Reitur 1.172.2, Reitur 1.138, BYKO, Suðurhólar 35, Ártúnshöfði, austurhluti, Borgartúnsreitir, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Byggðarendi 8, Flókagata 21, Gnoðarvogur 82, Naustabryggja 36-52, Rauðavað 13-25, Rauðavað 13-25, Rauðavað 13-25, Smárarimi 13, Smárarimi 15, Sörlaskjól 15, Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Baugatangi 4, Bústaðahverfi, Húsverndarsjóður Reykjavíkur, Stakkahlíð 17, Fyrirspurn, Fyrirspurn,

Skipulags- og byggingarnefnd

156. fundur 2004

Ár 2004, miðvikudaginn 28. apríl kl. 09:06, var haldinn 156. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Kristján Guðmundsson, Katrín Jakobsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Anna Kristinsdóttir og Hanna Birna Kristjánsdóttir. Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 30564 (01.17.22)
710178-0119 Teiknistofan ehf
Brautarholti 6 105 Reykjavík
1.
Reitur 1.172.2, breyting á deiliskipulagi, v/Laugav. 34a og Grettisgötu 17
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Tark, dags. 7.01.04, að breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.2 vegna lóðanna nr. 34a við Laugaveg og nr. 17 við Grettisgötu. Málið var í auglýsingu frá 16. janúar til 24. febrúar 2004. Athugasemdabréf barst frá eigendum húseignar að Laugavegi 34, dags. 04.02.04. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. apríl 2004.
Auglýst tillaga samþykkt.
Vísað til borgarráðs.

Guðlaugur Þór Þórðarson vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 40204 (01.13.8)
2.
Reitur 1.138, BYKO, Hringbraut, Ánanaust, Sólvallagata og Framnesvegur
Lögð fram drög að forsögn skipulagsfulltrúa, dags. í apríl 2004, að deiliskipulagi reits 1.138, sem afmarkast af Hringbraut, Ánanaustum, Sólvallagötu og Framnesvegi.
Forsögn samþykkt með þeim breytingum sem fram komu á fundinum.

Umsókn nr. 20103 (04.64.59)
420369-6979 Hússjóður Öryrkjabandalagsins
Hátúni 10 105 Reykjavík
3.
Suðurhólar 35, deiliskipulag
Að lokinni kynningu fyrir hagsmunaaðilum er lögð fram ný tillaga Reynis Sæmundssonar, dags. 18.03.04, að skipulagi svæðisins. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 28.07.03. Athugasemdabréf bárust frá 13 íbúum að Suðurhólum 22, dags. 18.11.03, 16 íbúum að Suðurhólum 24, dags. 18.11.03, Birgi Jenssyni, f.h. stjórn Húsfélagsins Krummahólum 8, dags. 25.11.03, 81 íbúa í nágrenni Suðurhóla 35, dags. 26.11.03, 11 íbúum að Suðurhólum 28, dags. 19.11.03. Ennfremur lögð fram ný tillaga Reynis Sæmundssonar að deiliskipulagi Suðurhóla 35, dags. 14.04.04.

Björn Ingi Hrafnsson tók sæti á fundinum kl. 9:25.

Formaður lagði fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að unnið verði deiliskipulag af svæðinu á grundvelli fyrirliggjandi tillögu. Jafnframt er skipulags- og byggingarsviði og umhverfis- og tæknisviði falið, samhliða þeirri vinnu, að skoða skipulag og nýtingu útivistarsvæðisins vestan skipulagssvæðisins.


Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlista gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks.


Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks taka undir vel rökstudd mótmæli íbúa í nágrenni umrædds svæðis. Ekki er nægjanlegt tillit tekið til þeirra sjónarmiða og því greiða fulltrúar Sjálfstæðisflokksins atkvæði gegn því að deiliskipulagstillagan verði unnin á þessum grundvelli.

Fulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:
Svæðið sem um ræðir er 15.200 ferm. og eftir breytingu verður hið græna svæði um 11.000 ferm. Lögð er áhersla á að skoða nýtingu græna svæðisins samhliða uppbyggingu. Nokkuð tillit hefur verið tekið til sjónarmiða íbúa m.a. varðandi umferðarmál, hæðir húsa og þéttleika á lóðinni. Lóðin er íbúðasvæði samkvæmt nýju aðalskipulagi og því verið gert ráð fyrir uppbyggingu. Græna svæðið mun eftir breytingu verða eitt stærsta græna svæðið í þessu hverfi.


