Austurstræti 22, Skildinganes, Bústaðahverfi, Kringlumýrarbraut, Skútuvogur 2, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Dalbraut 3, Marteinslaug 1-7, Ránargata 12, Smárarimi 71, Smárarimi 73, Þingholtsstræti 24, Ingólfsstræti 5, Þingholtsstræti 5, Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Útilistaverk, Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks, veitingastaðir,

Skipulags- og byggingarnefnd

139. fundur 2003

Ár 2003, miðvikudaginn 26. nóvember kl. 09:05, var haldinn 139. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Þorlákur Traustason, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Björn Ingi Hrafnsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Benedikt Geirsson, Kristján Guðmundsson, Salvör Jónsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Helga Bragadóttir, Ágúst Jónsson, Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir og Sigríður Kristín Þórisdóttir. Fundarritari var Ívar Pálsso
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 30473 (01.14.05)
710178-0119 Teiknistofan ehf
Brautarholti 6 105 Reykjavík
1.
Austurstræti 22, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga T.ark. dags. 04.11.03, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 22 við Austurstræti. Einnig lagt fram samþykki þeirra sem grenndarkynnt var fyrir áritað á uppdrátt, dags. 04.11.03.
Samþykkt, sbr. 4. gr. samþykktar fyrir skipulags- og byggingarnefnd.

Þorlákur Traustason vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 20384 (01.67)
2.
Skildinganes, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga Manfreðs Vilhjálmssonar arkitekts, dags. í maí 2003, ásamt greinargerð, að deiliskipulagi fyrir Skildinganes, reiti 1.671, 1.674, 1.675 og 1.676, sem markast af Einarsnesi, Skildinganesi, Skeljanesi og útivistarsvæði með strandlengju. Málið var í auglýsingu frá 13.06.03 til 25.07.03. Lagt fram sem athugasemd við deiliskipulagið bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16.06.03 ásamt uppdr. Ingimundar Sveinssonar ark., dags. 11.06.03, þar sem sótt er um leyfi til þess að endurnýja og stækka svalir á suðvesturhlið hússins á lóðinni nr. 38 við Skildinganes. Athugasemdabréf bárust frá eftirfarandi aðilum: Jenný Matthíasdóttir og Ásgeir Torfason, dags. 04.07.03, Kjartan Gunnarsson, Starhaga 4, dags. 09.07.03, Peggy Helgason og Sigurður Helgason, Skildinganesi 22, dags. 16.07.03, Guðmundur Benediktsson og Lína G. Atladóttir, Þrastargötu 10, dags. 19.07.03, Kristín Claessen og Guðmundur Benediktsson, Reynistað við Skildinganes, dags. 21.07.03, Sigurlín Magnúsdóttir, Skildinganesi 39, f.h. eigenda Baugatanga 7, dags. 21.07.03, Sólveig Jónsdóttir og Jón Nordal, Skeljatanga 5, dags. 23.07.03, Þórkatla M. Halldórsdóttir, Bauganesi 12, dags. 22. júlí 2003, Páll Hjaltason og Steinunn Sigurðardóttir, Gnitanesi 10, dags. 23.07.03, Þórunn Halldórsdóttir og Sigurður Kárason, Skildinganesi 18, dags. 09.07.03 og 23.07.03, Kristín Haraldsdóttir, eig. Fáfnisness 6, dags. 25.07.03, Þórunn R. Jónsdóttir, dags. 24.07.03, Harpa Stefánsdóttir arkit. vegna Bauganess 16, dags. 25.07.03, 18 íbúa við Bauganes dags. 25.07.03, Ingunn Ívarsdóttir og Guðmundur Jónsson vegna Fáfnisness 4, dags. 22.07.03, Ómar Bjarki Smárason/Katrina Downs-Rose og Birgir Þórisson/Anna Laufey Sigurðardóttir dags. 25.07.03, Jón Ólafsson og Sofía Johnsons dags. 25.07.03 og Höskuldur Hrafn Ólafsson dags. 21.07.03, Björk Aðalsteinsdóttir, Bauganesi 24, dags. 25.07.03, Ólafur Erlingsson, Baugatanga 5, dags. 23.07.03, Þórólfur Óskarsson og Kristjana Skúladóttir, Fáfnisnesi 11, dags. 22.07.03. Einnig lögð fram fundargerð fundar með íbúum dags. 24.07.03. Einnig lögð fram drög að umsögn skipulagsfulltrúa um athugasemdir, dags. 24. nóvember 2003 og umsögn Verkfræðistofu, dags. 17.10.03.
Frestað.

