Reitur 1.184.0, Reitur 1.184.1, Grettisgata 16, Bústaðavegur 151, Keilufell, Útilistaverk, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Bjarnarstígur 5, Freyjugata 34, Jörfagrund 7, Klettháls 13, Stangarholt 22, Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Laugavegur 53B, Orðsending byggingarfulltrúa, Sigtún 38, Súðarvogur 6, Þorláksgeisli 43, 45, 47 og 48,

Skipulags- og byggingarnefnd

158. fundur 2004

Ár 2004, miðvikudaginn 12. maí kl. 09:00, var haldinn 158. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Þorlákur Traustason, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Kristján Guðmundsson, Halldór Guðmundsson og áheyrnafulltrúinn Ólafur F. Magnússon. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Helga Bragadóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir, Ólafur Bjarnason, Ágúst Jónsson og Sigríður Kristín Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Nikulás Úlfar Másson, Ágústa Sveinsbjörnsdóttir og Helga Björk Laxdal. Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 30401 (01.18.40)
531200-3140 Teiknistofa ark Gylfi G/fél ehf
Skólavörðustíg 3 101 Reykjavík
1.
Reitur 1.184.0, Óðinsgata, Bjargarstígur, Grundarstígur og Spítalastígur.
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu eru lagðar fram að nýju tillögur Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf, mótt. 5. mars 2004 að deiliskipulagi reits 1.184.0, sem afmarkast af Óðinsgötu, Bjargarstíg, Grundarstíg og Spítalastíg ásamt forsögn skipulagsfullltrúa, dags. í október 2003. Athugasemdir bárust frá Sighvati Snæbjörnssyni, dags. 27.04.04 og Magnúsi Baldurssyni hdl. f.h. Fugls og Fiskjar ehf, dags. 29.04.04. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa um athugasemdir, dags. 6.05.04.
Samþykkt að auglýsa tillöguna.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.


Umsókn nr. 40102 (01.18.41)
531200-3140 Teiknistofa ark Gylfi G/fél ehf
Skólavörðustíg 3 101 Reykjavík
2.
Reitur 1.184.1, Spítalastígur, Óðinsgata, Bjargarstígur og Bergstaðastræti
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf, dags. 15.02.04, að deiliskipulagi reits 1.184.1, sem afmarkast af Spítalastíg, Óðinsgötu, Bjargarstíg og Bergstaðastræti. Athugasemdabréf bárust frá Gesti Ólafssyni, dags. 27.04.04, Pétri Jónssyni, dags. 28.04.04, Davíð Þorsteinssyni, dags. 29.04.04 og Jenný Guðmundsdóttur, dags. 30.04.04. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa um athugasemdir, dags. 6.05.04. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 5.04.04.
Samþykkt að auglýsa tillöguna.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.


Umsókn nr. 40035 (01.18.21)
621203-2230 Tréæð ehf
Austurgötu 34 220 Hafnarfjörður
3.
Grettisgata 16, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lagður fram að nýju uppdráttur Byggingar og skipulagshönnunar ehf, dags. 27.02.04, vegna breytingar á deiliskipulagi á lóðinni nr. 16 við Grettisgötu. Málið var í kynningu frá 2. til 30. mars 2004. Eftirfarandi aðilar sendu inn athugasemdir:
Ari Daníelsson, Halldóra Guðmarsdóttir, Leifur Eiríksson og Hildur Ingvarsdóttir, 2. og 3. hæð, Grettisgötu 18, dags. 29.03.04, Jóhanna Björg Pálsdóttir og Lana Kolbrún Eddudóttir, Grettisgötu 18, 1. hæð, dags. 30.03.04, Hrannar Már Sigurðsson, Grettisgötu 16b, dags. 29.03.04. Lögð fram 2 bréf Tréæðar ehf, dags. 19. apríl 2004 og bréf Hrannars M. Sigurðssonar, Grettisgötu 16b, mótt. 23.04.04. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 10.05.04.
Samþykkt, sbr. 4. gr. samþykktar fyrir skipulags- og byggingarnefnd.

Umsókn nr. 40240 (01.88)
4.
Bústaðavegur 151, breyting á aðalskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2004, hvað varðar Bústaðaveg 151. Tillagan var í auglýsingu frá 7. til 30. apríl 2004. Athugasemdabréf barst frá LEX ehf, lögmannsstofu f.h. Þyrpingar hf, dags. 26.04.04. Einnig lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs, dags. 3. maí 2004.
Auglýst tillaga að breytingu samþykkt.
Vísað til borgarráðs.

Ólafur F. Magnússon óskaði bókað:
Ég vísa til fyrri bókunar minnar um skipulag á horni Bústaðavegar og Reykjanesbrautar.


Umsókn nr. 20285 (04.67.7)
501193-2409 ALARK arkitektar ehf
Dalvegi 18 201 Kópavogur
5.
Keilufell, deiliskipulag
Lögð fram tillaga ALARK arkitekta ehf, dags. 3.05.04, að breytingu á deiliskipulagi við Keilufell.
Samþykkt, sbr. 4. gr. samþykktar fyrir skipulags- og byggingarnefnd.
Ekki er talin þörf á grenndarkynningu þar sem breytingin hefur ekki grenndaráhrif.


Umsókn nr. 40263
710269-2389 Þjóðminjasafn Íslands
Lyngási 7 210 Garðabær
6.
Útilistaverk, sverð á Melatorgi
Lagt fram bréf ritara samgöngunefndar, dags. 6.05.04, ásamt bókun nefndarinnar frá 4.05.04 varðandi útilistaverk Þjóðminjasafns Íslands á Melatorgi.
Nefndin gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við staðsetningu verksins.

Umsókn nr. 29392
7.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 297 frá 11. maí 2004, án liðar nr. 14.
Jafnframt lagður fram liður nr. 58 frá 27. apríl 2004.


Umsókn nr. 29083 (01.18.222.3)
300663-5329 Óskar Jónasson
Kárastígur 9a 101 Reykjavík
260471-2959 Eva María Jónsdóttir
Kárastígur 9a 101 Reykjavík
8.
Bjarnarstígur 5, viðbygging, svalir o.fl.
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23.03.04. Sótt er um leyfi til að reisa viðbyggingu austan við húsið nr. 5 við Bjarnarstíg, sem tengir saman aðalhús og bakbyggingu á lóðinni. Jafnframt verði gerðar tvöfaldar garðdyr á suðurhlið neðri hæðar og tvöfaldar svaladyr og svalir á vesturhlið efri hæðar. Ennfremur verði komið fyrir björgunaropum á svefnherbergjum og gerð grein fyrir áður gerðum breytingum skv. uppdr. Arkitekta Gunnars og Reynis, dags. 15.03.04. Málið var í kynningu frá 7. apríl til 7. maí 2004. Engar athugasemdir bárust.
Stækkun: 3,1 ferm. og 7,7 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 415
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 29085 (01.19.600.4)
431087-8209 Freyjugata 34,húsfélag
Freyjugötu 34 101 Reykjavík
9.
Freyjugata 34, svalir ofl.
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23.03.04, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja svalir að suðvesturhlið húss, útbúa verönd á suðvesturhlið fyrstu hæðar og hækka handrið á núverandi svölum hússins á lóðinni nr. 34 við Freyjugötu skv. uppdr. Teiknistofunnar Skólavörðustíg 28, dags. 10.03.04. Málið var í kynningu frá 7. apríl til 7. maí 2004. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 29331 (32.47.270.1)
270343-6789 Þorgeir Ólafsson
Háaleitisbraut 22 108 Reykjavík
10.
Jörfagrund 7, einbýlish. m. innb. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu allt steinsteypt í einangrunarmót og múrhúðað með steindri áferð á lóð nr. 7 við Jörfagrund.
Stærð: Íbúð 140,5 ferm., bílgeymsla 43 ferm., samtals 183,5 ferm., 708,5 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 38.259
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 29370 (04.34.670.1)
481075-0179 Orkuvirki ehf
Tunguhálsi 3 110 Reykjavík
11.
Klettháls 13, atvinnuhúsnæði
Sótt er um leyfi til þess að byggja verslunar- og skrifstofuhúsnæði úr límtré og yleiningum á lóðinni nr. 13 við Klettháls.
Stærð: 1. hæð (með millipalli) 3189,4 ferm. og 22129,2 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 1.194.977
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 28715 (01.24.620.1)
030157-2659 Stefán Gissurarson
Stangarholt 22 105 Reykjavík
220477-5259 Gunnar Einarsson
Stangarholt 22 105 Reykjavík
12.
Stangarholt 22, rífa bílskúr og reisa tvöfaldan skúr
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 23. apríl 2004, þar sem sótt er um leyfi til að rífa bílskúr á lóðinni nr. 22 við Stangarholt og byggja bílskúr fyrir tvo bíla í staðinn, samkv. uppdr. Haraldar Haraldssonar arkitekts, dags. 03.12.03. Engar athugasemdir bárust. Samþykki nágranna árituð á uppdrátt.
Jafnframt er erindi 29162 dregið til baka.
Samþykki nágranna Stangarholti 20 og Stórholti 31-33 (á teikn.) fylgir erindinu
Bílskúr sem verður rifinn: Matshl. 02, fastanr. 201-1842, landnr. 103308, stærð 29,8 ferm. og 78,0 rúmm.
Stærð nýs bílskúrs: 74,6 ferm. og 242,5 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 13.095
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 10070
13.
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 30. apríl 2004.


