Reitur 1.172.2, Borgartún 17, Tjarnargata 35, Þverholt 7, Blesugróf, stgr. 1.885 og 1.889, Kirkjuteigur 24, Laugarnesskóli, Klettasvæði, Vatnagarðar 6 og 8, Rauðavað 1-25, Suðurhólar 35, Kringlumýrarbraut 100, Esso, Vesturbæjarsundlaug, Stekkjarbakki 2, Staldrið, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Glaðheimar 24, Hraunbær 101, Jónsgeisli 41, Klettagarðar 6, Móvað 3, Rauðavað 13-25, Rauðavað 13-25, Skúlatúnsreitur eystri, Vesturgata 21, Vesturgata 35A, Þórsgata 14, Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Bakkastaðir 2, Korpuskóli, Langholtskirkja, Lögð fram orðsending, Reitur 1.152.4, Reitur 1.152.5, Reitur 1.171.1, Strætó bs,

Skipulags- og byggingarnefnd

155. fundur 2004

Ár 2004, miðvikudaginn 21. apríl kl. 09:05, var haldinn 155. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Kristján Guðmundsson, Þórhildur Lilja Ólafsdóttir, Þorlákur Traustason, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Ívar Pálsson, Benedikt Geirsson, Anna Kristinsdóttir, Helga Björk Laxdal og Hanna Birna Kristjánsdóttir. Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 40074 (01.17.22)
050653-5529 Þormóður Sveinsson
Heiðargerði 124 108 Reykjavík
1.
Reitur 1.172.2, breyting á deiliskipulagi vegna Laugavegar 40 og 40A
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Þormóðs Sveinssonar ark., dags. 4.02.04, að breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.2 vegna lóðanna nr. 40 og 40a við Laugaveg. Málið var í kynningu frá 11. febrúar til 26. mars 2004. Lagt fram athugasemdarbréf Sigrúnar Pálsdóttur, dags. 26.03.04. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. apríl 2004.
Samþykkt, sbr. 4. gr. samþykktar fyrir skipulags- og byggingarnefnd með þeirri breytingu sem fram kemur í umsögn.

Umsókn nr. 40199 (01.21.77)
710178-0119 Teiknistofan ehf
Brautarholti 6 105 Reykjavík
2.
Borgartún 17, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf T.ark, dags. 13.04.04, ásamt tillögu, dags. 04.04.04, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 17 við Borgartún.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.


Umsókn nr. 40197 (01.14.23)
480190-1069 Fasteignastofa Reykjavíkurborg
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
3.
Tjarnargata 35, skiptinga lóðar
Lagt fram bréf Fasteignastofu ásamt tillögu, dags. 07.04.04, að skiptingu lóðarinnar nr. 35 við Tjarnargötu í tvær lóðir.
Lóðarafmörkun samþykkt, sbr. 4. gr. samþykktar fyrir skipulags- og byggingarnefnd.

Umsókn nr. 40132 (01.24.102.0)
4.
Þverholt 7, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga/uppdrættir Þormóðs Sveinssonar, unnið fyrir skipulags- og byggingarsvið, að breytingu á deiliskipulagi fyrir Þverholt 7. Málið var í kynningu frá 18. mars til 16. apríl 2004. Engar athugasemdir bárust.
Kynnt breyting samþykkt, sbr. 4. gr. samþykktar fyrir skipulags- og byggingarnefnd.

Umsókn nr. 40056 (01.88.5)
501299-2279 EON arkitektar ehf
Brautarholti 1 105 Reykjavík
5.
Blesugróf, stgr. 1.885 og 1.889, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Eon arkitekta að breytingu á deiliskipulagi í Blesugróf, stgr. 1.885 og 1.889. Einnig lögð fram forsögn skipulagsfulltrúa, dags. í ágúst 2003 og húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur, dags. 6. apríl 2004.
Samþykkt að kynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu og hverfisráði Háaleitis.

Umsókn nr. 30365 (01.36.30)
6.
Kirkjuteigur 24, Laugarnesskóli, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga arkitekta Hjördísar & Dennis, dags. 12. apríl 2004, að breytingu á deiliskipulagi á lóð Lauganesskóla.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.


Umsókn nr. 40177 (01.33)
530269-7529 Reykjavíkurhöfn
Tryggvag Hafnarhúsi 101 Reykjavík
7.
Klettasvæði, breyting á deiliskipulagi lóðanna Klettagarðar 15-27 og Köllunarklettsvegur 6-10
Lögð fram tillaga Arkitekta Gunnar og Reynir sf, dags. 15.03.04, að breytingu á deiliskipulagi lóðanna Klettagarðar 15-27 og Köllunarklettsvegur 6-10. Einnig lagt fram bréf Reykjavíkurhafnar, dags. 31. mars 2004 ásamt minnisblaði.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.


Umsókn nr. 40208 (01.33.77)
660589-1399 Á stofunni arkitektar ehf
Bergstaðastræti 10 101 Reykjavík
8.
Vatnagarðar 6 og 8, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Á stofunni arkitektar, dags. 13.04.04, að breytingu á deiliskipulagi á lóðunum nr. 6 og 8 við Vatnagarða.
Samþykkt, sbr. 4. gr. samþykktar fyrir skipulags- og byggingarnefnd, án grenndarkynningar þar sem breytingin hefur ekki áhrif á hagsmuni annarra en Reykjavíkurborgar og lóðarhafa.

Umsókn nr. 40206 (04.79)
581298-3589 Kristinn Ragnarsson,arkit ehf
Smiðjuvegi 11 200 Kópavogur
9.
Rauðavað 1-25, skipting lóða
Lögð fram tillaga Teiknistofunnar T.ark að breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts, dags. 20. apríl 2004, um að skipta lóðunum nr. 1-25 við Rauðavað í fimm lóðir.
Samþykkt, sbr. 4. gr. samþykktar fyrir skipulags- og byggingarnefnd, án grenndarkynningar þar sem breytingin hefur ekki áhrif á hagsmuni annarra en Reykjavíkurborgar og lóðarhafa.

Umsókn nr. 20103 (04.64.59)
420369-6979 Hússjóður Öryrkjabandalagsins
Hátúni 10 105 Reykjavík
10.
Suðurhólar 35, deiliskipulag
Að lokinni kynningu fyrir hagsmunaaðilum er lögð fram ný tillaga Reynis Sæmundssonar, dags. 18.03.04, að skipulagi svæðisins. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 28.07.03. Athugasemdabréf bárust frá 13 íbúum að Suðurhólum 22, dags. 18.11.03, 16 íbúum að Suðurhólum 24, dags. 18.11.03, Birgi Jenssyni, f.h. stjórn Húsfélagsins Krummahólum 8, dags. 25.11.03, 81 íbúa í nágrenni Suðurhóla 35, dags. 26.11.03, 11 íbúum að Suðurhólum 28, dags. 19.11.03. Ennfremur lögð fram ný tillaga Reynis Sæmundssonar að deiliskipulagi Suðurhóla 35, dags. 14.04.04.
Frestað milli funda.

Umsókn nr. 40200 (01.78)
701285-0699 Arkitektar Skógarhlíð sf
Skógarhlíð 18 105 Reykjavík
11.
Kringlumýrarbraut 100, Esso, deiliskipulag
Lögð fram tillaga ASK arkitekta, dags. 14.04.04, að deiliskipulagi lóðar bensínstöðvar ESSO að Kringlumýrarbraut 100.
Samþykkt að auglýsa tillöguna og samhliða skal hún kynnt Kópavogsbæ.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.


Umsókn nr. 20354 (01.52.61)
12.
Vesturbæjarsundlaug, deiliskipulag, heilsuræktarþjónusta
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Landark, að deiliskipulagi lóðar Vesturbæjarsundlaugar, dags. 11.09.03, ásamt greinargerð. Málið var í auglýsingu frá 8. október til 19. nóvember 2003. Athugasemdabréf bárust frá Hafsteini Hafsteinssyni, eiganda lóðarinnar Einimels 24, dags. 10.10.03, Kötlu Gunnarsdóttur, Hagamel 44, dags. 4.11.03, Ólöfu Þorvarðsdóttur, Sólvallagötu 4, dags. 18.11.03, 30 fastgestum Vesturbæjarsundlaugarinnar, dags. 12.11.03, Sunddeild KR, dags. 19.11.03. Einnig lögð fram ný tillaga Landark, dags. 05.03.04. Einnig lögð fram bréf Hjalta Hjaltasonar, Huldulandi 9, dags. 6. og 29. mars 2004 og bréf 10 "pottorma" í Vesturbæjarlauginni, dags. 09.04.04, umsögn skipulagsfulltrúa um athugasemdir, dags. 5. mars 2004, umsagnir skipulagsfulltrúa, dags. 19. apríl 2004, um bréf 10 "pottorma" og bréf Hjalta Hjaltasonar.
Auglýst deiliskipulagstillaga samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltúa.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 40217 (04.60.20)
13.
Stekkjarbakki 2, Staldrið,
Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa, dags.20.04.2004 að breytingu á deiliskipulagi á lóð Staldursins, nr. 2 við Stekkjarbakka. Einnig lagt fram bréf Olíuverslunar Íslands, dags. 17. mars 2004, varðandi leyfi fyrir sjálfsafgreiðslustöð á lóð Staldursins að Stekkjarbakka 2.
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 14. apríl 2004, varðandi bréf Steindórs Einarssonar og Dóru M. Gylfadóttur frá 5. s.m. þar sem lýst er óánægju með staðsetningu nýrrar bensínstöðvar við Stekkjarbakka.
Borgarráð samþykkti á fundi sínum 13. þ.m. að fela skipulags- og byggingarsviði að endurskoða deiliskipulag lóðar Staldursins við Stekkjarbakka með hliðsjón af samþykkt borgarráðs um bensínstöðva- og bensínsölulóðir frá 20. júní 1995. Jafnframt samþykkt að beina því til Olíufélagsins hf. að framkvæmdum við uppsetningu bensínafgreiðslu á lóðinni verði frestað á meðan á endurskoðun skipulagsins stendur, en þeirri endurskoðun verði hraðað sem kostur er.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
Vísað til kynningar í samgöngunefnd og til borgarráðs að því loknu.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og byggingarnefnd telja að afgreiðsla nefndarinnar vegna bensínafgreiðslu við Staldrið, þann 10. mars sl., hafi verið afar óheppileg. Afgreiðslan er afleiðing þess að gildandi reglur borgarinnar vegna slíkra umsókna voru ekki kynntar á fundi nefndarinnar sem hlýtur að teljast ámælisvert.
Af þessu tilefni óska fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftir upplýsingum um það hvort formanni nefndarinnar og/eða embættismönnum var kunnugt um gildandi reglur borgarráðs frá 1995 við afgreiðslu málsins. Ef svo var vekur það spurningar um hvers vegna reglurnar voru ekki kynntar nefndinni, en ef svo var ekki vekur það spurningar um vinnubrögð á vettvangi nefndarinnar.



Umsókn nr. 29240
14.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 294 frá 20. apríl 2004.


Umsókn nr. 28966 (01.43.510.4)
150567-4249 Bergljót Þorsteinsdóttir
Glaðheimar 24 104 Reykjavík
15.
Glaðheimar 24, viðbygging
Að lokinni grennarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 2. mars 2004, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja yfir hluta svala á þriðju hæð hússins á lóðinni nr. 24 við Glaðheima skv. uppdr. Jóhanns Sigurðssonar ark., dags. 22.02.04.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa (v. fyrirspurnar) frá 17. október 2003 fylgir erindinu. Samþykki meðeigenda (á teikn.) fylgir erindinu. Málið var í kynningu frá 9. mars til 5. apríl 2004. Athugasemdabréf barst frá Kristjáni Sigurjónssyni, dags. 11.03.04. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa um athugasemd, dags. 21.apríl 2004.
Stærð: Stækkun 3. hæð. 20,1 ferm. og 55,1 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 2.975
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 28944 (04.33.110.1)
500269-6779 Landssími Íslands hf
Ármúla 25 150 Reykjavík
16.
Hraunbær 101, viðbygging við tækjahús Landsímans
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 2. mars 2004, þar sem sótt er um leyfi til að byggja við tækjahús Landssímans til norðurs skv. uppdr. Tark, dags,. 20.02.04. Byggt verði úr steinsteypu í samræmi við fyrra hús. Málið var í kynningu frá 9. mars til 5. apríl 2004. Engar athugasemdir bárust.
Stækkun: 9,6 ferm. og 29 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 1.566
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.


Umsókn nr. 29239 (04.11.370.3)
200765-4199 Jón Ingi Lárusson
Drápuhlíð 8 105 Reykjavík
170567-3909 Metta Ragnarsdóttir
Drápuhlíð 8 105 Reykjavík
17.
Jónsgeisli 41, einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 41 við Jónsgeisla.
Stærð: xx
Gjald kr. 5.400 + xx
Frestað.
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 29222 (01.32.230.1)
590984-0869 Efnissala Guðjóns E Jóhanns ehf
Skútuvogi 1a 104 Reykjavík
18.
Klettagarðar 6, iðnaðarhúsnæði
Sótt er um leyfi til þess að byggja atvinnu- og lagerhúsnæði á tveimur hæðum úr stálgrind klæddri stálklæðningu á lóðinni nr. 6 við Klettagarða.
Bréf hönnuðar dags. 16. mars 2004 fylgir erindinu.
Stærð: xx (5678,2 ferm. og 55396,4 rúmm. skv. skráningartöflu.
Gjald kr. 5.400 + xx
Frestað.
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 29226 (04.77.120.2)
691282-0829 Frjálsi fjárfestingarbankinn hf
Ármúla 13a 108 Reykjavík
19.
Móvað 3, einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft einbýlishús með innbyggðri tvöfaldri bílgeymslu á lóðinni nr. 3 við Móvað. Húsið er úr timbri klætt viðarpanel, bárujárni og steinuðum gipsplötum.
Stærð: Íbúð 1. hæð 157,8 ferm., 2. hæð 49,3 ferm.
Bílgeymsla 1. hæð 41,8 ferm. Samtals 248,9 ferm. og 845,5 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 45.657
Frestað.
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 29228 (04.77.320.1)
610593-2919 Lindarvatn ehf
Borgartúni 31 105 Reykjavík
691282-0829 Frjálsi fjárfestingarbankinn hf
Ármúla 13a 108 Reykjavík
20.
8">Rauðavað 13-25, nr. 17 fjölbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja hús nr. 17 (matshl. 02) sem er þrílyft steinsteypt fjölbýlishús með níu íbúðum á lóðinni nr. 13-25 við Rauðavað.
Stærð: 1. hæð íbúðir o.fl. 356,1 ferm., 2. hæð íbúðir 348,2 ferm., 3. hæð íbúðir 348,2 ferm.
Samtals 1052,5 ferm. og 3098,1 rúmm.
B-rými í sameign 85,1 ferm. og 234,0 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 179.933
Frestað.
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði og skipulagsferli lokið.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 29229 (04.77.320.1)
610593-2919 Lindarvatn ehf
Borgartúni 31 105 Reykjavík
691282-0829 Frjálsi fjárfestingarbankinn hf
Ármúla 13a 108 Reykjavík
21.
Rauðavað 13-25, nr. 19 fjölbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja hús nr. 19 (matshl. 03) sem er þriggja hæða steinsteypt fjölbýlishús með sex íbúðum á lóðinni nr. 13-25 við Rauðavað.
Stærð: 1. hæð íbúðir o.fl. 252,0 ferm., 2. hæð íbúðir 244,1 ferm., 3. hæð íbúðir 244,1 ferm.
Samtals 740,2 ferm. og 2192,7 rúmm.
B-rými í sameign 43,6 ferm. og 119,9 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 124.880
Frestað.
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði og skipulagsferli lokið.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 29205
451198-2549 Höfðaborg ehf
Lynghálsi 4 110 Reykjavík
22.
Skúlatúnsreitur eystri, skrifstofub.- bílakjallari
Sótt er um leyfi til þess að byggja fimm hæða steinsteypta skrifstofubyggingu meðfram Borgartúni ásamt bílakjallara á tveimur hæðum með aðkomu frá Höfðatúni sem fyrsta áfanga í uppbyggingu Skúlatúnsreits eystri.
Stærð: xx
Gjald kr. 5.400 + xx

Jákvætt.
Frestað með vísan til athugasemda.


Umsókn nr. 29030 (01.13.600.5)
020367-3699 Jón Hafnfjörð Ævarsson
Vesturgata 21 101 Reykjavík
23.
Vesturgata 21, hækkun á vindfangi
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa, dags. 17. mars 2004, þar sem sótt er um leyfi til þess að hækka anddyrisútbyggingu á norðurhlið matshluta 02 á lóðinni nr. 21 við Vesturgötu, samkv. uppdr. Kristins Ragnarssonar arkitekts, dags. 25.04.03, breytt 29.11.03. Einnig lagt fram samþykki þeirra sem kynnt var fyrir áritað á uppdrátt, dags. 30.03.04. Málið var í kynningu frá 23. mars 2004 til 21. apríl 2004. Engar athugasemdir bárust.
Samþykki f.h. eigenda Vesturgötu 19 (á teikn.) fylgir erindinu.
Stærð: Húsið var áður skráð 148,9 ferm. og 462,0 rúmm. en verður nú 153,4 ferm. og 475,7 rúmm.
Stækkun 4,5 ferm. og 13,7 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 740
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.


Umsókn nr. 28663 (01.13.511.1)
300584-4389 Guðmundur Auðunn Auðunsson
Vesturgata 35a 101 Reykjavík
24.
Vesturgata 35A, ofanábygging
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20.01.04, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja eina hæð og ris fyrir íbúðarhúsnæði ofan á einnar hæðar hús sem skráð er geymsluhúsnæði (matshl. 01) á lóðinni nr. 35A við Vesturgötu skv. uppdr. Gunnars Óskarssonar ark., dags. 11.01.04. Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. ágúst 2003 (v. fyrirspurnar) fylgir erindinu. Einnig lögð fram umsögn Minjasafns Reykjavíkur, dags. 02.02.04.
Málið var í kynningu frá 11. febrúar til 10. mars en framlengt til 26. mars 2004. Athugasemdabréf barst ásamt undirskriftalista með nöfnum 21 íbúa við Vesturgötu og Stýrimannastíg, dags. í mars 2004 og bréf Sólveigar Þorvaldsdóttur Vesturgötu 35, dags. 25.03.04. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2004.
Stærð: Stækkun ofanábygging xx
Gjald kr. 5.400 + xx
Frestað sbr. umsögn skipulagsfulltrúa þar sem ekki liggur fyrir samþykki eigenda aðliggjandi lóða sbr. 75. gr. byggingarreglugerðar.

Umsókn nr. 28461 (01.18.630.1)
291277-3579 Arnar Steinn Friðbjarnarson
Grettisgata 6a 101 Reykjavík
160167-4759 Helena Guðrún Stefánsdóttir
Grettisgata 6a 101 Reykjavík
070338-2549 Sonja Lúðvíksdóttir
Eiðistorg 3 170 Seltjarnarnes
190142-3379 Helgi Þórisson
Eiðistorg 3 170 Seltjarnarnes
25.
Þórsgata 14, Breytingar
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 24. febrúar 2004, þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi stækka kvisti á suðurhlið og fá að þeim breytingum loknum samþykki fyrir áður gerðri íbúð á rishæð skv. uppdr. Bjargeyjar Guðmundsdóttur ark., dags. 18.01.04.
Virðingargjörð dags. 1. ágúst 1942 fylgir erindinu. Raflagnateikning sem sýnir eldavél í risíbúð dags. 12. desember 1945 fylgir erindinu.
Skoðunarskýrsla byggingarfulltrúa (risíbúð) dags. 9. janúar 2004 fylgir erindinu.
Samþykki meðeigenda (á teikn.) fylgir erindinu. Málið var í kynningu frá 9. mars til 5. apríl 2004. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Stækkun sorpgeymsla 7,2 ferm. og 19,0 rúmm. stækkun kvistur 0,9 ferm. og 7,1 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 1.409
Frestað.
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 10070
26.
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 5. apríl 2004.


Umsókn nr. 40173 (02.42.23)
671197-2919 Arkís ehf
Skólavörðustíg 11 101 Reykjavík
27.
Bakkastaðir 2, Korpuskóli, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 13. apríl 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 7. s.m. um auglýsingu breytts deiliskipulags á lóð nr. 2 við Bakkastaði, lóð Staðaskóla.


Umsókn nr. 40215 (01.43.30)
281043-3589 Þórarinn Þórarinsson
Flyðrugrandi 6 107 Reykjavík
28.
Langholtskirkja, heimild
Lagt fram bréf Þórarins Þórarinssonar arkitekts, starfsmanns skipulags- og byggingarsviðs, dags. 19. apríl 2004, sækir um heimild skipulags- og byggingarnefndar til að leggja fyrir nefndina teikningar að nýju klukkuporti við Langholtskirkju.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 29243
29.
Lögð fram orðsending,
Lögð fram til kynningar orðsending byggingarfulltrúa, dags. 15. apríl 2004, til aðal- og sérhönnuða varðandi byggingarleyfi og skil séruppdrátta.
Kynnt.

Umsókn nr. 20189 (01.15.24)
470498-2699 Hornsteinar arkitektar ehf
Ingólfsstræti 5,5.hæð 101 Reykjavík
30.
Reitur 1.152.4, suðvesturhluti
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 13. apríl 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 7. s.m. um breytt deiliskipulag reits 1.152.4, sem afmarkast af Hverfisgötu, Klapparstíg, Lindargötu og Vatnsstíg.


Umsókn nr. 30405 (01.15.25)
31.
Reitur 1.152.5, Vatnsstígur, Frakkastígur, Lindargata og Hverfisgata
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 13. apríl 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 7. s.m. um breytt deiliskipulag reits 1.152.5, sem afmarkast af Vatnsstíg, Frakkastíg, Lindargötu og Hverfisgötu.
Borgarráð samþykkti erindið og tók undir bókun skipulags- og byggingarnefndar vegna þessa máls.


Umsókn nr. 10391 (01.17.11)
32.
Reitur 1.171.1, Laugavegur, Smiðjustígur, Hverfisgata, Klapparstígur
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 13. apríl 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 7. s.m. varðandi breytt deiliskipulag reits 1.171.1, sem afmarkast af Laugavegi, Smiðjustíg, Hverfisgötu og Klapparstíg.


Umsókn nr. 40183
500501-3160 Strætó bs
Þönglabakka 4 109 Reykjavík
33.
Strætó bs, nýtt leiðakerfi
Lagt fram bréf Ásgeirs Eiríkssonar framkv.stj. dags. 5. apríl 2004 varðandi tillögu að nýju leiðakerfi Strætó bs. á höfuðborgarsvæðinu.
Ásgeir Eiríksson kynnti.