Umsókn nr. 20279 (01.81.8)
501193-2409 ALARK arkitektar ehf
Hamraborg 7 200 Kópavogur
3.
Bústaðahverfi, deiliskipulag
Að lokinni upphafskynningu fyrir hagsmunaaðila er lögð fram tillaga ALARK arkitekta sf, dags. 21.11.03, að deiliskipulagi svæðis í Bústaðahverfi, sem afmarkast af Hæðargarði, Bústaðavegi, Grensásvegi og Réttarholtsvegi ásamt greinargerð og skilmálum, dags. 21.11.03 og forsögn skipulagsfulltrúa, dags. 06.02.03. Athugasemdabréf bárust frá Þorgerði Jóhannsdóttur f.h. Ingigerðar Helgadóttur, Hæðargarði 38, dags. 05.03.03, Auði Ágústsdóttur, Hæðargarði 38, dags. 04.03.03, Guðrúnu Svölu Waage, Hæðargarði 26, dags. 21.03.03, Önnu Kristmundsdóttur, Hæðargarði 40, dags. 24.03.03, Önnu Össurardóttur, Bústaðavegi 103, dags. 23.03.03, Alfreð J. Styrkárssyni, Bústaðavegi 49, mótt. 25.03.03, stjórn húsfélagsins Hæðargarðs 29, dags. 20.03.03, Hönnu Karenu Kristjánsdóttur og Þóri Georgssyni, Hólmgarði 41, dags. 20.03.03, Helgu Björnsdóttur, Hólmgarði 26, dags. 27.03.03. Einnig lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa, dags. í nóv. 2003.
Samþykkt að kynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu.

Umsókn nr. 30267 (01.7)
491070-0139 Knattspyrnufélagið Fram
Safamýri 28 108 Reykjavík
4.
Kringlumýrarbraut, Laugavegur, auglýsingaskilti
Lagt fram bréf Knattspyrnufélagsins Fram, dags. 19.06.03, varðandi uppsetningu auglýsingaskiltis við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Laugavegar. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 17. nóvember 2003.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.


Umsókn nr. 30439 (01.42.06)
540102-5890 Verkfræðiþ Guðm G. Þórarins ehf
Rauðagerði 59 108 Reykjavík
5.
Skútuvogur 2, bíla- og aðkomuplan
Lagt fram bréf Verkfræðiþjónustu Guðmundar G. Þórarinssonar, f.h. Barðans ehf. dags. 22. október 2003, varðandi bílastæðapall við Skútuvog 2, samkv. uppdr. Teiknistofu Karl-Erik Rocksén arkitekts, dags. í sept. 2003. Einnig lögð fram bréf Verkfræðistofu, dags. 5. nóvember 2003 og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. ágúst 2003.
Frestað vísað til umsagnar hafnarstjórnar.
Skipulags- og byggingarnefnd er neikvæð gagnvart byggingu stórs bílastæðapalls.


Umsókn nr. 28459
6.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 276 frá 25. nóvember 2003.


