Bauganes 7, Safamýri 28, Skeifan/Fenin, Naustabryggja 36-52, Stekkjarbakki 2, Staldrið, Fylkisvegur 1, íþróttasvæði Fylkis, Vesturbæjarsundlaug, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Efstasund 35, Helgugrund 3, Jörfagrund 2, Jörfagrund 4, Jörfagrund 6, Móvað 29, Rauðavað 1-11, Sandavað 1-5, Smárarimi 17, Smárarimi 19, Smárarimi 21, Smárarimi 51, Smárarimi 53, Smárarimi 55, Smárarimi 89, Sóleyjarimi 1-7, Suðurlandsvegur 200, Geldinganes, Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Jöldugróf 4, Mýrargötusvæði, Viðarrimi 49, Ægisíða 82, Fyrirspurn frá Ólafi F. Magnússyni,

Skipulags- og byggingarnefnd

151. fundur 2004

Ár 2004, miðvikudaginn 10. mars kl. 09:00, var haldinn 151. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Anna Kristinsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Björn Ingi Hrafnsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Kristján Guðmundsson og áheyrnarfulltrúinn Ólafur F. Magnússon. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Helga Bragadóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason, Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir og Sigríður Kristín Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Björn Ingi Sveinsson, Margrét Leifsdóttir, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Helga Guðmundsdóttir og Björn Axelsson. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 40014 (01.67.20)
040659-6259 Guðmundur Sveinsson
Bauganes 7 101 Reykjavík
1.
Bauganes 7, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Brynjars Daníelssonar byggingafræðings, dags. 12. janúar 2004, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 7 við Bauganes. Málið var í kynningu frá 29. janúar til 25. febrúar 2004. Engar athugsemdir bárust.
Kynnt tillaga samþykkt með vísan til 1. gr. viðauka 1.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

Umsókn nr. 40117 (01.28.31)
670696-2199 AT4 arkitektar ehf
Ingólfsstræti 5 101 Reykjavík
2.
Safamýri 28, færsla göngustígs
Lagt fram bréf AT4 arkitekta, dags. 3.3.04 varðandi tilfærslu á göngustíg við lóðarmörk íþróttasvæðis Fram og Álftamýrarskóla ásamt uppdrætti dags. 15.10.03. Einnig lagt fram samþykki skólastjóra Álftamýrarskóla, mótt. 4.03.04.
Færsla á göngustíg samþykkt.

Umsókn nr. 40100 (01.46)
711293-2139 Vinnustofan Þverá ehf
Laufásvegi 36 101 Reykjavík
3.
Skeifan/Fenin, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Vinnustofunnar Þverá, dags. í febrúar 2004, að breytingu á deiliskipulagi fyrir Skeifuna-Fenin.
Framlögð tillaga samþykkt án grenndarkynningar þar sem samþykktin er ekki talin hafa áhrif á hagsmuni annara en lóðarhafa.

Umsókn nr. 30516
090461-5409 Bjarni Sævar Geirsson
Norðurtún 24 225 Bessastaðir
4.
Naustabryggja 36-52, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Björns Ólafs arkitekts, dags. 09.12.03, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 36-52 við Naustabryggju. Grenndarkynning stóð yfir frá 10.12.03 til 09.01.04. Lagt fram athugasemdarbréf eigenda Básbryggju 39, dags. 5.01.04, húsfélagsins Naustabryggju 54-56, undirskriftarlisti með 58 nöfnum, dags. 8.01.04 og undirskriftarlisti með 27 nöfnum, dags. 5.01.04. Einnig lögð fram umsögn skipulagshöfundar um athugasemdir, dags. 21.01.04, umsögn skipulagfulltrúa, dags. 08.03.04 og útskrift úr gerðabók samgöngunefndar frá 3. febrúar s.l. Einnig lagt fram bréf umhverfis- og tæknisviðs, dags. 8. mars 2004.
Frestað.

Umsókn nr. 40060
420299-2069 Arkitektar Skógarhlíð ehf
Skógarhlíð 18 105 Reykjavík
5.
Stekkjarbakki 2, Staldrið, Bensínsjálfsali, fyrirspurn
Lagt fram bréf Arkiteka Skógarhlíð dags. 06.03.04 ásamt uppdrætti dags. 07.03.04, varðandi fyrirspurn um bensínsjálfsala á lóð Staldursins að Stekkjarbakka 2.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við að sótt verði um byggingarleyfi í samræmi við fyrirspurn.

Umsókn nr. 40057 (04.36.3)
481173-0359 Íþróttafélagið Fylkir,aðalstj
Fylkisvegi 6 110 Reykjavík
6.
Fylkisvegur 1, íþróttasvæði Fylkis, framtíðarsýn
Lagt fram bréf Íþróttafélagsins Fylkis, dags. 2. febrúar 2004, varðandi hugmyndir félagsins að "Framtíðarsýn í mannvirkjamálum Fylkis" til næstu tíu ára. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. mars 2004.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. mars 2004 samþykkt.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks fagna framkominni skýrslu Fylkis. Skýrslan er vel unnin og eru þessi vinnubrögð félagsins til fyrirmyndar. Það er ljóst að þörf félagssins fyrir stærra svæði mun aukast mjög á næstu árum þar sem að félagssvæði þess hefur stækkað mjög og nær nú yfir Norðlingaholt og Grafarholt, auk Árbæjar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja til að nú þegar verði hafnar viðræður við forsvarsmenn Fylkis um framtíðarsvæði félgasins.

Fulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:
Eins og formaður ÍTR hefur upplýst á fundinum eru í gangi viðræður við íþróttafélagið Fylki um framtíðaruppbyggingu og stefnumörkun félagsins.
Tillagan er því óþörf og er lagt til að henni verði vísað frá.

Framlagðri tillögu vísað frá

Ólafur F. Magnússon áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra óskaði bókað:
Ljóst er að stórauka þarf íþróttasvæði Fylkis vegna þess stóra upptökusvæðis sem félagið mun sinna í framtíðinni. Hins vegar kemur ekki tilgreina að koma fyrir knattspyrnuvöllum í hólmum Elliðaánna.

Skipulags- og byggingarnefnd óskaði bókað:
Skipulags- og bygginganefnd lýsir yfir ánægju sinni með vinnubrögð Fylkis. Það liggur þó fyrir eins og fram kemur í umsögn skipulagsfulltrúa að ekki er vilji til að nýta hina friðuðu Blásteinshólma undir íþrótta- og æfingasvæði. Skipulags- og byggingarnefnd telur miður að fulltrúi Frjálslyndra- og óháðra sjái ástæðu til að láta liggja að öðru og ýta þar af leiðandi undir misklíð um þetta viðkvæma svæði. Það er hvorki í þágu Fylkis né borgarbúa.

Ólafur F. Magnússon áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra óskaði bókað:
Bókun fulltrúa Reykjavíkurlista og fulltrúa Sjálfstæðisflokks er grófur útúrsnúningur á bókun minni, þar sem lögð er áhersla á verndun Elliðaárdalsins en á engan hátt er vegið að íþróttafélaginu Fylki, ég mótmæli þessum ósmekklegu vinnubrögðum fulltrúar Reykjavíkurlista og Sjálfstæðisflokks í skipulags- og byggingarnefnd.


Umsókn nr. 20354 (01.52.61)
7.
Vesturbæjarsundlaug, deiliskipulag, heilsuræktarþjónusta
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Landark, að deiliskipulagi lóðar Vesturbæjarsundlaugar, dags. 11.09.03, ásamt greinargerð. Málið var í auglýsingu frá 8. október til 19. nóvember 2003. Athugasemdabréf bárust frá Hafsteini Hafsteinssyni, eiganda lóðarinnar Einimels 24, dags. 10.10.03, Kötlu Gunnarsdóttur, Hagamel 44, dags. 4.11.03, Ólöfu Þorvarðsdóttur, Sólvallagötu 4, dags. 18.11.03, 30 fastgestum Vesturbæjarsundlaugarinnar, dags. 12.11.03, Sunddeild KR, dags. 19.11.03. Einnig lögð fram ný tillaga Landark, dags. 05.03.04 og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. mars 2004. Einnig lagt fram bréf Hjalta Hjaltasonar, Huldulandi 9, dags. 5. mars 2004.
Kynnt.

Umsókn nr. 28987
8.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjöl með fundargerð þessari eru fundargerðir nr. 288 frá 2. mars 2004 og nr. 289 frá 9. mars 2004.


Umsókn nr. 27856 (01.35.710.4)
160153-5559 Haraldur Hermannsson
Safamýri 51 108 Reykjavík
9.
Efstasund 35, fjölbýlish. m. 3 íb.
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 23.09.03. Sótt er um leyfi til þess að rífa núverandi einbýlishús og byggja tvílyft steinsteypt fjölbýlishús með þrem íbúðum og geymsluskúr úr steinsteypu fyrir hjól og vagna á lóð nr. 35 við Efstasund skv. uppdr. Arkís, dags. 2.09.03.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. september 2003 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. september 2003 fylgja erindinu. Málið var í kynningu frá 1. til 30. október 2003. Athugasemdabréf bárust frá eigendum að Efstasundi 36, dags. 30.10.03 og Kristni Gíslasyni, Efstasundi 33, ásamt undirskriftalista með nöfnum 31 íbúa við Efstasund, dags. 30.10.03. Einnig lagðir fram breyttir uppdrættir, dags. 24.02.04 ásamt skuggavarpi og og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 3. nóvember 2003, breytt 27. febrúar 2004.
Stærð: Niðurrif íbúðarhús fastanr. 201-8320 samþykkt 65,1 ferm.
Fjölbýlishús 1. hæð 157,9 ferm. 2. hæð 112,2 ferm., samtals 270,1 ferm., 857,9 rúmm., hjólageymsla 7,8 ferm., 17,6 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 44.651
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 29021 (32.47.420.2)
411102-2030 Loran ehf
Vesturgötu 4 101 Reykjavík
10.
Helgugrund 3, einbýlish. m. innb. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft einbýlishús úr timbri með innbyggðri bílgeymslu allt klætt með Viroc utanhúsklæðningu á lóð nr. 3 við Helgugrund.
Stærð: Íbúð 173,3 ferm., bílgeymsla 30,7 ferm., samtals 204 ferm., 803,5 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 43.389
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 29018 (32.47.250.1)
411102-2030 Loran ehf
Vesturgötu 4 101 Reykjavík
11.
Jörfagrund 2, einbýlish. m. innb. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft einbýlishús úr timbri með innbyggðri bílgeymslu allt klætt með Viroc utanhúsklæðningu á lóð nr. 2 við Jörfagrund.
Jafnframt er erindi 23817 dregið til baka.
Stærð: Íbúð 150,8 ferm., bílgeymsla 40,2 ferm., samtals 191 ferm., 729 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 39.366
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 29020 (32.47.250.2)
411102-2030 Loran ehf
Vesturgötu 4 101 Reykjavík
12.
Jörfagrund 4, einbýlish. m. innb. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft einbýlishús úr timbri með innbyggðri bílgeymslu allt klætt með Viroc utanhúsklæðningu á lóð nr. 4 við Jörfagrund.
Stærð: Íbúð 150,8 ferm., bílgeymsla 40,2 ferm., samtals 191 ferm., 729 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 39.366
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 29019 (32.47.250.3)
411102-2030 Loran ehf
Vesturgötu 4 101 Reykjavík
13.
Jörfagrund 6, einbýlish. m. innb. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft einbýlishús úr timbri með innbyggðri bílgeymslu allt klætt með Viroc utanhúsklæðningu á lóð nr. 6 við Jörfagrund.
Stærð: Íbúð 150,8 ferm., bílgeymsla 40,2 ferm., samtals 191 ferm., 729 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 39.366
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 28971 (04.77.340.4)
040969-5439 Guðjón Halldór Gunnarsson
Búagrund 9 116 Reykjavík
170770-3239 Henrietta Guðrún Gísladóttir
Búagrund 9 116 Reykjavík
14.
Móvað 29, einbýlish. m. innb. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að bygggja einlyft einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu allt steypt í einangrunarmót og klætt að utan með báruðum kopar og láréttum mahoníborðum á lóð nr. 29 við Móvað.
Stærð: íbúð 182,8 ferm., bílgeymsla 33,3 ferm., samtals 221,8 ferm., 838,3 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 45.268
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.


Umsókn nr. 29004 (04.77.310.1)
691282-0829 Frjálsi fjárfestingarbankinn hf
Ármúla 13a 108 Reykjavík
15.
Rauðavað 1-11, sameina bílgeymslu og bílastæðalóð í eina sérlóð
Sótt er um leyfi til þess að sameina hluta fjölbýlishúsalóðanna í eina bílgeymslu- og bílastæðalóð fyrir fjölbýlishúsin á lóðunum nr. 1-11 og 13-25 við Rauðavað.
Gjald 5.400
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.


Umsókn nr. 28970 (04.77.220.2)
560589-1159 Gissur og Pálmi ehf
Staðarseli 6 109 Reykjavík
16.
Sandavað 1-5, fjölbýlish. m. 28 íb.
Sótt er um leyfi til þess að byggja fjögurra hæða steinsteypt fjölbýlishús með þremur stigahúsum, samtals 28 íbúðum ásamt geymslu og bílakjallara á lóð nr. 1-5 við Sandavað.
Stærð: Íbúð kjallari xxx ferm., 1. hæð xxx ferm., 2. hæð xxx ferm., 3. hæð xxx ferm., 4. hæð xxx ferm., bílgeymsla xxx ferm., samtals xxx ferm., xxx rúmm.
Gjald kr. 5.400 + xxx
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 28956 (02.53.410.3)
641000-3020 Lerkiás ehf
Grasarima 11 112 Reykjavík
210164-3409 Steinn Guðjónsson
Grasarimi 11 112 Reykjavík
17.
Smárarimi 17, einbýlish. m. innb. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 17 við Smárarima.
Stærð: Íbúð 149,8 ferm., bílgeymsla 28,2 ferm. samtals 178 ferm., 632 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 34.128
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 29013 (02.53.410.2)
491003-2860 Einbýli ehf
Súðarvogi 7 104 Reykjavík
18.
Smárarimi 19, einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft einbýlishús úr timbri með innbyggðri bílgeymslu allt klætt með Viroc utanhúsklæðningu á lóð nr. 19 við Smárarima.
Stærð: Íbúð 174,0 ferm., bílgeymsla 33,8 ferm., samtals 207,8 ferm., 815,9 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 44.059
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 29014 (00.00.000.3)
491003-2860 Einbýli ehf
Súðarvogi 7 104 Reykjavík
19.
Smárarimi 21, einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft einbýlishús úr timbri með innbyggðri bílgeymslu allt klætt með Viroc utanhúsklæðningu á lóð nr. 21 við Smárarima.
Stærð: Íbúð 174,0 ferm., bílgeymsla 33,8 ferm., samtals 207,8 ferm., 815,9 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 44.059
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 29016 (02.53.430.8)
491003-2860 Einbýli ehf
Súðarvogi 7 104 Reykjavík
20.
Smárarimi 51, einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft einbýlishús úr timbri með innbyggðri bílgeymslu allt klætt með Viroc utanhúsklæðningu á lóð nr. 51 við Smárarima.
Stærð: Íbúð 158,8 ferm., bílgeymsla 39,6 ferm., samtals 198,4 ferm., 756,6 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 40.856
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 29015 (02.53.430.7)
491003-2860 Einbýli ehf
Súðarvogi 7 104 Reykjavík
21.
Smárarimi 53, einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft einbýlishús úr timbri með innbyggðri bílgeymslu allt klætt með Viroc utanhússklæðningu á lóð nr. 53 við Smárarima.
Stærð: Íbúð 158,8 ferm., bílgeymsla 39,6 ferm., samtals 198,4 ferm., 756,6 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 40.856
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 29017 (02.53.430.6)
491003-2860 Einbýli ehf
Súðarvogi 7 104 Reykjavík
22.
Smárarimi 55, einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft einbýlishús úr timbri með innbyggðri bílgeymslu allt klætt með Viroc utanhúsklæðningu á lóð nr. 55 við Smárarima.
Stærð: Íbúð 158,8 ferm., bílgeymsla 39,6 ferm., samtals 198,4 ferm., 756,6 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 40.856
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 29022 (02.53.480.1)
491003-2860 Einbýli ehf
Súðarvogi 7 104 Reykjavík
23.
Smárarimi 89, einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft einbýlishús úr timbri með innbyggðri bílgeymslu allt klætt með Viroc utanhúsklæðningu á lóð nr. 89 við Smárarima.
Stærð: xx
Gjald kr. 5.400 + xx
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 28968
460503-3290 Sóleyjarrimi ehf
Stórhöfða 25 112 Reykjavík
24.
Sóleyjarimi 1-7, fjölbýlish. m. 80 íb. og bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja fjölbýlishús úr forsteyptum einingum, einangrað að utan og ýmist klætt með álplötum eða samlokueiningum með múrsalla, með fjórum stigahúsum þar sem hús nr. 1 er fjögurra hæða með fimmtán íbúðum, hús nr. 3 er fimm hæða með nítján íbúðum, hús nr. 5 er sex hæða með tuttugu og þremur íbúðum og hús nr. 7 er sex hæða með tuttugu og þremur íbúðum, samtals 80 íbúðir ásamt opinni bílgeymslu úr forsteyptum einingum og holplötum fyrir 72 bíla og 71 bílastæði á þaki. Fjölbýlishúsið nr. 1-7 er ætlað fyrir íbúa á aldrinum 50 ára og elri á lóð 1-23 við Sóleyjarima.
Stærð: Hús nr. 1 (matshl. 01) íbúð 1. hæð 410,3 ferm., 2.- 4. hæð 402,5 ferm. hver hæð, samtals 1617,8 ferm., 4735,2 rúmm. B - rými eru samtals 84,6 ferm., 232,7 rúmm.
Hús nr. 3 (matshl. 02) íbúð 1. hæð 408,3 ferm., 2.- 5. hæð 400,5 ferm. hver bæð, samtals 2010,3 ferm., 5825,3 rúmm. B - rými eru samtals 109 ferm., 299,8 rúmm.
Hús nr. 5 (matshl. 03) íbúð 1. hæð 408,3 ferm., 2.- 6. hæð 400,5 ferm. hver hæð, samtals 2410,8 ferm., 6946,5 rúmm. B - rými eru samtals 133,4 ferm., 366,9 rúmm.
Hús nr. 7 (matshl. 04) íbúð 1. hæð 410,3 ferm., 2.- 6. hæð 402,5 ferm. hver hæð, samtals 2422,8 ferm., 6980,4 rúmm. B - rými eru samtals 133,4 ferm., 366,9 rúmm.
Opin bílgeymsla (matshl. 05) hjólbarðageymslur 28 ferm., 81,2 rúmm., botnplata 396,9 rúmm., (B - rými) opin bílastæði 1956,4 ferm., 5673,6 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 1.722.892
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 29001
551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
25.
Suðurlandsvegur 200, aðveitustöð A12
Sótt er um leyfi til þess að byggja aðveitustöð (A12) fyrir Orkuveitu Reykjavíkur á lóð nr. 200 við Suðurlandsveg.
Byggingin er steinsteypt, eingangruð utan og klædd stálplötum.
Stærð: Aðveitustöð 1098,0 ferm.og 4526,5 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 244.431
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 40131 (02.1)
26.
Geldinganes, Aðal- og deiliskipulagsbreyting
Fulltrúar Reykjavíkurlista lögð fram svohljóðandi tillögu:
Í framhaldi af samþykkt borgarráðs um breytingar á skipulagi í Geldinganesi felur skipulags- og byggingarnefnd, sviðsstjóra að vinna tillögu að breytingu Aðalskipulags og deiliskipulagsvinnu í framhaldi af því.
Framlögð tillaga samþykkt.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarsviði að hefja undirbúning að hugmyndasamkeppni um íbúðarbyggð í Geldinganesi. Að auki samþykkir skipulags- og byggingarnefnd að beina því til borgarráðs að grjótnámi í Geldinganesi verði hætt í framhaldi af því að fallið verið frá áformum um höfn á nesinu.

Framlögð tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlista.

Ólafur F. Magnússon fulltrúi Frjálslyndra- og óháðra óskaði bókað:
Ég styð nú sem fyrr skipulagshugmymdir sem gera ráð fyrir íbúðarbyggð í Geldinganesi. Stuðningur Frjálslyndra- og óháðra við þetta sjónarmið kom skýrt fram í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga.


Umsókn nr. 10070
27.
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 20. og 27. febrúar og 5. mars 2004.


Umsókn nr. 29031 (01.88.900.2)
28.
Jöldugróf 4, lagt fram bréf
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 8. mars 2004 þar sem gerð er tillaga að fresti til að ganga frá lóðarmörkum að viðlögðum dagsektum.
Tillaga byggingarfulltrúa samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 40125 (01.13)
29.
Mýrargötusvæði,
Lagt fram til kynningar Mýrargata - Slippasvæði. Niðurstaða stýrihóps vegna vals á ráðgjöfum.


Umsókn nr. 40087 (02.52.82)
160345-2099 Hlöðver Sigurðsson
Viðarrimi 47 112 Reykjavík
30.
Viðarrimi 49, kæra
Lögð fram kæra Hlöðvers Sigurðssonar til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 20.02.04, varðandi ákvörðun borgarráðs frá 20.01.04 um að breyta deiliskipulagi á lóð nr. 49 við Viðarrima. Einnig lögð fram greinargerð forstm. lögfræði og stjórnsýslu, dags. 3. mars 2004.
Greinargerð forstm. lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

Umsókn nr. 40111 (01.54.33)
31.
Ægisíða 82, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 3. október 2002 ásamt afriti af kæru, dags. 9. ágúst 2002, þar sem kærð er ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur dags. 10. júlí 2002 um synjun á umsókn um leyfi til þess að byggja glerskála við austurhlið hússins nr. 82 við Ægisíðu. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 8. mars 2004.
Umsögn lögfræði og stjórnasýslu samþykkt.

Umsókn nr. 40002
32.
Fyrirspurn frá Ólafi F. Magnússyni, ítrekun
Á fundi skipulags- og byggingarnefndar 4. febrúar s.l. lagði undirritaður fram svohljóðandi fyrirspurn til sviðsstjóra og viðkomandi starfsmanna skipulags- og byggingarsviðs borgarinnar:
Hvaða hús við Laugaveg og á miðbæjarsvæðinu hafa verið rifin eða heimilað að verði rifin sem "áðurnefnd húsverndarskýrsla" mælir með að fái að standa. Stenst sú fullyrðing formanns skipulagsnefndar "að deiliskipulag miðborgarinnar hafi verið unnið í samvinnu við sérfræðinga Árbæjarsafns?"
Með "áðurnefndri húsverndarskýrslu" á undirritaður við húsverndarskýrslu þá, sem unnin var af fagaðilum þ.á.m. borgarminjaverði í svonefndu þemahefti um Húsvernd í Reykjavík, sem var fylgigagn Aðalskipulags Reykjavíkur 1996-2016. Það er alveg ljóst af fyrirspurn undirritaðs að hann er ekki að spyrja eingögnu um deiliskipulag við Bankastræti og Laugaveg eins og ætla mætti af svari skipulagsfulltrúa á síðasta fundi skipulags- og byggingarnefndar 25. febrúar s.l. Í svari skipulagsfulltrúa er spurning undirritaðs á fundi nefndarinnar 4. febrúar s.l. höfð rangt eftir, en þó að mestu leyti rétt svarað varðandi heimilað niðurrif húsa við Laugaveg. En svar skipulagsfulltrúans nær ekki til stærra svæðis en húsa við Laugaveg og Bankastræti þó að spurningin beinist að öllu miðbæjarsvæðinu. Undirritaður saknar þess t.d. að ekki sé getið um fyrirhugað niðurrif síðasta hlaðna steinhússins í Skuggahverfi, að Klapparstíg 19, sem hlýtur í vitund flestra Reykvíkinga að vera á miðbæjarsvæðinu, enda staðsett nánast á horni Hverfisgötu og Klapparstígs. Fulltrúar Reykjavíkurlista og Sjálfstæðisflokks í skipulags- og byggingarnefnd styðja niðurrif þessa húss þvert á ráðgjöf fagaðila og borgarminjavarðar, ("sérfræðings Árbæjarsafns"). Undirrituðum þykir einnig slæmt að í svari skipualgsfulltrúans sé því haldið fram án nægjanlegs rökstuðnings, að deiliskipulag Laugavegarins hafi "á öllum stigum" verið unnið í samvinnu við sérfræðinga í húsvernd. Ekki var spurt um sérfræðinga í húsvernd heldur sérfræðinga Árbæjarsafns í fyrirspurninni. Ljóst er að engin sérfræðingur Árbæjarsafns sat í starfshóp sem í apríl 2002 gerði "endurmat á deiliskipulagi við Bankastræti og Laugaveg" svar skipulagsfulltrúans er því rangt hvað þetta varðar. Undirritaður leggur því á ný fram fyrirspurn sína til sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs og að gefnu tilefni með nákvæmu orðalagi, sem ekki verður túlkað með jafn þröngum hætti og í svari skipulagsfulltrúa á síðasta fundi skipulags- og byggingarnefndar 25. febrúar s.l.
Fyrirspurnin er svohljóðandi:
Hvaða hús við Laugaveg og á miðbæjarsvæðinu hafa verið rifin eða heimilað að verði rifin sem svonefnd húsverndarskýrsla eða þemahefti um húsvernd mælir með að fái að standa? Með miðbæjarsvæðinu er átt við miðborgina samkvæmt afmörkun hennar á korti á heimasíðu skipulags- og byggingarsviðs, auk Skuggahverfis.
Þannig er ekki bara spurt um heimilað eða þegar framkvæmt niðurrif verndaðra húsa á Laugavegs og Bankastrætissvæðinu austur af Hlemmi, heldur einnig allt svæðið norðan Laugavegs og Bankastrætis að Sæbraut vestan Snorrabrautar. Ennfremur Skólavörðustígssvæði og svæðið uppfrá Kvosinni, auk Kvosarinnar sjálfrar. Farið er fram á ítarlegra og nákvæmara svar við fyrirspurn minni en það svar sem var lagt fram á síðasta fundi skipulags- og byggingarnefndar 25. febrúar s.l.