Reitur 1.160.3, Reitir 1.151.4 og 1.151.5, Þjóðleikhússreitir, Þingholtsstræti 3, Þorláksgeisli 9, Hringbraut, Skildinganes, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Smárarimi 29, Smárarimi 3, Smárarimi 37, Smárarimi 43, Smárarimi 47, Smárarimi 9, Stórhöfði 37, Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Elliðaárdalur, rafstöðvarsvæði, Fyrirspurn frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks,

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. reglugerð nr. 558/2003

148. fundur 2004

Ár 2004, miðvikudaginn 11. febrúar kl. 09:00, var haldinn 148. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Anna Kristinsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Kristján Guðmundsson og áheyrnarfulltrúinn Ólafur F. Magnússon. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason, Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir, Helga Bragadóttir, Helga Björk Laxdal og Sigríður Kristín Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Jóhannes Kjarval, Nikulás Úlfar Másson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Helga Guðmundsdóttir og Margrét Þormar. Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 30336 (01.16.03)
1.
Reitur 1.160.3, Hólatorg, Sólvallagata, Blómavallagata, Hávallagata, Garðastræti
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju deiliskipulagstillaga Arkitektúr.is, dags. 8.01.04 ásamt drögum skipulagsfulltrúa að deiliskipulagsforsögn fyrir reit 1.160.3, sem afmarkast af Hólatorgi, Sólvallagötu, Blómvallagötu, Hávallagötu og Garðastræti. Einnig lögð fram húsakönnun Árbæjarsafns frá 2003. Tillagan var í hagsmunaaðilakynningu frá 16. - 30. janúar 2004. Lagt fram athugasemdarbréf Teiknistofunnar Skólavörðustíg, vegna Sólvallagötu 4, dags. 29.01.04 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6.02.04.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.


Umsókn nr. 40055 (01.15.14)
2.
Reitir 1.151.4 og 1.151.5, Þjóðleikhússreitir, forsögn
Lögð fram drög að, forsögn skipulagsfulltrúa, dags. í janúar 2004, að deiliskipulagi reita 1.151.4 og 1.151.5.
Samþykkt að kynna forsögnina fyrir hagsmunaaðilum á reitnum.

Umsókn nr. 40063 (01.17.03)
3.
Þingholtsstræti 3, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Nexus arkitekta dags. 09.02.04 að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 3 við Þingholtsstræti. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16.12.03, húsafriðunarnefndar, dags. 21.11.03 og minjasafns Reykjavíkur, dags. 8.12.03.

Björn Ingi Hrafnsson tók sæti á fundinum kl. 9:15

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að auglýsa framlagða tillögu en gerir fyrirvara við landnotkun á fyrstu hæð hússins m.t.t. þess að endurskoðun stendur yfir á landnotkun svæðisins.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.


Umsókn nr. 30551 (05.13.62)
510497-2799 Félagsbústaðir hf
Hallveigarstíg 1 108 Reykjavík
530289-1339 JB Byggingafélag ehf
Bæjarlind 4 201 Kópavogur
4.
Þorláksgeisli 9, fjölgun íbúa
Lagt fram bréf Jb byggingarfélags og Félagsbústaða hf, dags. 15. desember 2003, varðandi byggingu á lóðinni nr. 9 við Þorláksgeisla, samkv. uppdr. Sveins Ívarssonar arkitekts, dags. 20.08.03. Einnig lagt fram bréf Sveins Ívarssonar ark. dags. 18.12.03 og könnun Félagsbústaða dags. 02.02.04, um notkun bílastæða.
Frestað.