Umsókn nr. 27365 (01.35.000.7)
070658-6239 Páll Stefánsson
Dalbraut 3 105 Reykjavík
220248-3569 Guðmundur Snorri Ingimarsson
Ásgarður 560 Varmahlíð
7.
Dalbraut 3, Viðb./sólsk.
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 23.09.03. Sótt er um leyfi til þess að rífa sólskála á 2. og 3. hæð og byggja viðbyggingu úr timbri og áli við suðurhlið 2. og 3. hæðar fjöleignarhússins á lóð nr. 3 við Dalbraut, skv. uppdr. Teiknihofs ehf., dags. 20.09.03. Bréf hönnuðar dags. 27. maí 2003 og samþykki meðlóðarhafa dags. 25. júlí 2003 fylgja erindinu. Málið var í kynningu frá 17. október til 14. nóvember 2003. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Niðurrif sólskáli 2. hæð 59,6 ferm., sólskáli 3. hæð 18,3 ferm.
Viðbygging verður 60,8 ferm., hvor hæð, samtals 126,6 ferm., 352,4 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 17.972
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 28341 (05.13.320.1)
430998-2429 Fimir ehf
Skrúðási 14 210 Garðabær
8.
Marteinslaug 1-7, fjölbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja fjögurra hæða steinsteypt fjölbýlishús með tuttugu og níu íbúðum á lóðinni nr. 1-7 við Marteinslaug.
Á fyrstu hæð eru geymslur, tæknirými og bílskýli fyrir samtals 26 bíla. Íbúðir eru á efri hæðum hússins.
Húsið er einangrað að utan og klætt málmplötum að mestu en timburklæðningu við svalaganga.
Umboð lóðarhafa dags. 11. nóvember 2003 fylgir erindinu.
Stærð: xx
Gjald kr. 5.100 + xx
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 28290 (01.13.602.1)
170366-3369 Guðrún Gunnarsdóttir
Guðrúnargata 9 105 Reykjavík
9.
Ránargata 12, 12A br. útlit, svalir, innra skipan
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 5. nóvember 2003, þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta gluggum og klæðningu í líkara upprunalegu útliti, setja svalir ofan á inngang ásamt samþykki fyrir núverandi innra skipulagi þ.e. einni íbúð á hvorri hæð og afmörkun séreignar í kjallara (0001) íbúðarhúss nr. 12A á lóð nr. 12 við Ránargötu, samkv. uppdr. Andrúm arkitekta, dags. 28.10.03. Jafnframt lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar ríkisins dags. 7. nóvember 2003. Einnig lögð fram samþykki nágranna, árituð á uppdrátt.
Gjald kr. 5.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 28445 (02.53.470.4)
430697-2349 S.Grímsson ehf
Sigurhæð 6 210 Garðabær
10.
Smárarimi 71, einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja einnar hæðar einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu úr forsteyptum einingum á lóðinni nr. 71 við Smárarima.
Vottorð RB móttekið 21. nóvember 2003 fylgir erindinu.
Afsalsbréf innfært 16. október 2003 fylgir erindinu.
Stærð: Íbúð 140,0 ferm., bílgeymsla 32,0 ferm.
Samtals 172,0 ferm. og 660,2 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 33.670
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 28446 (02.53.470.3)
430697-2349 S.Grímsson ehf
Sigurhæð 6 210 Garðabær
11.
Smárarimi 73, einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja einnar hæðar einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu úr forsteyptum einingum á lóðinni nr. 73 við Smárarima.
Vottorð RB móttekið 21. nóvember 2003 fylgir erindinu.
Afsalsbréf innfært 16. október 2003 fylgir erindinu.
Stærð: Íbúð 140,0 ferm., bílgeymsla 32,0 ferm.
Samtals 172,0 ferm. og 660,2 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 33.670
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 28154 (01.18.320.9)
231231-2189 Benedikt Örn Árnason
Þingholtsstræti 24 101 Reykjavík
140772-2919 Edda Björg Eyjólfsdóttir
Þingholtsstræti 24 101 Reykjavík
180654-5269 Viðar Eggertsson
Þingholtsstræti 24 101 Reykjavík
12.
Þingholtsstræti 24, gera hús upp+svalir
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 5. nóvember 2003, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja svalir við suðurhlið 1. hæðar og gera upp vestur- og austurhlið nær upphaflegu útliti íbúðarhússins á lóð nr. 24 við Þingholtsstræti, samkv. uppdr. AN2 arkitekta, dags. 01.10.03. Samþykki meðeigenda dags. 3. október 2003 fylgir erindinu. Jafnframt lögð fram umsögn Árbæjarsafns dags. 20. október 2003 og umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 21. oktbóer 2003. Einnig lagt fram samþykki þeirra sem grenndarkynnt var fyrir áritað á uppdrátt.
Gjald kr. 5.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 26531 (01.17.121.8)
610200-2570 Eldhugar ehf
Nýbýlavegi 10 200 Kópavogur
13.
Ingólfsstræti 5, vínveitingastaður
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 23.09.03. Sótt er um leyfi til þess að innrétta kaffi og vínveitingastað á 1. hæð og í kjallara atvinnuhússins á lóð nr. 5 við Ingólfsstræti.
Jafnframt er erindi 25502 dregið til baka.
Málið var í kynningu frá 1. til 30. október 2003. Lagt fram athugasemdabréf TCM Alþjóðainnheimtu, dags. 13.10.03, húseigenda Ingólfsstræti 7 og 7a, dags. 13.10.03, íbúa Ingólfsstræti 8, dags. 13.10.03, AFS á Íslandi, dags. 27.10.03, Lögfræðistofu Atla Gíslasonar, dags. 27.10.03, Eiríks Ágústs Guðjónssonar, Ingólfsstræti 7a, dags. 28.10.03, Alberts Sævarssonar, Ingólfsstræti 2, dags. 29.10.03, Sæmundar Ásgeirssonar, mótt. 29.10.03, Ásmundar Kristjánssonar, Ingólfsstræti 7, dags. 24.10.03, Hönnu Zoega Sveinsdóttur f.h. íbúa í Bankastræti 14, dags. 29.10.03, Benónýs Ægissonar, Skólavörðustíg 4C, dags. 29.10.03, eigenda Skólavörðustígs 4a/b, dags. 30.10.03., Ljóss og Lífs ehf, Ingólfsstræti 8, dags. 28.10.03, Emblu Productions Brúðugerð, Háuhlíð 12, dags. 28.10.03, íbúa Ingólfsstrætis 10, dags. 27.10.03, eigenda Ingólfsstrætis 6, mótt. 30.10.03, Hildar Jónsdóttur, Ingólfsstræti 7, dags. 29.10.03, HVE ehf, Sóltúni 11, dags. 30.10.03.
Bréf umsækjanda dags. 20. janúar 2003, ljósrit af bréfi hverfisstjóra skipulagsfulltrúa til umsækjanda dags. 8. maí 2002, umsögn burðavirkishönnuðar dags. 17. september 2002, bréf hönnuðar dags. 3. apríl 2003, greinagerð vegna hljóðvistar dagsett 26. maí 2003, mótmæli meðeigenda dags. 13. mars 2003 og álit Kærunefndar fjöleignarhúsamála dags. 15. september 2003 fylgja erindinu. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. nóvember 2003 og samstarfsyfirlýsing Gámaþjónustunnar hf og Eldhuga ehf, dags. 21. nóvember 2003 og bréf Þórhalls Vilmundarsonar dags. 26. nóvember 2003..
Gjald kr. 5.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa og prófun á hljóðvist staðarins.


