dags. 7.06.04 ásamt deiliskipulagstillögu Teiknistofu Gylfa Guðjónssonar og félaga, dags. 10.03.04.
Skipulags- og byggingarnefnd er jákvæð gagnvart tillögunni.

Umsókn nr. 40157
4.
Halla- og Hamrahlíðarlönd, deiliskipulag
Lögð fram deiliskipulagstillaga og skilmálar Björns Ólafs og VA arkitekta, dags. júní 2004, að deiliskipulagi íbúðahverfis í Úlfarsfelli. Einnig lögð fram bókun umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 13.05.04.
Samþykkt með 4 atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlista að auglýsa framlagða tillögu þegar skipulagsgögn hafa verið lagfærð.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði gegn deiliskipulagstillögunni og óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka þá afstöðu sína að það væri bæði skynsamlegra og hagkvæmara að hefja skipulag og uppbyggingu íbúðahverfis á Geldinganesi áður en hafin er uppbygging í hlíðum Úlfarsfells.
Fyrirliggjandi tillaga að deiliskipulagi Halla-, Hamrahlíðarlanda og suðurhlíða Úlfarsfells er ófullnægjandi vegna nokkurra mikilvægra þátta. Þar skiptir mestu að tillagan er í litlu samræmi við búsetuóskir og búsetuþarfir borgarbúa, eins og þær hafa t.d. birst í könnun borgaryfirvalda. Til þess er byggðin og þétt, enda lagt upp úr því að umrætt hverfi verði byggt í svipuðum þéttleika og á miðborgarsvæðum eins og Þingholtum, Norðurmýri og Skólavörðuholti. Sá þéttþeiki í hverfi utan miðborgarsvæðis er ekki í samræmi við óskir um gæði sem fólk leitar eftir í slíkum hverfum. Hlutfall ólíkra húsa- og íbúðagerða er heldur ekki í samræmi við framkomnar óskir Reykvíkinga. Þannig eru íbúðir í fjölbýli 65 % íbúða á svæðinu, einbýli aðeins um 6%, sem kemur með engum hætti til móts við óskir íbúa um stóraukið framboð slíkra eigna. Umferðar- bílastæða og samgöngumál virðast þar að auki ekki full leyst. Þetta á ekki hvað síst við um kröfur um bílastæði, sameiginleg stæði í hverfinu og vegtengingu við önnur svæði. Upplýst hefur verið að gert er ráð fyrir fjórum akreinum fyrir Hallsveg í gegnum Grafarvoginn. Það þýðir að hverfið verði skorið í tvennt með hraðbraut, slíkt er ekki ásættanlegt. Lausnir varðandi hljóðvist eru einnig óljósar, þó vitað sé að það geti orðið nokkuð vandamál á þessu svæði. Skilmálar um hönnun húsa, byggingarefni, liti, áferð o.fl. eru að auki afar þröngir og mun þrengri en svo að þá sé hægt að réttlæta með því einu að tryggja verði heildaryfirbragð hverfisins. Reynsla hins opinbera af því að ákveða liti fyrir íbúa á hús þeirra um alla framtíð er ekki góð og ekki til eftirbreytni.
Nauðsynleg forsenda fyrir góðu skipulagi íbúðasvæðis er gott íþróttasvæði. Íþróttafélaginu hefur verið gefið fyrirheit um framtíðaraðstöðu á svæðinu. Í gangi er vinna á milli íþróttafélagsins og borgarinnar um íþróttasvæði í Úlfarsfelli. Mikilvægt er að niðurstaða úr þeirri vinnu liggi fyrir og verði notuð sem forsenda í skipulaginu.
Umhverfisstefna borgarinnar gerir ráð fyrir 100 - 250 metra helgunarsvæði frá bökkum Úlfarsár. Þegar sú stefna var samþykkti í byrjun árs 2001 var gert ráð fyrir að þær ár sem að liggja í gegnum aðliggjandi sveitarfélög verði friðlýst samkvæmt náttúruverndarlögum og þau lýst fólkvangar. Staðfestri borgarvernd átti að koma á helgunarsvæði þeirra áa sem liggja í gegnum Reykjavíkurborg. Það er ljóst að allar yfirlýsingar formanns skipulags- og byggingarnefndar um að nefndin hafi lagt til að íþróttamannvirki yrðu innan helgunarsvæðis standast ekki og er í raun fráleitt að halda því fram. Það liggur því fyrir að núverandi hugmyndir eru ekki í samræmi við umhverfisstefnu Reykjavíkurborgar. Í umhverfisstefnu Reykjavíkurborgar er m.a. gert ráð fyrir að " ...umhverfi árinnar verði skipulagt heildstætt sem útivistarsvæði á árinu 2001 og gönguleiðir og útivistarmöguleikar lagaðir að hagsmunum árinnar." " Flokkun og markmiðsetningu fyrir ána verði lokið á árinu 2002." Mannvirki vegna vatnstöku Áburðarverksmiðjunnar verði fjarlægð hið fyrsta o.s.frv.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja til að:
1. Lokið verði við að semja við íþróttafélagið Fram um framtíðaraðstöðu og það samkomulag notað sem forsenda fyrir skipulaginu.
2. Umhverfisstefna Reykjavíkurborgar verði virt og 100-250 metra helgunarsvæði Úlfarsár afmarkað í skipulaginu.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja fyrirliggjandi tillögur því ekki fullnægjandi og hvetja fulltrúa Reykjavíkurlistans til að endurskoða þær ákvarðanir sem liggja til grundvallar áður en skipulagið er sent í auglýsingu og forsögn vegna Úlfarsárdalsins samþykkt.

Fulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti á fundi sínum 18. september 2000 að undirbúa skipulagsvinnu fyrir nýtt hverfi í Reykjavík, Suðurhlíðar Úlfarsfells. Í kjölfarið var skipaður vinnuhópur sem m.a. var skipaður fulltrúum Reykjavíkurlista og Sjálfstæðisflokks. Mikil eindregni ríkti í vinnuhópnum og komst hann sameiginlega að þeirri niðurstöðu að velja tillögu VA arkitekta og Björns Ólafssonar. Í niðurstöðu sagði m.a. að lögð væri áhersla á að skapa fjölbreytt og lifandi borgarumhverfi en ein af meginforsendum þess eru þéttleiki og blönduð nýting. Lagning Sundabrautar er forsenda byggðar á Geldinganesi og því er það ábyrgðarlaust að leggja fram tillögu um að fresta uppbyggingu í Úlfarsfelli, nema Sjálfstæðismenn vilji sérstaklega stefna að lóðarskorti. Varðandi fullyrðingar um þéttleika byggðar og yfirbragð skal á það bent að hlutfall sérbýlis er um 35% og í yfirbragði og þéttleika er tekið mið af mörgum góðum hverfum í borginni svo sem Hlíðum og Norðurmýri. Aukin heldur hefur í skipulaginu verið lögð áhersla á að fleiri en færri hafi tækifæri til að njóta búsetu í skjólgóðum suðurhlíðum í nálægð við náttúrulegt umhverfi.
Skilmálar lúta að því að skapa fallegt heildaryfirbragð og eru hverfi eins og Bryggjuhverfi og Grafarholt auk nýrra hverfa í nágrannasveitarfélögum s.s. Garðabæ dæmi um slíkt. Fullyrðingar um að umhverfisstefna borgarinnar sé ekki virt er vísað algerlega á bug. Í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 segir orðrétt í kafla 3.1.13 vötn og sjór:" Gera má þó ráð fyrir mannvirkjum sem tengjast notkun svæðanna til útivistar innan 100 m frá bökkum áa og vatna og innan 20 m frá sjó."
Að auki heyrir áin undir hverfisvernd og í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 segir að allri mannvirkjagerð á hverfisverndarsvæðum skuli haldið í lágmarki. Nú hefur verið unnin forsögn að útisvistarsvæðinu sem tekur mið af þessu enda hefur umhverfis- og heilbrigðisnefnd samþykkt skipulagið fyrir sitt leyti.
Að lokum er því fagnað að nú skuli vera tilbúinn fyrsti áfangi að nýju hverfi í Reykjavík, sem verður rúmlega 20 þúsund manna byggð fullbyggt. Leitt er að sjá afstöðu Sjálfstæðismanna til hverfisins og þær úrtöluraddir sem þeir hafa uppi.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Sjálfstæðismenn í nefndinni ítreka þá afstöðu sína að þessi mál séu hvorki tæk til auglýsingar eða afgreiðslu. Útúrsnúningur fulltrúa Reykjavíkurlista vegna þeirrar afstöðu er óskiljanlegur og vart svaraverður enda ber meirihlutinn alla ábyrgð á viðvarandi lóðarskorti í Reykjavík og óafsakanlegum töfum vegna Sundabrautar.
Endanlega hefur verið staðfest að umhverfisstefna Reykjavíkurborgar er dautt plagg í augum Reykjavíkurlistans en athygli vekur að formaður skipulags- og byggingarnefndar var í þeim starfshópi sem samdi þá stefnu er samþykkt var árið 2001 og kynnt með miklum lúðrablæstri. Í greinargerð með samþykktri stefnu í umhverfismálum segir á bls. 4: "Þá gera tillögur nefndarinnar ráð fyrir því að umhverfis vatnasvæðin verði markað 100-250 metra helgunarsvæði og það verndað fyrir lífríki vatnasvæðanna og til útivistar fyrir almenning. Á þessum svæðum yrðu með svipuðum hætti og á vatnsverndarsvæðum höfuðborgarsvæðisins, strangari umgengnisreglur en almennt gerist og ekki yrði gert ráð fyrir frekari uppbyggingu mannvirkja sem ekki tengjast með beinum hætti náttúruvernd og útivist."

Fulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:
Hér er ekki um útúrsnúning að ræða heldur blákaldar staðreyndir. Fulltrúar sem leggja til að fresta uppbyggingu á nýbyggingarsvæðum í suðurhlíðum Úlfarsfells án þess að annað komi í staðinn hljóta að stefna að lóðaskorti. Sú staðreynd liggur fyrir að óraunhæft er að fara í uppbyggingu í Geldinganesi án þess að til komi Sundabraut, eins og Sjálfstæðismenn vilja. Seinni hluti bókunarinnar staðfesti það sem áður hefur verið sagt og furðulegt að menn reyni að snúa útúr með þessum hætti þar stendur skýrum stöfum "...mannvirkjum sem tengjast útivist." Í forsögn að útivistarsvæðinu í dalnum er einmitt gert ráð fyrir að flétta saman útivist og íþróttamöguleika. Hér er því um misskilning fulltrúa Sjálfstæðisflokks að ræða enda munu menn gæta að umhverfi árinnar í samræmi við Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024 þó aðstaða til útisvistar- og íþróttaiðkunnar verði tryggð.

Fulltrúar Sjáflstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað, bæði í skipulags- og byggingarnefnd og í borgarstjórn, lagt fram tillögur um að hefja strax uppbyggingu íbúðahverfis í Geldinganes. Sú umræða er þekkt og því vekur bókun Reykjavíkurlistans undrun. Afstaða Sjálfstæðismanna til þeirrar deiliskipulagstillögu sem nú er lögð fram um hlíðar Úlfarsfells ræðst af fyrirkomulagi byggðarinnar, vegtengingum, umhverfisþáttum og fleiru sem tíundað er málefnalega í fyrstu bókun okkar.
Í tilvitnaðri greinargerð segir skýrum stöfum:"Á þessum svæðum yrðu með svipuðum hætti og á vatnsverndarsvæðum höfuðborgarsvæðisins, strangari umgengnisreglur en almennt gerist og ekki yrði gert ráð fyrir frekari uppbyggingu mannvirkja sem ekki tengjast með beinum hætti náttúruvernd og útivist." Ekkert er minnst á skipulögð íþróttamannvirki þar eða annars staðar og fráleitt að halda því fram að þau rúmist undir mannvirkjum sem tengjast með beinum hætti náttúruvernd og útivist.
Þetta eru blákaldar staðreyndir málsins.


Umsókn nr. 30406 (02.6)
5.
Úlfarsárdalur, deiliskipulag
Lögð fram forsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. janúar 2004, að deiliskipulagi útivistarsvæðis í Úlfarsárdal ásamt bókun umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 13. maí 2004 ásamt umsögn. Einnig lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa dags. 16. júní 2004 að breytingu á grein 6.3.3 í forsögn.
Forsögn samþykkt með 4 atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlista með þeim breytingum sem fram koma í tillögu skipulagsfulltrúa.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði gegn erindinu og óskuðu bókað:
Við vísum til bókana okkar í máli 4, Halla- og Hamrahlíðarlönd deiliskipulag, í fundargerð þessari.

Fulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:
Við vísum til bókana okkar í máli 4, Halla- og Hamrahlíðarlönd deiliskipulag, í fundargerð þessari.


Umsókn nr. 20290 (04.9)
610102-2980 Hús og skipulag ehf
Bolholti 8 105 Reykjavík
6.
Jaðarsel, Klyfjasel, Lækjarsel
Lögð fram drög að tillögu Húss og skipulags, dags. 15.06.04, að deiliskipulagi íbúðarsvæðis við Jaðarsel, milli Klyfjasels og Lækjarsels.
Skipulagsráðgjafi, Hildigunnur Haraldsdóttir, kynnti.

Umsókn nr. 29637
7.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 302 frá 15. júní 2004.


Umsókn nr. 29180 (01.14.311.2)
181043-4669 Friðrik Klemenz Sophusson
Bjarkargata 10 101 Reykjavík
130852-2389 Sigríður Dúna Kristmundsdóttir
Bjarkargata 10 101 Reykjavík
8.
Bjarkargata 10, hækka þak o.fl.
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 4. maí 2004, þar sem sótt er um leyfi til þess að hækka og breyta þaki, koma fyrir gluggum á suðurhlið og innrétta vinnustofu í bílskúr (matshl. 70) á lóðinni nr. 10 við Bjarkargötu skv. uppdr. Guðmundar Gunnlaugssonar ark., dags. 20.04.04.
Jafnframt er sótt um leyfi til þess að lagfæra steyptar tröppur á norðurhlið matshl. 01 á lóðinni. Samþykki meðlóðarhafa dags. 25. mars 2004 fylgir erindinu.
Þinglýst samþykki nágranna, Bjarkargötu 8, innfært 3. maí 2004 fylgir erindinu. Málið var í kynningu frá 11. maí til 9. júní 2004. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Stækkun vegna hækkunar á þaki 19,7 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 1.064
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 29618
580302-3860 Fráveita Reykjavíkur
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
9.
Fiskislóð 40, dælustöð
Sótt er um leyfi til að byggja skólpdælustöð á lóðinni nr. 40 við Fiskislóð. Dælustöðin verði byggð úr steinsteypu með steinahleðslu utan um hluta þeirra mannvirkja sem eru ofanjarðar.
Stærð: xx
Gjald kr. 5.400 + xx
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði og skipulagsferli lokið.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 10070
10.
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 4. júní 2004.


Umsókn nr. 29636 (02.42.710.5)
11.
Garðsstaðir 52, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa, dags. 14. júní 2004 þar sem gerð er tillaga um tímafresti og beitingu dagsekta til þess að knýja á um verklok á lóðinni nr. 52 við Garðstaði.
Samþykkt með sex atkvæðum að veita lóðarhafa 10 daga frest frá dagsetningu bréfs þar um til að tjá sig um tillögu byggingarfulltrúa.

Kristján Guðmundsson sat hjá við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 40333 (04.02.42)
201138-2489 Guðjón Petersen
Naustabryggja 54 110 Reykjavík
12.
Naustabryggja 36-52, v/Naustabryggju 54
Lagður fram tölvupóstur Húsfélagsins Naustabryggju 54, dags. 24.05.04, varðandi fyrirkomulag bílastæða á sameiginlegum lóðum Naustabryggju 36-52.
Ekki gerð athugasemd við erindið komist lóðarhafar að samkomulagi um málið.

Umsókn nr. 40337
521280-0269 Listasafn Reykjavíkur
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
13.
Útilistaverk, "Friðarsteinn frá Hiroshima"
Lagt fram bréf Listasafns Reykjavíkur, dags. 9. júní 2004, varðandi staðsetningu útilistaverksins "Friðarsteinn frá Hiroshima" við suðvestur horn Tjarnarinnar.
Ekki er gerð athugasemd við staðsetningu verksins.

Umsókn nr. 40315
14.
Hjólreiðastefna, tilnefning fulltrúa
Lögð fram bókun samgöngunefndar frá 13.05.04 um starfshóp vegna hjólreiðastefnu. Óskað hefur verið eftir tilnefningu skipulags- og byggingarnefndar.
Samþykkt að tilnefna Steinunni Valdísi Óskarsdóttir í starfshópinn.