Bústaðahverfi, Sogamýri, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Frostaskjól 65-71, Móvað 25, Móvað 31, Ránargata 8A, Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Borgartún 25-27 og 31, Fellagarðar, Drafnarfell/Eddufell/Völvufell, Kennaraháskólinn/Sjómannaskólinn, Reitur 1.132.0, Norðurstígsreitur, Viðarrimi 49, Þingholtsstræti 5, Byggingarleyfi - starfshópur, Embættisafgreiðslufundir skipulagsfulltrúa,

Skipulags- og byggingarnefnd

146. fundur 2004

Ár 2004, miðvikudaginn 28. janúar kl. 09:10, var haldinn 146. skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Anna Kristinsdóttir, Björn Ingi Hrafnsson, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Kristján Guðmundsson og áheyrnarfulltrúinn Ólafur F. Magnússon. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Helga Bragadóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason, Helga Björk Laxdal og Sigríður Kristín Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Margrét Leifsdóttir, Helga Guðmundsdóttir og Margrét Þormar. Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 20279 (01.81.8)
501193-2409 ALARK arkitektar ehf
Hamraborg 7 200 Kópavogur
1.
Bústaðahverfi, deiliskipulag
Að lokinni kynningu fyrir hagsmunaaðilum er lögð fram að nýju tillaga ALARK arkitekta sf, dags. 21.11.03, að deiliskipulagi svæðis í Bústaðahverfi, sem afmarkast af Hæðargarði, Bústaðavegi, Grensásvegi og Réttarholtsvegi ásamt greinargerð og skilmálum, dags. 21.01.04 og forsögn skipulagsfulltrúa, dags. 06.02.03. Athugasemdabréf bárust frá Jóni Ragnari Jónssyni, Bústaðavegi 67, dags. 08.12.03, Gunnari Guðnasyni, Hæðargarði 52, dags. 08.12.03, Brandi Gíslasyni, Hæðargarði 16, dags. 09.12.03, Viggó Jörgensen og Lenu K. Lenharðsdóttur, Hólmgarði 18, dags. 10.12.03. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. í janúar 2004.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.


Umsókn nr. 30237 (01.47.1)
2.
Sogamýri, Markarholt, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Sogamýri, dags. 20. janúar 2004. Einnig lagt fram bréf Markarholts, dags. 20. janúar 2004.
Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlista að auglýsa framlagða tillögu og tillögu að breytingu á aðalskipulagi varðandi landnotkun svæðisins í samræmi við tillöguna.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 28717
3.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 283 frá 27. janúar 2004.


Umsókn nr. 28490 (01.51.511.5)
120851-4549 Ingibjörg Sigurðardóttir
Frostaskjól 65 107 Reykjavík
4.
Frostaskjól 65-71, (65) viðb. úr gleri
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa, dags. 10. desember 2003, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja viðbyggingu (glerskála) að vesturhlið húss nr. 65 á lóðinni nr. 65-71 við Frostaskjól.
Samþykki meðlóðarhafa (vantar einn) fylgir erindinu. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19.12.03. Málið var í kynningu frá 23. desember 2003 til 23. janúar 2004. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Viðbygging 15,8 ferm. og 41,9 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 2.137
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 28708 (04.77.340.6)
291152-3929 Þórður Adolfsson
Næfurás 12 110 Reykjavík
5.
Móvað 25, einbýlish. m. innb. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft einbýlishús ásamt innbyggðri tvöfldri bílgeymslu allt úr steinsteyptum einingum með gráleitri kvartsmulningsáferð á lóð nr. 25 við Móvað.
Stærð: Íbúð 179,2 ferm., bílgeymsla 54,5 ferm., samtals 233,7 ferm., 829,7 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 44.804
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 28686 (04.77.350.7)
291152-3929 Þórður Adolfsson
Næfurás 12 110 Reykjavík
6.
Móvað 31, einbýlish. m. innb. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri tvöfaldri bílgeymslu allt einangrað að utan og ýmist klætt með koparklæðningu eða steinað í ljósgráum lit á lóð nr. 31 við Móvað.
Stærð: Íbúð 161,7 ferm., bílgeymsla 63,2 ferm., samtals 224,9 ferm., 825,9 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 44.599
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 28489 (01.13.601.8)
030354-2309 Þuríður Ólafía Hjálmtýsdóttir
Hófgerði 6 200 Kópavogur
100760-3209 Jon Olav Fivelstad
Hófgerði 6 200 Kópavogur
7.
Ránargata 8A, kvistur, svalir
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 10. desember 2003, þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi, koma fyrir snyrtiherbergi og eldunaraðstöðu og byggja kvist og svalir á norðurhlið (bakhlið) rishæðar hússins á lóðinni nr. 8A við Ránargötu, samkv. uppdr. Luigi Bartolozzi ark., dags. 28.11.03.
Í húsinu er starfrækt heimagisting og verða eftir breytingu sjö herbergi leigð út í stað sex áður. Málið var í kynningu frá 16. desember 2003 til 13. janúar 2004. Athugasemdabréf barst frá Jóni Hafnfjörð Ævarssyni, Vesturgötu 21, dags. 13.01.04. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22.01.04.
Stærð: Stækkun kvistur 10,2 ferm. og 25,5 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 1.377
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 10070
8.
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 23. janúar 2004.


Umsókn nr. 30206 (01.21.81)
9.
Borgartún 25-27 og 31, úrskurðir
Lagðir fram tveir úrskurðir úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 22. janúar 2004:
Úrskurður vegna kæru Hegra á ákvörðun byggingarfulltrúa frá 14. janúar 2003 um útgáfu byggingarleyfis á lóð nr. 25-27 við Borgartún:
Úrskurðarorð: Hafnað er kröfum kærenda um ógildingu á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 14. janúar 2003 um að veita byggingarleyfi til að reisa átta hæða steinsteypt skrifstofuhús ásamt geymslu og bílakjallara á lóðinni nr. 25-27 við Borgartún í Reykjavík.

Úrskurður vegna kæru eigenda húseignanna að Borgartúni 23 og 29 á ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar á deiliskipulagi lóðanna nr. 25-27 og 31 við Borgartún.
Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur frá 5. júní 2002, sem staðfest var í borgarráði Reykjavíkur hinn 14. júní 2002, um að samþykkja deiliskipulag lóðanna nr. 25-27 og nr. 31 að Borgartúni í Reykjavík.


Umsókn nr. 30514 (04.68.30)
10.
Fellagarðar, Drafnarfell/Eddufell/Völvufell, drög að deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 20. janúar 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 10. f.m. varðandi auglýsingu á deiliskipulagi Fellagarða og samsvarandi breytingar á aðalskipulagi.


Umsókn nr. 30449 (01.25.4)
671197-2919 Arkís ehf
Skólavörðustíg 11 101 Reykjavík
11.
Kennaraháskólinn/Sjómannaskólinn, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 20. janúar 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 14. s.m. varðandi breytt deiliskipulag á lóð Kennaraháskóla/Sjómannaskóla.


Umsókn nr. 30039 (01.13.20)
12.
Reitur 1.132.0, Norðurstígsreitur, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 20. janúar 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 14. s.m. varðandi deiliskipulag reits 1.132.0, Norðurstígsreits.


Umsókn nr. 30395 (02.52.82)
280566-3229 Bjarni Þorgrímsson
Viðarrimi 49 112 Reykjavík
13.
Viðarrimi 49, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 20. janúar 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 14. s.m. varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 49 við Viðarrima.


Umsókn nr. 40039
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
14.
Þingholtsstræti 5, kærur
Lögð fram 2 bréf úrskurðarnefndar Skipulags- og byggingarmála, dags. 15. janúar 2004, ásamt ljósritum af tveimur kærum, þar sem kærð er samþykkt skipulags- og byggingarnefndar frá 26. nóvember 2003 á umsókn um að veita leyfi til að innrétta veitingastað á 1. hæð á lóðinni nr. 5 við Þingholtsstræti
Málinu vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 28712
15.
Byggingarleyfi - starfshópur, niðurstöður
Lagt fram bréf borgarráðs dags. 20. janúar 2004 varðandi niðurstöður starfshóps um verklag við útgáfu byggingarleyfa ásamt lokaskýrslu hópsins, dags. 8. s.m. og fylgiskjölum.
Frestað.

Umsókn nr. 40042
16.
Embættisafgreiðslufundir skipulagsfulltrúa, Yfirlit fyrir árið 2003
Lagt fram yfirlit yfir embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa og skipulagsmál skipulags- og byggingarnefndar vegna ársins 2003.