Umsókn nr. 27857 (01.17.030.3)
590902-3730 Eik fasteignafélag hf
Suðurlandsbraut 22 108 Reykjavík
180667-5209 Sveinfríður Ólafsdóttir
Fellsás 5 270 Mosfellsbær
14.
Þingholtsstræti 5, Skemmtistaður á 1.h
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 28. ágúst 2003, þar sem sótt er um leyfi til þess að innrétta skemmtistað á 1. hæð atvinnuhússins á lóð nr. 5 við Þingholtsstræti, samkv. uppdr. Haraldar Ingvarssonar arkitekts, dags. 19.08.03.
Jafnframt er erindi 26303 dregið til baka.
Málið var í kynningu frá 25. sept. til 24. okt. 2003. Athugasemdabréf bárust frá Davíð W. Jack og Bergdísi Ósk Sigmarsdóttur, Þingholtsstræti 7A, dags. 29.09.03, Söngskólanum í Reykjavík, dags. 15.10.03, Margréti Guðmundsdóttur, Þingholtsstræti 8, dags. 23.10.03, Baldri Andréssyni, dags. 23.10.03, 7 íbúum að Þingholtsstræti 6, 8 og 8a, mótt. 24.10.03, Haraldi I. Þórðarsyni, Þingholtsstræti 6, dags. 23.10.03, Áslaugu Traustadóttur, dags. 24.10.03, Baldri Andréssyni, dags. 14.11.03. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 24. nóvember 2003, greinargerð um hljóðvist hússins frá TSO Tækniþjónustu, dags. 12.05.03, mæling Rb dags. 14. apríl 2003, minnispunktar frá Akustikon hljótækniráðgjöf ehf. dags. 18. september 2003 og 16. nóvember 2003.
Gjald kr. 5.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits og prófun á hljóðvist staðarins.


Umsókn nr. 10070
15.
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 21. nóvember 2003.


Umsókn nr. 30465
521280-0269 Listasafn Reykjavíkur
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
16.
Útilistaverk, "Rætur"
Lagt fram bréf Listasafns Reykjavíkur, dags. 29. október 2003, varðandi staðsetningu útilistaverksins "Rætur" eftir Steinunni Þórarinsdóttur, samkv. meðfylgjandi teikningu.
Nefndin gerir ekki athugasemd við staðsetningu verksins.

Umsókn nr. 30015
17.
Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks, veitingastaðir,
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Skipulags- og byggingarnefnd beinir því til borgarráðs að hefja sem fyrst vinnu við að endurskoða þeir heimildir sem nú gilda til reksturs veitingastaða í hliðargötum við Bankastræti og Laugaveg. Tilefni þeirrar endurskoðunar eru m.a. réttmætar og vel rökstuddar kvartanir íbúa við Þingholtsstræti og Ingólfsstræti vegna reksturs vínveitingastaða við þær götur sbr. liði nr. 13 og 14.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.

Formaður skipulags- og byggingarnefndar Steinunn Valdís Óskarsdóttir óskaði bókað:
Á síðasta fundi skipulags- og byggingarnefndar var það upplýst að formaður hyggðist leggja til endurskoðun á veitingarekstri á hliðargötum á þessum fundi.
Því er fagnað að samstaða skuli vera um málið og því sjálfsagt að samþykkja tillögu minnihlutans enda er hún efnislega samhljóða tillögu sem formaður var með tilbúna.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Endurskoðun á umræddum heimildum hefur ítrekað verið rædd af öllum fulltrúum í skipulags- og byggingarnefnd. Það var síðast gert á fundi nefndarinnar fyrir viku, án formlegrar tillögu frá formanni eða öðrum nefndarmönnum. Bókun formanns vekur því nokkra furðu, enda aðalatriði málsins það að framlögð tillaga var samþykkt.

Ólafur F. Magnússon áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra óskaði bókað:
Ég styð framkomna tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.