Umsókn nr. 40050
5.
Hringbraut, framkvæmdaleyfi
Lagt fram bréf gatnamálastjóra, dags. 2. febrúar 2004, varðandi framkvæmdaleyfi til færslu Hringbrautar og vestasta hluta Miklubrautar frá Rauðarárstíg að Þorfinnstjörn auk lagningar göngustíga, byggingu göngubrúa, endurbætur á núverandi Hringbraut og landmótun sem nauðsynleg er til að ljúka verkingu að fullu.
Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 4. febrúar 2004.
Samþykkt með vísan til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 20384 (01.67)
6.
Skildinganes, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga Manfreðs Vilhjálmssonar arkitekts, dags. í maí 2003, ásamt greinargerð, að deiliskipulagi fyrir Skildinganes, reiti 1.671, 1.674, 1.675 og 1.676, sem markast af Einarsnesi, Skildinganesi, Skeljanesi og útivistarsvæði með strandlengju. Málið var í auglýsingu frá 13.06.03 til 25.07.03. Lagt fram sem athugasemd við deiliskipulagið bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16.06.03 ásamt uppdr. Ingimundar Sveinssonar ark., dags. 11.06.03, þar sem sótt er um leyfi til þess að endurnýja og stækka svalir á suðvesturhlið hússins á lóðinni nr. 38 við Skildinganes. Athugasemdabréf bárust frá eftirfarandi aðilum: Jenný Matthíasdóttir og Ásgeir Torfason, dags. 04.07.03, Kjartan Gunnarsson, Starhaga 4, dags. 09.07.03, Peggy Helgason og Sigurður Helgason, Skildinganesi 22, dags. 16.07.03, Guðmundur Benediktsson og Lína G. Atladóttir, Þrastargötu 10, dags. 19.07.03, Kristín Claessen og Guðmundur Benediktsson, Reynistað við Skildinganes, dags. 21.07.03, Sigurlín Magnúsdóttir, Skildinganesi 39, f.h. eigenda Baugatanga 7, dags. 21.07.03, Sólveig Jónsdóttir og Jón Nordal, Skeljatanga 5, dags. 23.07.03, Þórkatla M. Halldórsdóttir, Bauganesi 12, dags. 22. júlí 2003, Páll Hjaltason og Steinunn Sigurðardóttir, Gnitanesi 10, dags. 23.07.03, Þórunn Halldórsdóttir og Sigurður Kárason, Skildinganesi 18, dags. 09.07.03 og 23.07.03, Kristín Haraldsdóttir, eig. Fáfnisness 6, dags. 25.07.03, Þórunn R. Jónsdóttir, dags. 24.07.03, Harpa Stefánsdóttir arkit. vegna Bauganess 16, dags. 25.07.03, 18 íbúa við Bauganes dags. 25.07.03, Ingunn Ívarsdóttir og Guðmundur Jónsson vegna Fáfnisness 4, dags. 22.07.03, Ómar Bjarki Smárason/Katrina Downs-Rose og Birgir Þórisson/Anna Laufey Sigurðardóttir dags. 25.07.03, Jón Ólafsson og Sofía Johnsons dags. 25.07.03 og Höskuldur Hrafn Ólafsson dags. 21.07.03, Björk Aðalsteinsdóttir, Bauganesi 24, dags. 25.07.03, Ólafur Erlingsson, Baugatanga 5, dags. 23.07.03, Þórólfur Óskarsson og Kristjana Skúladóttir, Fáfnisnesi 11, dags. 22.07.03. Einnig lögð fram fundargerð fundar með íbúum dags. 24.07.03. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa um athugasemdir, dags. 10. febrúar 2004, ásamt umsögn lögfræði og stjórnsýslu um Fáfnisnes nr. 4 dags. 10. febrúar 2004 og umsögn Verkfræðistofu, dags. 17.10.03. Lagt fram bréf Jennýjar Matthíasdóttur og Ásgeirs Torfasonar, dags. 18.12.03.
Kynnt.
Frestað á milli funda.


Umsókn nr. 28836
7.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 285 frá 10. febrúar 2004.


