Tónlistarhús/Ráðstefnumiðstöð/Hótel, Norðlingaholt,

Skipulags- og byggingarnefnd

143. fundur 2003

Ár 2003, mánudaginn 22. desember kl. 12:05, var haldinn 143. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Þorlákur Traustason, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Björn Ingi Hrafnsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Kristján Guðmundsson, Ólafur F. Magnússon, Salvör Jónsdóttir, Helga Bragadóttir, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason, Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir og Sigríður Kristín Þórisdóttir. Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 30552
1.
Tónlistarhús/Ráðstefnumiðstöð/Hótel,
Kynnt staða vinnu.
Ráðgjafarnir Margrét Harðadóttir og Örn Steinar Sigurðsson, ásamt Stefáni Hermannssyni, framkvæmdastjóra Austurhafnar TR ehf., kynntu.

Viðstaddir kynninguna, auk nefndarmanna, voru fulltrúar hverfisráðs miðborgar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Þorleifur Gunnlaugsson ásamt Kristínu Einarsdóttur, framkvæmdastjóra miðborgar.


Umsókn nr. 30416 (04.79)
2.
Norðlingaholt, breyting á deiliskipulagi
Lagðir fram að nýju uppdrættir T.ark ásamt skilmálum, síðast breytt desember 2003. Einnig lögð fram samantekt T. ark, dags. 17.12.03, um breytingar frá áður auglýstu deiliskipulagi, greinargerð Hönnunar, dags. júní 2003, og minnisblað skipulags- og byggingarsviðs, dags. 2. júní 2003.
Samþykkt, með fjórum atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlista, að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins og óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks ítreka ósk um skriflegan rökstuðning vegna þeirra breytinga sem hér eru lagðar til, sérstaklega um breytingar vegna sprungusvæða.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir formaður skipulags- og byggingarnefndar óskaði bókað:
Ég tel að umbeðnar upplýsingar hafi þegar verið lagðar fram.