Umsókn nr. 30132 (01.17.30)
14.
Laugavegur 53B,
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 29.04.04 vegna kæru eiganda íbúðar á fjórðu hæð að Laugavegi 53b, Reykjavík á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík hinn 27. ágúst 2002, um að samþykkja umsókn um leyfi til þess að innrétta veitingastað á annarri hæð hússins.
Úrskurðarorð: Ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 27. ágúst 2002, um veitingu byggingarleyfis fyrir veitingarstað á annarri hæð að Laugavegi 53b, er felld úr gildi.


Umsókn nr. 29393
15.
Orðsending byggingarfulltrúa,
Lagt fram til upplýsingar:
Orðsending byggingarfulltrúa 2/04
Þjónustulýsing vegna byggingarleyfa.
Leiðbeiningar og skýringar um útfyllingu á byggingarleyfisumsókn.
Gátlisti með byggingarleyfisumsókn.


Umsókn nr. 20406 (01.36.60)
16.
Sigtún 38, kæra
Lagt fram að nýju bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 05.11.02, ásamt afriti af kærum, þar sem kærð er ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar frá 11. september 2002 um breytingu á deiliskipulagi "Sigtúnsreit" vegna Sigtúns 38 lóðar Grand Hótels. Einnig lögð fram umsögn forstm. lögfræði- og stjórnsýslu, dags. 5.05.04.
Umsögn forstm. lögfræði- og stjórnsýslu samþykkt.

Umsókn nr. 27040 (01.45.210.1)
480103-3510 Skálatún ehf
Lækjarbergi 32 221 Hafnarfjörður
17.
Súðarvogur 6, Niðurfelling á kvöð
Lagt fram bréf lögfræðistofunnar Sóleyjargötu 17, dags. 17.03.04 ásamt bréfi byggingarfulltrúa, dags. 10.05.04. Einnig lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 9.04.03, ásamt erindum Stefáns H. Stefánssonar, hdl., dags. 31.03.03 og 16.10.03 og umsögnum skipulagsfulltrúa, dags. 16.05.03 og lögfræði- og stjórnsýslu, dags. 5.01.04.
Samþykkt að gefa lóðarhöfum viku frest til þess að tjá sig um tillögu byggingarfulltrúa sem fram kemur í bréfi 10. maí 2004.

Umsókn nr. 29391 (05.13.660.1)
18.
Þorláksgeisli 43, 45, 47 og 48, bréf umhverfisráðuneytis
Lagt fram bréf umhverfisráðuneytisins dags. 6. maí 2004, þar sem óskað er umsagnar um undanþágubeiðni frá ákvæðum byggingarreglugerðar vegna fjölbýlishúss við Þorláksgeisla 43, 45, 47 og 48.
Nefndin gerir ekki athugasemd við að fallist verði á undanþágu varðandi íbúðir fyrir hreyfihamlaða sem óskað er eftir.