Umsókn nr. 28780 (02.53.410.4)
491003-2860 Einbýli ehf
Súðarvogi 7 104 Reykjavík
8.
Smárarimi 29, einbýlish. m. innb. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft einbýlishús úr timbri með innbyggðri bílgeymslu allt klætt með Viroc utanhúsklæðningu á lóð nr. 29 við Smárarima.
Stærð: Íbúð 150,5 ferm., bílgeymsla 37,7 ferm., samtals 188,2 ferm., 720,5 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 38.907
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 28778 (02.53.400.1)
491003-2860 Einbýli ehf
Súðarvogi 7 104 Reykjavík
9.
Smárarimi 3, einbýlish. m. innb. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft einbýlishús úr timbri með innbyggðri bílgeymslu allt klætt með Viroc utanhúsklæðningu á lóð nr. 3 við Smárarima.
Stærð: Íbúð 156,9 ferm., bílgeymsla 26,7 ferm., samtals 183,6 ferm., 765,7 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 41.348
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 28781 (02.53.460.3)
491003-2860 Einbýli ehf
Súðarvogi 7 104 Reykjavík
10.
Smárarimi 37, einbýlish. m. innb. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft einbýlishús úr timbri með innbyggðri bílgeymslu allt klætt með Viroc utanhúsklæðningu á lóð nr. 37 við Smárarima.
Stærð: Íbúð 172,4 ferm., bílgeymsla 38,2 ferm., samtals 210,8 ferm., 802,7 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 43.346
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 28783 (02.53.430.4)
491003-2860 Einbýli ehf
Súðarvogi 7 104 Reykjavík
11.
Smárarimi 43, einbýlish. m. innb. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft einbýlishús úr timbri með innbyggðri bílgeymslu allt klætt með Viroc utanhúsklæðningu á lóð nr. 43 við Smárarima.
Stærð: Íbúð 152 ferm., bílgeymsla 32,3 ferm., samtals 184,3 ferm., 725,2 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 39.161
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 28784 (02.53.430.2)
491003-2860 Einbýli ehf
Súðarvogi 7 104 Reykjavík
12.
Smárarimi 47, einbýlish. m. innb. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft einbýlishús úr timbri með innbyggðri bílgeymslu allt klætt með Viroc utanhúsklæðningu á lóð nr. 47 við Smárarima.
Stærð: Íbúð 152 ferm., bílgeymsla 32,3 ferm., samtals 184,3 ferm., 725,2 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 39.161
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 28779 (02.53.400.4)
491003-2860 Einbýli ehf
Súðarvogi 7 104 Reykjavík
13.
Smárarimi 9, einbýlish. m. innb. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft einbýlishús úr timbri með innbyggðri bílgeymslu allt klætt með Viroc utanhúsklæðningu á lóð nr. 9 við Smárarima.
Stærð: Íbúð 158,8 ferm., bílgeymsla 39,6 ferm., samtals 198,4 ferm., 760,3 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 41.056
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 28690 (04.08.580.2)
621293-2069 Hreinsitækni ehf
Stórhöfða 35 110 Reykjavík
14.
Stórhöfði 37, atvinnuhúsnæði
Sótt er um leyfi til að byggja atvinnuhúsnæði á tveimur hæðum úr steinsteypu og álklæddri stálgrind á lóðinni nr. 37 við Stórhöfða.
Stærð: 1. hæð verkstæði 1592,0 ferm. 2. hæð þjónusta 1614,0 ferm.
Samtals 3206,0 ferm. og 19203,0 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 1.036.962
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 10070
15.
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 6. febrúar 2004.


Umsókn nr. 593 (04.25)
500299-2319 Landslag ehf
Þingholtsstræti 27 101 Reykjavík
16.
Elliðaárdalur, rafstöðvarsvæði, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarstjórnar um samþykkt borgarstjórnar 5. febrúar 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 21. f.m. varðandi deiliskipulag Elliðaárdals, rafstöðvarsvæði.


Umsókn nr. 40001
17.
Fyrirspurn frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks, fyrirspurn
Lagt fram svar formanns skipulags- og byggingarnefndar við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks frá 21. janúar 2004.