Umsókn nr. 40193
671197-2919 Arkís ehf
Skólavörðustíg 11 101 Reykjavík
4.
Ártúnshöfði, austurhluti, breyting á deiliskipulagi, v/Stórhöfða 44, 45 og 46
Lögð fram tillaga Arkís ehf, dags. 08.04.04, varðandi breytingu á deiliskipulagi á Ártúnshöfða austurhluta, hvað varðar lóðirnar nr. 44, 45 og 46 við Stórhöfða.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.


Umsókn nr. 10077
5.
Borgartúnsreitir, deiliskipulag reits 1.220.2
Að lokinni kynningu fyrir hagsmunaaðilum er lögð fram að nýju tillaga Vinnustofunnar Þverá, dags. í janúar 2002, endurskoðuð í apríl 2004 og skipulagsforsögn skipulagsfulltrúa, að deiliskipulagi á Borgartúnsreit 1.220.0, sem afmarkast af Skúlagötu, Skúlatúni, Borgartúni og Snorrabraut. Athugasemdabréf bárust frá Frímúrarareglunni á Íslandi, dags. 05.08.03 og 19.11.03, Halldóri Guðmundssyni arkitekt, dags. 30.07.03 og 12.01.04 og Karli Steingrímssyni, dags. 18.08.03 og 13.03.04. Einnig lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa, dags. 27. apríl 2004.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.


Umsókn nr. 29295
6.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 295 frá 27. apríl 2004, án liðar nr. 58.


Umsókn nr. 28790 (01.82.630.4)
011065-4579 Sigurður Áss Grétarsson
Hjarðarhagi 27 107 Reykjavík
7.
Byggðarendi 8, breyta einbýlish. í tvíbýlishús
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 9. mars 2004, þar sem sótt er um leyfi til þess að grafa út lóð, taka í notkun óuppfyllt rými og koma fyrir sjálfstæðri íbúð á neðri hæð hússins nr. 8 við Byggðarenda, samkv. uppdr. Sveins Ívarssonar arkitekts, dags. 23.12.03.
Yfirlýsing burðarvirkishönnuðar dags. 2. febrúar 2004 fylgir erindinu. Málið var í kynningu frá 24. mars til 21. apríl 2004. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Stækkun, óuppfyllt rými 73,3 ferm. og 194,2 rúmm.
Gjald kr. 5.400 +10.487
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 28891 (01.24.440.8)
010657-7419 Gísli Gíslason
Flókagata 21 105 Reykjavík
8.
Flókagata 21, Svalir
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 9. mars 2004, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja svalir við suðurhlið íbúðar 1. og 2. hæðar íbúðarhússins á lóð nr. 21 við Flókagötu, samkv. uppdr. Sverris Norðfjörð arkitekts, dags. í febr. 2004.
Samþykki meðeigenda (á teikningu) fylgir erindinu. Málið var í kynningu frá 24. mars til 21. apríl 2004. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 28314 (01.47.300.2)
180321-4629 Bjarney Alexandersdóttir
Hringbraut 50 107 Reykjavík
9.
Gnoðarvogur 82, byggja yfir efstu svalir
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa, dags. 17. mars 2004, þar sem sótt er um samþykki fyrir áður gerðri viðbyggingu í suðausturhorni 3. hæðar og fyrir áður gerðri breytingu á stærð íbúðar í kjallara ásamt leyfi til þess að byggja viðbyggingu í stað núverandi svala við norðausturhlið 3. hæðar og svalaskýli og viðbyggingu yfir svalir við suðvesturhlið 3. hæðar íbúðarhússins á lóð nr. 82 við Gnoðarvog, samkv. uppdr. Sigrúnar Óladóttur arkitekts, dags. 20.10.03, síðast breytt 04.03.04.
Bréf f.h. umsækjanda dags. 31. október 2003 og samþykki meðeigenda dags. 4. mars 2003 fylgja erindinu. Málið var í kynningu frá 24. mars til 21. apríl 2004. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Áður gerð viðbygging og umsótt stækkun 3. hæðar samtals 47,9 ferm., 104,4 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 5.638
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 29272 (04.02.420.2)
540602-4680 Básbryggja ehf
Strandgötu 8-10 220 Hafnarfjörður
10.
Naustabryggja 36-52, fjölbýlish. 4.h, 20 íb., 19 bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja fjögurra hæða steinsteypt fjölbýlishús með þremur stigahúsum að mestu einangrað að utan og klætt með málmklæðningu ásamt bílgeymslu á 1. hæð fyrir 19 bíla á lóð nr. 36-52 við Naustabryggju.
Stærð: Íbúð 1. hæð 392,9 ferm., 2. hæð 775,5 ferm., 3. hæð 735,1 ferm., þakhæð (geymsluloft) 298,8 ferm., bílgeymsla 483,2 ferm., samtals 2685,5 ferm., 7930,1 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 428.225
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 29230 (04.77.320.1)
610593-2919 Lindarvatn ehf
Borgartúni 31 105 Reykjavík
691282-0829 Frjálsi fjárfestingarbankinn hf
Ármúla 13a 108 Reykjavík
11.
Rauðavað 13-25, nr. 21 fjölbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja hús nr. 21, sem er þriggja hæða steinsteypt fjölbýlishús með sex íbúðum á lóðinni nr. 13-25 við Rauðavað.
Stærð: 1. hæð íbúðir o.fl. 252,0 ferm., 2. hæð íbúðir 244,1 ferm., 3. hæð íbúðir 244,1 ferm.
Samtals 740,2 ferm. og 2192,7 rúmm.
B-rými í sameign 43,6 ferm. og 119,9 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 124.880
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 29282 (04.77.320.1)
691282-0829 Frjálsi fjárfestingarbankinn hf
Ármúla 13a 108 Reykjavík
12.
Rauðavað 13-25, nr. 25- fjölbýlish. m. 9 íb.
Sótt er um leyfi til þess að byggja hús nr. 25 (matshl. 06) sem er þriggja hæða steinsteypt fjölbýlishús með níu íbúðum á lóð nr. 13-25 við Rauðavað.
Stærð: 1. hæð 356,1 ferm., 2. hæð 348,2 ferm., 3. hæð 348,2 ferm., samtals 1052,5 ferm., 3098,1 rúmm.
B-rými í sameign 85,1 ferm., 234 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 179.933
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 29283 (04.77.320.1)
691282-0829 Frjálsi fjárfestingarbankinn hf
Ármúla 13a 108 Reykjavík
13.
Rauðavað 13-25, nr. 23 - fjölbýlish. m. 9 íb.
Sótt er um leyfi til þess að byggja hús nr. 23 (matshl. 05) sem er þriggja hæða steinsteypt fjölbýlishús með níu íbúðum á lóð nr. 13-25 við Rauðavað.
Stærð: 1. hæð 356,1 ferm., 2. hæð 348,2 ferm., 3. hæð 348,2 ferm., samtals 1052,5 ferm., 3098,1 rúmm.
B-rými í sameign 85,1 ferm., 234 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 179.933
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 29254 (02.53.420.2)
641000-3020 Lerkiás ehf
Grasarima 11 112 Reykjavík
14.
Smárarimi 13, einbýlish. m. innb. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 13 við Smárarima.
Stærð: Íbúð 149,8 ferm., bílgeymsla 28,2 ferm., samtals 178 ferm., 632 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 34.128
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 29255 (02.53.420.1)
641000-3020 Lerkiás ehf
Grasarima 11 112 Reykjavík
15.
Smárarimi 15, einbýlish. m. innb. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 15 við Smárarima.
Stærð: Íbúð 149,8 ferm., bílgeymsla 28,2 ferm., samtals 178 ferm., 632 rúmm.
Gjald kr. 5.400+ 34.128
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 29037 (01.53.210.3)
160965-4799 Magnús Magnússon
Sörlaskjól 15 107 Reykjavík
020564-4909 Magnea Vilhjálmsdóttir
Sörlaskjól 15 107 Reykjavík
16.
Sörlaskjól 15, bílskúr o.fl.
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa, dags. 17. mars 2004, þar sem sótt er um leyfi til þess að rífa núverandi bílgeymslu byggða úr holsteini og byggja í staðin stærri steinsteypta bílgeymslu, breyta innra skipulagi 2. og 3. hæðar, endurnýja lóðarvegg að Sörlaskjóli 17 og steypa lóðarvegg að götu við tvíbýlishúsið á lóð nr. 15 við Sörlaskjól, samkv. uppdr. Kanon arkitekta ehf, dags. 02.03.04. Samþykki nágranna að Sörlaskjóli 13 og 17 ásamt Faxaskjóli 24 og 26 fylgir erindinu. Málið var í kynningu frá 24. mars til 21. apríl 2004. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 5.400 + xxx
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 10070
17.
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 16. og 23. apríl 2004.


