Fossaleynir, Kjalarnes, Vesturlandsvegur, Úlfarsfell, miðsvæði, Halla- og Hamrahlíðarlönd, Úlfarsárdalur, Halla- og Hamrahlíðarlönd, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Breiðagerði 23, Rauðagerði 34, Skipasund 41, Smáragata 16, Þorláksgeisli 120, Ármúli 1, Klettagarðar 6, Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Bústaðavegur 151, Byggingarlistastefna, Hafnarsamstarf, Laugardalur, Þróttur, Maríubaugur 1, Ingunnarskóli, Mýrargötusvæði, Norðlingaholt, Skipulags- og byggingarsvið, Úlfarsfell,

Skipulags- og byggingarnefnd

153. fundur 2004

Ár 2004, miðvikudaginn 24. mars kl. 09:00, var haldinn 153. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Anna Kristinsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Kristján Guðmundsson og Halldór Guðmundsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Helga Bragadóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason, Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir og Sigríður Kristín Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Björn Axelsson, Margrét Leifsdóttir, Björn Ingi Sveinsson, Helga Guðmundsson og Stefán Finnsson. Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 40151 (02.46)
1.
Fossaleynir, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Fossaleyni, dags. 19.03.04.
Samþykkt að grenndarkynna breytinguna fyrir hagsmunaaðilum að Fossaleyni 1.

Umsókn nr. 30372
491101-3690 Reiðveganefnd í Kjalarnesþingi
Brekkuhvarfi 10 203 Kópavogur
2.
Kjalarnes, reiðvegir
Lagt fram bréf Halldórs H. Halldórssonar f.h. reiðveganefndar í Kjalarnesþingi hinu forna, dags. 28.07.03, varðandi reiðvegi á Kjalarnesi.

Áheyrnarfulltrúinn Ólafur F. Magnússon og Hanna Birna Kristjánsdóttir tóku sæti á fundinum kl. 9:05

Samþykkt að leggja reiðveginn innan Reykjavíkur um land Tindstaða.

Umsókn nr. 30523 (02.4)
3.
Vesturlandsvegur, Úlfarsfell, miðsvæði, Aðalskipulagsbreyting
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skipulagsfulltrúa, dags. 1.12.03 að breytingu á A.R. 2001-2024, varðandi Vesturlandsveg og landnotkun í nágrenni hans. Málið var í auglýsingu frá 4. febrúar til 17. mars 2004. Engar athugasemdir bárust. Lagt fram bréf Mosfellsbæjar, dags. 9. mars 2004.
Samþykkt, með fjórum atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlista, með þeirri breytingu að orðið smásöluverslun er fellt úr textum og bætt er við undirgöngum við gatnamót Hallsvegar og tengibrautar vestan Vesturlandsvegar.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 40153
4.
Halla- og Hamrahlíðarlönd, rammaskipulag
Lögð fram drög að rammaskipulagi, dags. 17.03.04. Einnig lögð fram viljayfirlýsing Reykjavíkurborgar, knattspyrnufélagsins Fram og íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 2.03.04.
Kynnt.

Umsókn nr. 30406 (02.6)
5.
Úlfarsárdalur, deiliskipulag
Lögð fram forsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. janúar 2004, að deiliskipulagi útivistarsvæðis í Úlfarsárdal.
Málinu vísað til kynningar umhverfis- og heilbrigðisnefndar.

Umsókn nr. 40157
6.
Halla- og Hamrahlíðarlönd, deiliskipulag
Lögð fram til kynningar drög Björns Ólafssonar og VA arkitekta, dags. 22.03.2004, að deiliskipulagi íbúðahverfis í Úlfarsfelli.
Richard Briem kynnti.
Málinu vísað til kynningar umhverfis- og heilbrigðisnefndar.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað vegna mála nr. 3, 4, 5, 6 og 24 á dagskrá fundarins:
Í framhaldi af ákvörðun um breytta landnotkun í Geldinganes hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítrekað, nú síðast með tillögu í borgarstjórn 18. mars s.l., lagt til að hafin verði uppbygging íbúðarhverfis þar áður en gengið er til framkvæmda í hlíðum Úlfarsfells. Sú afstaða mótast af því að sjálfstæðismenn telja að íbúabyggð meðfram ströndinni eigi að njóta forgangs; Geldinganesið sé eitt besta byggingarlandið í borginni með gott íbúasvæði mót suðri, auk þess sem nálægð þess við önnur íbúasvæði og fyrirhugaðar samgögnubætur geri það kjörið sem næsta nýbyggingasvæði Reykjavíkur.

Vegna þessa sitja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hjá við afgreiðslu mála sem á dagskrá fundarins tengjast framkvæmdum í hlíðum Úlfarsfells.

Að auki telja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins að fyrirhuguð byggð í hlíðum Úlfarsfells taki ekki nægilegt mið af búsetuóskum og þörfum Reykvíkinga. Til þess er byggðin einfaldlega alltof þétt, auk þess sem hlutfall fjölbýlishúsa, raðhúsa og einbýlishúsa er ekki með þeim hætti að ætla megi að það komi til móts við óskir og þarfir íbúa.

Fulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:
Eins og kom fram í borgarstjórn 18. mars s.l., mun taka nokkurn tíma að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur og vinna þá skipulagsvinnu sem þarf til að Geldinganes verði byggingarhæft. Að auki er lagning Sundabrautar forsenda byggðar á nesinu og því ótímabært og ábyrgðarlaust að leggja fram tillögu um að fresta uppbyggingu í Úlfarsfelli, nema Sjálfstæðismenn í borgarstjórn og skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkur vilji sérstaklega stefna að lóðarskorti í borginni. Varðandi fullyrðingar um þéttleika byggðar og yfirbragð skal á það bent að hlutfall sérbýlis er um 35% og tekið er mið af mörgum góðum hverfum í borginni svo sem Hlíðum og Noðurmýri. Aukin heldur hefur við skipulagsvinnuna verið lögð sérstök áhersla á að fleiri en færri hafi tækifæri til þess að njóta búsetu í skjólgóðum suðuhlíðum í nálægð við náttúrulegt umhverfi.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Væri til þess pólitískur vilji í Reykjavík er ekkert því til fyrirstöðu að hraða skipulagningu og uppbyggingu íbúabyggðar á Geldinganesi. Hið sama er að segja um lagningu Sundabrautar, en helstu ástæður tafa á ákvörðun um það mikilvæga mál er að finna í löngu þekktu aðgerðarleysi meirihlutans í Reykjavík. Sama aðgerðarleysi endurspeglast í öllum áherslum R-listans í skipulagsmálum, en það er einmitt sú stefna, eða öllu heldur stefnuleysi, sem hefur gert það að verkum að Reykvíkingar hafa búið við lóðaskort allan þann tíma sem núverandi meirihluti hefur verið við völd. Á þeirri stöðu ber R-listinn einn ábyrgð.

Fulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:
Málflutningur af þessu tagi dæmir sig sjálfur enda sjá allir sem fylgjast með skipulagsmálum í Reykjavík að mikill gangur er í málaflokknum. Ótal fyrirspurnir, umsóknir og áform um uppbyggingu hafa komið til kasta skipulagsyfirvalda nýverið sem sýnir þvert á móti mikla uppbyggingu. Fullyrðingum um stefnuleysi og aðgerðarleysi er því vísað á bug.


Umsókn nr. 29118
7.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 291 frá 23. mars 2004.


Umsókn nr. 28606 (01.81.420.9)
021264-3699 Erik Pálsson
Breiðagerði 23 108 Reykjavík
250170-4599 Þórunn Helga Þorkelsdóttir
Breiðagerði 23 108 Reykjavík
8.
Breiðagerði 23, viðbygging
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa, dags. 4. febrúar 2004, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypta anddyrisviðbyggingu að vesturhlið og hækka rishæð hússins á lóðinni nr. 23 við Breiðagerði, samkv. uppdr. Guðmundar Jónssonar byggingafræðings, dags. 11.12.03, breytt 24.01.04.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. september 2003 og umsögn skipulagsfulltrúa frá 16. september 2003 (v. fyrirspurnar) fylgja erindinu. Samþykki nágranna dags. 21. desember 2003 fylgir erindinu. Málið var í kynningu frá 18. febrúar til 17. mars 2004. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Stækkun anddyri og ris 56,11 ferm. og 144,8 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 7.819
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 29079 (01.82.300.5)
200142-6329 Pétur Njörður Ólason
Hnaus 801 Selfoss
9.
Rauðagerði 34, tvær íbúðaeiningar sem samnýta jarðhæðina að hluta
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft tvíbýlishús með tveimur innbyggðum bílgeymslum þar sem neðrihæð er úr steinsteypu og niðurgrafin að hluta og efrihæð úr timbri með millilofti yfir hluta á lóð nr. 34 við Rauðagerði.
Stærð: Íbúð kjallari 118,1 ferm., 1. hæð 195,4 ferm., 2. hæð 54,8 ferm., bílgeymslur 81,9 ferm., samtals 450,2 ferm., 1642,8 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 88.711
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 27842 (01.35.820.6)
120346-4159 Ágúst Alfredsson
Bretland
10.
Skipasund 41, viðbygging
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16.12.03. Sótt er um leyfi til þess að byggja einnar hæðar léttbyggða viðbyggingu við austurhlið 1. hæðar einbýlishússins á lóð nr. 41 við Skipasund.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. september 2003 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. september 2003 fylgja erindinu. Málið var í grenndarkynningu frá 29.01.04 til 25.02.04. Undirskriftalisti húseigenda á Sæviðarsundi 68, 70, 72, 74 og 76, dags. 9.02.04 lagður fram ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22.03.04.
Samþykki eigenda Skipasunds 39 og fleiri nágranna fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun 102,8 ferm., 419,5 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 21.395
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 28739 (01.19.740.9)
190835-3599 Anna Tryggvadóttir
Smáragata 16 101 Reykjavík
11.
Smáragata 16, garðskáli yfir verönd
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa, dags. 4. febrúar 2004, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja glerviðbyggingu yfir verönd við suðvesturhlið 1. hæðar, byggja viðbyggingu í stað svala við norðvesturhlið 2. hæðar og breyta snyrtingum á 2. hæð vegna reksturs heimagistingar í einbýlishúsinu á lóð nr. 16 við Smáragötu, samkv. uppdr. Albínu Thordarson arkitekts, dags. 27.01.04. Málið var í kynningu frá 18. febrúar til 17. mars 2004. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Glerskáli 22,1 ferm., 70,7 rúmm., stækkun 2. hæðar 4,5 ferm., 15,3 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 4.644
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 29091 (04.13.580.4)
050861-2609 Jóakim Hlynur Reynisson
Vesturberg 137 111 Reykjavík
100361-4269 Hildur Jóhannesdóttir
Vesturberg 137 111 Reykjavík
12.
Þorláksgeisli 120, einbýlish. m. innb. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja byggja tvílyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 120 við Þorláksgeisla.
Stærð: Íbúð 1. hæð 93,8 ferm., 2. hæð 91,5 ferm., bílgeymsla 36,2 ferm., samtals 221,5 ferm. 752,7 rúmm.
Undir bílgeymlu er skriðrými 38,4 4 ferm., 92,2 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 40.646
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.


Umsókn nr. 40018 (01.26.14)
010656-5759 Reynir Sæmundsson
Njálsgata 58 101 Reykjavík
13.
Ármúli 1, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Reynis Sæmundssonar arkitekts, dags. 18.03.04, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 1 við Ármúla. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23.02.04.
Nefndin er jákvæð fyrir því að unnin verði byggingarleyfisumsókn sem grenndarkynnt verði fyrir hagsmunaaðilum.

Umsókn nr. 29092 (01.32.230.1)
590984-0869 Efnissala Guðjóns E Jóhanns ehf
Skútuvogi 1a 104 Reykjavík
14.
Klettagarðar 6, (fsp) iðnaðarhús
Spurt er hvort leyft yrði að byggja um 4630 ferm. stálgrindarhús sem skiptist í tvær einingar ásamt um 520 ferm. millilofti í hvorum helming lagerhúsnæðisins á lóð nr. 6 við Klettagarða.
Bréf hönnuðar dags. 16. mars 2004 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum.


Umsókn nr. 10070
15.
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 12. mars 2004.


Umsókn nr. 30547 (01.88)
590602-3610 Atlantsolía ehf
Þrastanesi 16 210 Garðabær
16.
Bústaðavegur 151, Atlantsolía
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 9. mars 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 18. f.m. varðandi umsókn Atlantsolíu ehf. um lóðina nr. 151 við Bústaðaveg undir sjálfsafgreiðslustöð eldsneytis og auglýsinu breytingar á aðalskipulagi vegna þessa. Jafnframt lögð fram bréf Bensínorkunnar ehf. frá 6. f.m., forstjóra Olíufélagsins ehf. frá 20. s.m. og fjármálastjóra Skeljungs hf. frá 26. s.m. varðandi málið.
Borgarráð samþykkti að auglýsa framkomna tillögu að breytingu á aðalskipulagi.


Umsókn nr. 40139
17.
Byggingarlistastefna, umfjöllun um gæði byggðar
Lagt fram yfirlit borgararkitekts, dags. í nóvember 2003 um byggingarlistastefnu, umfjöllun um gæði byggðar.
Þorvaldur S. Þorvaldsson kynnti.

Umsókn nr. 40141
18.
Hafnarsamstarf, sameining fjögurra hafna
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 9. mars 2004, sbr. samþykkt hafnarstjórnar s.d. varðandi viljayfirlýsingu um sameiningu Reykjavíkurhafnar, Grundartangahafnar, Akraneshafnar og Borgarneshafnar frá og með 1. janúar 2005. Jafnframt lögð fram drög að viljayfirlýsingu Reykjavíkurborgar, Borgar-byggðar, Akraneskaupstaðar, Borgarfjarðarsveitar, Hvítársíðuhrepps, Skorra-dalshrepps, Leirár- og Melahrepps, Skilmannahrepps, Hvalfjarðarstrandar-hrepps og Innri Akraneshrepps, dags. í dag. R04030057
Borgarráð samþykkir viljayfirlýsinguna fyrir sitt leyti.

Jafnframt samþykkti borgarráð:
Borgarráð fagnar þeim ásetningi sem fram kemur í viljayfirlýsingu tíu sveitarfélaga um sameiningu Reykjavíkurhafnar, Akraneshafnar, Grundartangahafnar og Borgarneshafnar í eitt fyrirtæki frá og með 1. janúar 2005. Ljóst er að með sameiningu verður til öflugri og sterkari höfn sem skapar ný sóknarfæri í uppbyggingu þjónustu og atvinnurekstrar á svæðunum. Með sameiningunni næst fram hagkvæmari samnýting innviða sveitarfélaganna á svæðinu. Þessi samnýting verður enn hagkvæmari með tilkomu Sundabrautar, sem hvatt er til að ráðist verði í sem allra fyrst.
Með sameiningu Reykjavíkurhafnar, Akraneshafnar, Grundartangahafnar og Borgarneshafnar, verður ekki lengur þörf fyrir uppbyggingu nýs hafnarsvæðis fyrir Reykjavík í Geldinganesi. Því er skipulags- og byggingarnefnd falið að hefja undirbúning að breytingu aðalskipulags Geldinganess. Þannig verði hluta svæðisins breytt í blandaða byggð, með áherslu á íbúða- og atvinnusvæði.



Umsókn nr. 40142 (01.39)
19.
Laugardalur, Þróttur, og Ármann, bygging íþróttahúss
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 9. mars 2004, varðandi bréf borgarverkfræðings og framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs frá 3. þ.m. varðandi framkomna ósk Knattspyrnufélagsins Þróttar og Glímufélagsins Ármanns um viðræður um byggingu íþróttahúss á svæði Þróttar í Laugardal og aukna samvinnu félaganna.
Borgarráð samþykkti að fela borgarverkfræðingi, sviðstjóra skipulags- og byggingarsviðs og framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs að ganga til viðræðna við félögin.


Umsókn nr. 40148 (04.13.21)
20.
Maríubaugur 1, Ingunnarskóli,
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 16. mars 2004, varðandi bréf fræðslustjóra frá 8. þ.m. sbr. samþykkt fræðsluráðs 17. f.m. um stofnun útibús frá Ingunnarskóla í eystri hluta Grafarholts.
Borgarráð samþykkt erindið.


Umsókn nr. 40082 (01.13)
21.
Mýrargötusvæði, breyting á aðalskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 9. mars 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 18. f.m. varðandi breytingu á aðalskipulagi vegna Mýrargötusvæðis, dags. 14. f.m. ásamt umsögn hafnarstjórnar frá 8. þ.m. sbr. bréf hafnarstjóra, dags. s.d.
Borgarráð samþykkti að auglýsa framkomna tillögu að breytingu á aðalskipulagi.


Umsókn nr. 30212 (04.79)
22.
Norðlingaholt, framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar
Lagt fram bréf gatnamálastjóra dags. 19.03.04 varðandi framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar ásamt tilheyrandi lagnakerfum í nýju hverfi Norðlingaholts. Áður var útgefið leyfi fyrir 1. áfanga hverfisins, nú er sótt um leyfi til að ljúka framkvæmdum. Einnig lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs, dags. 24. mars 2004.
Framkvæmdaleyfi samþykkt, með fjórum atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlista, með vísan til umsagnar skipulags- og byggingarsviðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 40140
23.
Skipulags- og byggingarsvið, umhverfis- og tæknisvið, nýtt húsnæði
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 9. mars 2004 á heimild borgarverkfræðings og sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs til að ganga til samningaviðræðna við Eignarhaldsfélagið Fasteign ehf. um nýtt sameiginlegt húsnæði fyrir umhverfis- og tæknisvið og skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkurborgar.


Umsókn nr. 30256 (02.6)
580302-3510 Umhverfis- og tæknisvið Rvíkurb
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
24.
Úlfarsfell, tengibraut
Lagt fram bréf gatnamálastjóra, dags. 19.03.04, varðandi framkvæmdaleyfi vegna gerðar tengibrautar við Úlfarsfell. Gatan tengist hringtorgi á gatnamótum Reynisvatnsvegar og Jónsgeisla og þaðan til norðurs yfir Úlfarsá.
Einnig lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs, dags. 24. mars 2004.
Framkvæmdaleyfi samþykkt, með fjórum atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlista, með vísan til umsagnar skipulags- og byggingarsviðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins.