Mýrargötusvæði, Grænlandsleið 29-53, Þorláksgeisli 9, Bústaðavegur 151, Skildinganes, Langholtsvegur 109-115, Tónlistarhús/Ráðstefnumiðstöð/Hótel, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Langholtsvegur 208, Lækjarvað 2-14, Smárarimi 25, Smárarimi 27, Smárarimi 31, Smárarimi 33, Smárarimi 35, Smárarimi 45, Smárarimi 7, Sóleyjarimi 1-23, Bústaðahverfi, Byggingarleyfi - starfshópur, Reitur 1.152.5, Skútuvogur 2, Þjónustumiðstöðvar, Fyrirspurn frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni,

Skipulags- og byggingarnefnd

149. fundur 2004

Ár 2004, miðvikudaginn 18. febrúar kl. 09:05, var haldinn 149. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Anna Kristinsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Björn Ingi Hranfsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Kristján Guðmundsson og áheyrnarfulltrúinn Ólafur F. Magnússon. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason, Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir, Ágústa Sveinbjörnsson, Helga Björk Laxdal og Sigríður Kristín Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Margrét Leifsdóttir, Margrét Þormar og Sigurður Pálmi Ásbergsson. Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 40082 (01.13)
1.
Mýrargötusvæði, breyting á aðalskipulagi
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingasviðs, dags. 14.02.04, að breytingu á aðalskipulagi vegna Mýrargötusvæðis.
Tillögunni vísað til umsagnar hafnarstjórnar.

Umsókn nr. 30556 (04.11)
550296-2339 Sveinn Ívarsson ehf
Grundarhvarfi 9 203 Kópavogur
2.
Grænlandsleið 29-53, færsla á byggingarreitum húsa nr. 45-53
Lögð fram drög Sveins Ívarssonar dags. 20.01.04 að breytingu á deiliskipulagi fyrir Grænlandsleið 29-53.
Samþykkt án kynningar þar sem breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda.

Umsókn nr. 30551 (05.13.62)
510497-2799 Félagsbústaðir hf
Hallveigarstíg 1 108 Reykjavík
530289-1339 JB Byggingafélag ehf
Bæjarlind 4 201 Kópavogur
3.
Þorláksgeisli 9, fjölgun íbúða
Lagt fram bréf Jb byggingarfélags og Félagsbústaða hf, dags. 15. desember 2003, varðandi byggingu á lóðinni nr. 9 við Þorláksgeisla, samkv. uppdr. Sveins Ívarssonar arkitekts, dags. 20.08.03. Einnig lagt fram bréf Sveins Ívarssonar ark. dags. 18.12.03 og könnun Félagsbústaða dags. 02.02.04, um notkun bílastæða.
Samþykkt að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi á eigin kostnað, í samráði við skipulagsfulltrúa, sem grenndarkynnt verður þegar hún berst.

Umsókn nr. 30547 (01.88)
590602-3610 Atlantsolía ehf
Þrastanesi 16 210 Garðabær
4.
Bústaðavegur 151, Atlantsolía
Lögð fram bréf Atlantsolíu, dags. 15. desember 2003 og 26. janúar 2004, varðandi umsókn um lóð að Bústaðavegi 151 ásamt drögum að deiliskipulagi frá Teiknistofunni Tröð, dags. 2.01.04. Einnig lögð fram umsögn borgarverkfræðings, dags. 15.01.04.
Nefndin tekur jákvætt í erindið fyrir sitt leyti. Samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi í samræmi við erindið.
Vísað til borgarráðs.

Ólafur F. Magnússon fulltrúi Frjálslyndra og óháðra óskaði bókað:
Tilkoma nýs samkeppnisaðila í bensínsölu er mikilvæg fyrir íbúa Reykjavíkurborgar. Ég lýsi hins vegar áhyggjum mínum af staðsetningu bensínstöðvar á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar, norðan Bústaðavegar, af umferðaröryggisástæðum.
Umtalsverður vandi er tengdur umferð á Reykjanesbraut úr norðri, ekki síst í aðrein til Bústaðavegar. Þessi vandi getur aukist með tilkomu bensínstöðvar á þessum stað.
Jafnframt gæti endurkoma umferðar frá fyrirhugaðri bensínstöð inn á Reykjanesbraut, þar sem tekin er vinstri beygja inn á Bústaðaveg, reynst varasöm.


Umsókn nr. 20384 (01.67)
5.
Skildinganes, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga Manfreðs Vilhjálmssonar arkitekts, dags. í maí 2003, ásamt greinargerð, að deiliskipulagi fyrir Skildinganes, reiti 1.671, 1.674, 1.675 og 1.676, sem markast af Einarsnesi, Skildinganesi, Skeljanesi og útivistarsvæði með strandlengju. Málið var í auglýsingu frá 13.06.03 til 25.07.03. Lagt fram sem athugasemd við deiliskipulagið bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16.06.03 ásamt uppdr. Ingimundar Sveinssonar ark., dags. 11.06.03, þar sem sótt er um leyfi til þess að endurnýja og stækka svalir á suðvesturhlið hússins á lóðinni nr. 38 við Skildinganes. Athugasemdabréf bárust frá eftirfarandi aðilum: Jenný Matthíasdóttir og Ásgeir Torfason, dags. 04.07.03, Kjartan Gunnarsson, Starhaga 4, dags. 09.07.03, Peggy Helgason og Sigurður Helgason, Skildinganesi 22, dags. 16.07.03, Guðmundur Benediktsson og Lína G. Atladóttir, Þrastargötu 10, dags. 19.07.03, Kristín Claessen og Guðmundur Benediktsson, Reynistað við Skildinganes, dags. 21.07.03, Sigurlín Magnúsdóttir, Skildinganesi 39, f.h. eigenda Baugatanga 7, dags. 21.07.03, Sólveig Jónsdóttir og Jón Nordal, Skeljatanga 5, dags. 23.07.03, Þórkatla M. Halldórsdóttir, Bauganesi 12, dags. 22. júlí 2003, Páll Hjaltason og Steinunn Sigurðardóttir, Gnitanesi 10, dags. 23.07.03, Þórunn Halldórsdóttir og Sigurður Kárason, Skildinganesi 18, dags. 09.07.03 og 23.07.03, Kristín Haraldsdóttir, eig. Fáfnisness 6, dags. 25.07.03, Þórunn R. Jónsdóttir, dags. 24.07.03, Harpa Stefánsdóttir arkit. vegna Bauganess 16, dags. 25.07.03, 18 íbúa við Bauganes dags. 25.07.03, Ingunn Ívarsdóttir og Guðmundur Jónsson vegna Fáfnisness 4, dags. 22.07.03, Ómar Bjarki Smárason/Katrina Downs-Rose og Birgir Þórisson/Anna Laufey Sigurðardóttir dags. 25.07.03, Jón Ólafsson og Sofía Johnsons dags. 25.07.03 og Höskuldur Hrafn Ólafsson dags. 21.07.03, Björk Aðalsteinsdóttir, Bauganesi 24, dags. 25.07.03, Ólafur Erlingsson, Baugatanga 5, dags. 23.07.03, Þórólfur Óskarsson og Kristjana Skúladóttir, Fáfnisnesi 11, dags. 22.07.03. Einnig lögð fram fundargerð fundar með íbúum dags. 24.07.03. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa um athugasemdir, dags. 24. október 2003 breytt 16. febrúar 2004, ásamt umsögn lögfræði og stjórnsýslu um Fáfnisnes nr. 4 dags. 10. febrúar 2004 og umsögn Verkfræðistofu, dags. 17.10.03. Lagt fram bréf Jennýjar Matthíasdóttur og Ásgeirs Torfasonar, dags. 18.12.03.
Auglýst tillaga samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. febrúar 2004, auk þess sem nýtingarhlutfall sjávarlóða sem var 0,5 er hækkuð í 0,55.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 40078 (01.41.40)
6.
Langholtsvegur 109-115, afturköllun/endursamþykkt
Lagt fram bréf forst.m. lögfræði og stjórnsýslu, dags. 14. febrúar 2004, varðandi afturköllun/endursamþykkt á deiliskipulagi að Langholtsvegi 109-115 frá 30. janúar 2002.
Afturkölluð er samþykkt skipulags- og byggingarnefndar frá 30. janúar 2002 og deiliskipulagstillagan samþykkt að nýju með vísan til sömu forsendna.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 30552
7.
Tónlistarhús/Ráðstefnumiðstöð/Hótel,
Kynnt staða vinnu.
Ráðgjafinn Margrét Harðadóttir kynnti.