Umsókn nr. 40234 (01.67.40)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
18.
Baugatangi 4, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 20. apríl 2004, ásamt afriti af kæru, sem móttekin var 12. janúar 2004, þar sem kærð er ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur frá 24. október 2001, sem borgarráð staðfesti 13. desember 2003, vegna breytingar á deiliskipulagi Skildinganess vegna lóðarinnar nr. 4 við Baugatanga.M
Málinu vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 20279 (01.81.8)
501193-2409 ALARK arkitektar ehf
Dalvegi 18 201 Kópavogur
19.
Bústaðahverfi, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 20. apríl 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 7. s.m. varðandi deiliskipulag svæðis í Bústaðahverfi, sem afmarkast af Hæðargarði, Bústaðavegi, Grensásvegi og Réttarholtsvegi.


Umsókn nr. 20014
20.
Húsverndarsjóður Reykjavíkur,
Lögð fram tillaga vinnuhóps um úthlutun úr húsverndarsjóði 2004 dags. 28. apríl 2004.
Framlögð tillaga samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 40236 (01.71.40)
21.
Stakkahlíð 17, úrskurðir
Lagðir fram þrír úrskurðir úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála:
1. Kæra íbúa að Bogahlíð 2, 4 og 6 á ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur frá 18. september 2003 um að samþykkja deiliskipulag fyrir reit sem afmarkast af Stakkahlíð, Bogahlíð og Hamrahlíð þar sem m.a. er gert ráð fyrir tvílyftu fjölbýlishúsi með 10 íbúðum á lóðinni nr. 17 við Stakkahlíð.
Úskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu borgarstjórnar Reykjavíkur frá 18. september 2003 um að samþykkja deiliskipulag fyrir staðgreinireit 1.271, er afmarkast af Stakkahlíð, Bogahlíð og Hamrahlíð í Reykjavík.
2. Kæra íbúa að Bogahlíð 2, 4 og 6 á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 4. nóvember 2003 um að veita leyfi til þess að reisa tvílyft steinsteypt fjölbýlishús á lóðinni nr. 17 við Stakkahlíð og samþykkt skipulags- og byggingarnefndar frá 15. október s.á., að heimila niðurrif verslunarhúss á sömu lóð.
Úrskurðarorð:
Kröfu kærenda um ógildingu þeirrar ákvörðunar skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur frá 15. október 2003, að heimila niðurrif verslunarhúss á lóðinni að Stakkahlíð 17 í Reykjavík er vísað frá úrskurðarnefndinni. Þá er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 4. nóvember 2003, um að veita leyfi til þess að reisa tvílyft steinsteypt fjölbýlishús á sömu lóð hafnað.
3. Kæra íbúa að Bogahlíð 8 og 10 á þeirri ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar frá 15. október 2003 að heimila niðurrif verslunarhúss á lóðinni að Stakkahlíð 17 og ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 4. nóvember 2003 um að veita leyfi til þess að reisa tvílyft steinsteypt fjölbýlishús á sömu lóð.
Úrskurðarorð:
Kröfu kærenda um ógildingu þeirrar ákvörðunar skipulags- og byggingarnefndar frá 15. október 2003, að heimila niðurrif verslunarhúss á lóðinni að Stakkahlíð 17, er vísað frá úrskurðarnefndinni. Þá er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 4. nóvember 2003, um að veita leyfi til þess að reisa tvílyft steinsteypt fjölbýlishús á sömu lóð hafnað.


Umsókn nr. 30010
22.
Fyrirspurn, Guðlaugur Þór Þórðarson, Kajakklúbbur
Guðlaugur Þór Þórðarson spurðist fyrir um stöðu erindis Kajakklúbbsins frá því í apríl 2004.


Umsókn nr. 40006
24.
Fyrirspurn, Guðlaugur Þór Þórðarson
Fyrirspurn frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni.
Synjað að taka fyrirspurnina á dagskrá með 4 atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlista gegn 3 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks.