Austurstræti 17, Einarsnes 60-64a, Mýrargötusvæði, Óðinsgata 8b, Grafarholt, Maríubaugur 1, Ingunnarskóli, Hlemmur og nágrenni, Halla- og Hamrahlíðarlönd, Úlfarsárdalur, Ferjuvogur 2, Vogaskóli, Háskóli Íslands, Háskóli Íslands, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Njálsgata 15A, Nýlendugata 10, Vesturbrún 22, Grandagarður 8, Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Hjólreiðastefna, Norðlingaholt, Rimaskóli, Starengi, íbúðir námsmanna, Viðarás 85,

Skipulags- og byggingarnefnd

162. fundur 2004

Ár 2004, miðvikudaginn 9. júní kl. 9:05, var haldinn 162. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Anna Kristinsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Kristján Guðmundsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Ólafur F. Magnússon. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Helga Bragadóttir, Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir, Bjarni Þór Jónsson, Ágúst Jónsson og Magdalena M. Hermannsdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Björn Axelsson. Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 40320 (01.14.03)
1.
Austurstræti 17, deiliskipulag
Að lokinni grenndarkynningu eru lagðir fram uppdr. M3 arkitekta að deiliskipulagsbreytingu, dags. 7.05.04.
Jafnframt er sótt um samþykki fyrir núverandi innra fyrirkomulagi á efri hæðum hússins. Engar athugasemdir bárust. Samþykki hagsmunaaðila, dags. 26.05.04 lagt fram.


Samþykkt, sbr. 4. gr. samþykktar fyrir skipulags- og byggingarnefnd.

Umsókn nr. 40241 (01.67)
121247-3489 Hjörleifur Stefánsson
Fjölnisvegur 12 101 Reykjavík
2.
Einarsnes 60-64a, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Hjörleifs Stefánssonar arkitekts, dags. 22. apríl 2004, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 60 við Einarsnes. Málið var í kynningu frá 5. maí til 2. júní 2004. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt, sbr. 4. gr. samþykktar fyrir skipulags- og byggingarnefnd.

Umsókn nr. 40082 (01.13)
3.
Mýrargötusvæði, breyting á aðalskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að breytingu á aðalskipulagi Mýrargötusvæðis, dags. 23.02.04. Einnig lögð fram umsögn hafnarstjórnar frá 8. þ.m. sbr. bréf hafnarstjóra, dags. s.d. Málið var í auglýsingu frá 16. apríl til 28. maí 2004. Engar athugasemdir bárust.
Auglýst tillaga samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 40244 (01.18.03)
531200-3140 Teiknistofa ark Gylfi G/fél ehf
Skólavörðustíg 3 101 Reykjavík
4.
Óðinsgata 8b, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofu arkitekta, dags. 27.04.04, að breytingu á deiliskipulagi varðandi hækkun á nýtingahlutfalli á lóðinni nr. 8b við Óðinsgötu skv. uppdr. dags. 22.04.04. Málið var í kynningu frá 5. maí til 2. júní 2004. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt, sbr. 4. gr. samþykktar fyrir skipulags- og byggingarnefnd.

Umsókn nr. 40181 (04.1)
080657-7819 Gunnlaugur Johnson
Lágholtsvegur 10 107 Reykjavík
5.
Grafarholt, v/Vínlandsleið 1, breytingu á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Gunnlaugs Ó. Johnson arkitekts, dags. 27.05.04 ásamt tillögu að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 1 við Vínlandsleið, dags. 24.05.04.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.


Umsókn nr. 40306 (04.13.21)
6.
Maríubaugur 1, Ingunnarskóli, afnot af landi O.R.
Lagt fram bréf og uppdráttur Landmótunar, dags. 24.05.04, vegna hönnunar skólalóðar Ingunnarskóla í Grafarholti varðandi afnot af landi inn á helgunarsvæði Orkuveitu Reykjavíkur. Einnig lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 26.05.04.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 40296 (01.22)
7.
6">Hlemmur og nágrenni, deiliskipulag
Lögð fram drög skipulagsfulltrúa að forsögn að deiliskipulagi Hlemms og nágrennis, dags. júní 2004. Lagt fram að nýju bréf Ásgeirs Eiríkssonar framkv.stj. dags. 5. apríl 2004 varðandi tillögu að nýju leiðakerfi Strætó bs. á höfuðborgarsvæðinu.
Fulltrúar Teiknistofunnar Þverár kynntu.
Frestað.


Umsókn nr. 40157
8.
Halla- og Hamrahlíðarlönd, deiliskipulag
Lögð fram deiliskipulagstillaga og skilmálar Björns Ólafs og VA arkitekta, dags. 31.05.2004, að deiliskipulagi íbúðahverfis í Úlfarsfelli. Einnig lögð fram bókun umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 13.05.04.
Fulltrúi skipulagsráðgjafa kynnti.
Frestað.


Umsókn nr. 30406 (02.6)
9.
Úlfarsárdalur, deiliskipulag
Lögð fram forsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. janúar 2004, að deiliskipulagi útivistarsvæðis í Úlfarsárdal. Einnig lögð fram bókun umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 13.05.04 ásamt umsögn.
Frestað.

Umsókn nr. 40108
480190-1069 Fasteignastofa Reykjavíkurborg
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
10.
Ferjuvogur 2, Vogaskóli, deiliskipulag lóðar
Lögð fram drög skipulagsfulltrúa að deiliskipulagi lóðar Vogaskóla, dags. 7.06.04. Einnig lagt fram að nýju bréf Fasteignastofu, dags. 25.02.04.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.


Umsókn nr. 40318 (01.6)
11.
Háskóli Íslands, deiliskipulag vestan Suðurgötu
Lagt fram bréf háskólarektors, dags. 7.06.04 ásamt deiliskipulagstillögu Teiknistofu Gylfa Guðjónssonar og félaga, dags. 1.05.04.
Fulltrúar skipulagsráðgjafa kynntu.
Frestað.


Umsókn nr. 40321 (01.6)
12.
Háskóli Íslands, breytt deiliskipulag austan Suðurgötu
Lagt fram bréf háskólarektors, dags. 7.06.04 ásamt deiliskipulagstillögu Teiknistofu Gylfa Guðjónssonar og félaga, dags. 10.03.04.
Fulltúar skipulagsráðgjafa kynntu.
Frestað.


Umsókn nr. 29589
13.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessarri er fundargerð nr. 301 frá 8. júní 2004.
Jafnframt lagður fram liður nr. 73 frá 25. maí 2004.


Umsókn nr. 27048 (01.18.212.9)
070865-3789 Rósa G Rúnudóttir
Suðurgata 14 101 Reykjavík
14.
Njálsgata 15A, Kvistur. svalir, risíbúð o.fl.
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa, dags. 23. apríl 2004, þar sem sótt er um leyfi til að byggja kvist og svalir við norðurþak fjórðu hæðar (rishæðar) og fyrir svölum við þriðju og fjórðu hæð á vesturgafli hússins nr. 15A við Njásgötu, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Kvarða, dags. 22.03.04.
Jafnframt er sótt um leyfi til þess að innrétta séreignaríbúð á fjórðu hæð, leyfi fyrir afmörkun séreignar (ósamþ. íb.) á fyrstu hæð og fyrir nýju bílastæði á aftanverðri lóð.
Umsögn Borgarskipulags dags. 8. des. 1998, skoðunarskýrsla byggingarfulltrúa dags. 15. feb. 2001 og afsal innfært 26. nóvember 1999 (séreign 1. h.) fylgja erindinu. Málið var í kynningu frá 5. maí til 2. júní 2004. Engar athugasemdir bárust.
Stækkun: 11 ferm. og 24,7 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 1.333
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 29289 (01.13.201.0)
580202-2170 Búafl ehf
Lækjarási 6 210 Garðabær
15.
Nýlendugata 10, fjölbýlishús m 20 íbúðum
Sótt er um leyfi til að byggja fjölbýlishús úr steinsteypu á fimm hæðum með tuttugu íbúðum á lóðinni nr. 10 við Nýlendugötu. Í kjallara verði bílageymsla fyrir 15 bíla og á fyrstu hæð verði geymslur og sameignarrými auk íbúða. Húsið verði einangrað og klætt að utan með sléttum álplötum.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. maí 2004 fylgir erindinu.
Stærðir: xx
Gjald kr. 5.400 + xx
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.



Umsókn nr. 29416 (01.38.210.4)
280130-2579 Þóra Hallgrímsson
Vesturbrún 22 104 Reykjavík
16.
Vesturbrún 22, viðb. við norðurhl. ofl.
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 18.05.04. Sótt er um leyfi til þess að setja glugga í stigarými 2. hæðar og byggja steinsteypta viðbyggingu við norðurhlið kjallara og 1. hæðar einbýlishússins á lóð nr. 22 við Vesturbrún skv. uppdr. Andrúms, dags. 18.05.04. Samþykki eigenda Vesturbrúnar 39 dags. 3. apríl 2004 og Vesturbrúnar 20 dags. 27. apríl 2004 fylgja erindinu. Einnig lagt fram samþykki þeirra aðila sem grenndarkynnt var fyrir áritað á uppdrætti, dags. 18.05.04.
Stærð: Viðbygging kjallari 7,2 ferm., 1. hæð 24,5 ferm., samtals 31,7 ferm., 105,8 rúmm., stækkun útigeymslu (B-rými) 5,5 ferm., 14,6 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 6.502
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins

Hanna Birna Kristjánsdóttir tók sæti á fundinum kl. 9:10, var þá búið að afgreiða mál nr. 13, 14,15 og 16. Eftir var að afgreiða mál í A, C og D hluta fundargerðarinnar.


Umsókn nr. 40249 (01.01.5)
270463-4799 Þórhallur Barði Kárason
Bræðraborgarstígur 15 101 Reykjavík
060664-8119 Jón Gunnar Vilhelmsson
Lokastígur 16 101 Reykjavík
17.
Grandagarður 8, (fsp) breytt notkun
Lögð fram fyrirspurn Jóns G. Vilhelmssonar dags. 29.04.04 varðandi breytta notkun á húsi nr. 8 við Grandagarð. Einnig lagt fram bréf Þórhalls Kárasonar, dags. 10.05.04. Einnig lögð fram umsögn lögfræði- og stjórnsýslu, dags. 26.05.04.
Neikvætt með vísan til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 10070
18.
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 28. maí 2004.


Umsókn nr. 40315
19.
Hjólreiðastefna, tilnefning fulltrúa
Lögð fram bókun samgöngunefndar frá 13.05.04 um starfshóp vegna hjólreiðastefnu. Óskað hefur verið eftir tilnefningu skipulags- og byggingarnefndar.
Frestað.

Umsókn nr. 30212 (04.79)
20.
Norðlingaholt, framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar
Lagt fram bréf gatnamálastjóra dags. 7.05.04 varðandi framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar Hólavaðs og Hólmvaðs ásamt tilheyrandi lagnakerfum í nýju hverfi Norðlingaholts.
Samþykkt með vísan til deiliskipulags með sömu skilyrðum og fyrri framkvæmdaleyfi í Norðlingaholti.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 40285 (02.54.60)
671197-2919 Arkís ehf
Skólavörðustíg 11 101 Reykjavík
480190-1069 Fasteignastofa Reykjavíkurborg
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
21.
Rimaskóli, breytt deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 1. júní 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 26. f.m. um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi á lóð Rimaskóla.


Umsókn nr. 30312 (02.38)
270561-2259 Björn Skaptason
Skaftahlíð 16 105 Reykjavík
22.
Starengi, íbúðir námsmanna, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 1. júní 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 26. f.m. um auglýsingu á deiliskipulagi vegna íbúða námsmanna við Starengi.


Umsókn nr. 30284 (04.38.75)
040160-4939 Gyða Jónsdóttir
Viðarás 85 110 Reykjavík
23.
Viðarás 85, lóð í fóstur
Lögð fram bréf Gyðu Jónsdóttur og Þorgríms Hallgrímssonar, Viðarási 85, dags. 12.12.03 og 29.03.04, þar sem óskað er eftir að tekið verði upp aftur mál um beiðni um land í fóstur austan við húsið að Viðarási 85. Einnig lögð fram umsögn lögfræði- og stjórnsýslu, dags. 5.06.04.
Endurupptaka málsins samþykkt með vísan til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.