Umsókn nr. 28876
8.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 286 frá 17. febrúar 2004.


Umsókn nr. 28577 (01.44.530.8)
281158-2879 Örn Sævar Rósinkransson
Langholtsvegur 208 104 Reykjavík
9.
Langholtsvegur 208, bílskúr
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22.12.03. Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteyptan bílskúr og geymsluhúsnæði á lóðinni nr. 208 við Langholtsveg skv. uppdr. Davíðs Karlssonar bygg.fr. dags. 15.12.03. Málið var í kynningu frá 14. janúar til 11. febrúar 2004. Engar athugasemdir bárust.
Stærð matshl. 02: Bílskúr 30,8 ferm., geymsla 17,2 ferm.
Samtals 48,0 ferm. og 165,7 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 8.948
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 28791 (04.77.160.2)
490503-2420 Flott hús ehf
Hafnarstræti 14 400 Ísafjörður
10.
Lækjarvað 2-14, Nýbygging tvíbýliskeðja
Sótt er um leyfi til þess að byggja sex sambyggð tvíbýlishús eða samtals tólf íbúðir á lóðinni nr. 2-14 við Lækjarvað.
Húsin eru tvílyft úr timbri, hverju húsi fylgir ein innbyggð bílgeymsla.
Stærðir xx
Gjald kr. 5.400 + xx
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 28828 (02.53.410.6)
491003-2860 Einbýli ehf
Súðarvogi 7 104 Reykjavík
11.
Smárarimi 25, einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft einbýlishús úr timbri með innbyggðri bílgeymslu allt klætt með Viroc utanhúsklæðningu á lóð nr. 25 við Smárarima.
Stærð: Íbúð 150,5 ferm., bílgeymsla 37,7 ferm., samtals 188,2 ferm., 720,5 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 38.907
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.


Umsókn nr. 28824 (02.53.410.5)
491003-2860 Einbýli ehf
Súðarvogi 7 104 Reykjavík
12.
Smárarimi 27, einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft einbýlishús úr timbri með innbyggðri bílgeymslu allt klætt með Viroc utanhúsklæðningu á lóð nr. 27 við Smárarima.
Stærð: Íbúð 150,5 ferm., bílgeymsla 37,7 ferm., samtals 188,2 ferm., 720,5 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 38.907
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.


Umsókn nr. 28835 (02.53.420.5)
491003-2860 Einbýli ehf
Súðarvogi 7 104 Reykjavík
13.
Smárarimi 31, einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft einbýlishús úr timbri með innbyggðri bílgeymslu allt klætt með Viroc utanhúsklæðningu á lóð nr. 31 við Smárarima.
Stærð: Íbúð 150,5 ferm., bílgeymsla 37,7 ferm., samtals 188,2 ferm., 720,5 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 38.907
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.


Umsókn nr. 28833 (02.53.420.4)
491003-2860 Einbýli ehf
Súðarvogi 7 104 Reykjavík
14.
Smárarimi 33, einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft einbýlishús úr timbri með innbyggðri bílgeymslu allt klætt með Viroc utanhúsklæðningu á lóð nr. 33 við Smárarima.
Stærð: Íbúð 150,5 ferm., bílgeymsla 37,7 ferm., samtals 188,2 ferm., 720,5 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 38.907
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.


Umsókn nr. 28793 (02.53.420.3)
491003-2860 Einbýli ehf
Súðarvogi 7 104 Reykjavík
15.
Smárarimi 35, nýbygging
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft einbýlishús úr timbri með innbyggðri bílgeymslu allt klætt með Viroc utanhúsklæðningu á lóð nr. 35 við Smárarima.
Stærð: Íbúð 149,3 ferm., bílgeymsla 39,8 ferm., samtals 189,1 ferm., 723,4 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 39.064
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.


Umsókn nr. 28827 (02.53.430.3)
491003-2860 Einbýli ehf
Súðarvogi 7 104 Reykjavík
16.
Smárarimi 45, einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft einbýlishús úr timbri með innbyggðri bílgeymslu allt klætt með Viroc utanhúsklæðningu á lóð nr. 45 við Smárarima.
Stærð: Íbúð 152,0 ferm., bílgeymsla 32,3 ferm., samtals 184,3 ferm., 725,9 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 39.199
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.


Umsókn nr. 28831 (02.53.400.5)
491003-2860 Einbýli ehf
Súðarvogi 7 104 Reykjavík
17.
Smárarimi 7, einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft einbýlishús úr timbri með innbyggðri bílgeymslu allt klætt með Viroc utanhúsklæðningu á lóð nr. 7 við Smárarima.
Stærð: Íbúð 158,8 ferm., bílgeymsla 39,6 ferm., samtals 198,4 ferm., 760,2 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 41.051
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.


Umsókn nr. 28809
700584-1359 Húsafl sf
Nethyl 2 (hús 3) 110 Reykjavík
18.
Sóleyjarimi 1-23, nr. 9 - fjölbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja hús nr. níu (matshl. 06) sem er fimm hæða fjölbýlishús með nítján íbúðum á lóðinni nr. 1-23 við Sóleyjarrima.
Húsið er steinsteypt og múrað að hluta en að mestu einangrað utan og klætt bárustáli.
Samþykki meðlóðarhafa dags. 10. febrúar 2004 fylgir erindinu.
Stærð: Sóleyjarrimi 9 (matshl. 06) xx
Gjald kr. 5.400 + xx
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 20279 (01.81.8)
501193-2409 ALARK arkitektar ehf
Hamraborg 7 200 Kópavogur
19.
Bústaðahverfi, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 3. febrúar 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 28. f.m. varðandi auglýsingu á nýju deiliskipulagi svæðis í Bústaðahverfi sem afmarkast af Hæðargarði, Bústaðavegi, Grensásvegi og Réttarholtsvegi.


Umsókn nr. 28712
20.
Byggingarleyfi - starfshópur, niðurstöður
Lagt fram bréf borgarráðs dags. 11. febrúar 2004 um samþykkt á niðurstöðum starfshóps um útgáfu byggingarleyfa.


Umsókn nr. 30405 (01.15.25)
21.
Reitur 1.152.5, Vatnsstígur, Frakkastígur, Lindargata og Hverfisgata
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 3. febrúar 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 21. f.m. um auglýsingu á deiliskipulagi reits 1.152.5, sem afmarkast af Vatnsstíg, Frakkastíg, Lindargötu og Hverfisgötu.


Umsókn nr. 30439 (01.42.06)
540102-5890 Verkfræðiþ Guðm G. Þórarins ehf
Rauðagerði 59 108 Reykjavík
22.
Skútuvogur 2, bíla- og aðkomuplan
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 3. febrúar 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 14. f.m. varðandi fyrirspurn Barðans ehf um byggingu bílastæðapalls við Skútuvog 2.


Umsókn nr. 40041
23.
Þjónustumiðstöðvar,
Lagt fram bréf stjórnkerfisnefndar, dags. 22. janúar 2004, varðandi tillögu stýrihóps um undirbúning að gerð tillögu um stofnun þjónustumiðstöðva í hverfum. Einnig lögð fram umsögn sviðsstjóra, dags. 16.02.04.
Umsögn sviðsstjóra samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlista.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá og óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks hafa kynnt sér tillögu stýrihóps um þjónustumiðstöðvar í hverfum borgarinnar og telja nauðsynlegt að stýrihópurinn útfæri tillögunar nánar, m.a. með tilliti til kostnaðar, starfsmannamála og framtíðarstöðu miðlægrar þjónustustofnanna borgarinnar.
Á þessu stigi er því ótímabært að taka endanlega afstöðu til tillögu stýrihópsins.


Umsókn nr. 40003
24.
Fyrirspurn frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni, breyting á skipulags- og byggingarlögum
Guðlaugur Þór Þórðarson óskaði eftir umræðum um frumvarp til breytinga á skipulags- og byggingarlögum og lögum um mat á umhverfisáhrifum.

Samþykkt að óska eftir umsögn lögfræði- og stjórnsýslu.