Aðalskipulag Reykjavíkur, Reitur 1.132.1, Naustareitur, Aðalstræti 12-18, Túngata 2-4, Bíldshöfði 20, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Rafstöðvarvegur 1 A, Kjalarnes, Perluhvammur, Grafarholtsland 110549, Hólmsheiði/Fjárborg, Kjalarnes, Esjumelar, Laugavegur 35, Skipholtsreitur stgr. 1.250.1, Skipulags- og byggingarnefnd, Skúlagata 6, Stakkahlíð, Vesturvallagata / Sólvallagata , Keilugrandi / frístundaheimili,

Skipulags- og byggingarnefnd

132. fundur 2003

Ár 2003, miðvikudaginn 1. október kl. 09:04, var haldinn 132. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Anna Kristinsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Björn Ingi Hrafnsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Halldór Guðmundsson, Kristján Guðmundsson og áheyrnarfulltrúinn Sveinn Aðalsteinsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Helga Bragadóttir, Ágúst Jónsson, Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir, Ólafur Bjarnason, Helga Björk Laxdal og Sigríður K. Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Björn Axelsson, Margrét Þormar. Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 30381
1.
Aðalskipulag Reykjavíkur, Vesturlandsvegur og nágrenni
Kynnt drög að tillögu skipulagsfulltrúa, dags. 10.09.03, að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 varðandi landnotkun og gatnakerfi við Vesturlandsveg.


Umsókn nr. 10233 (01.13.21)
2.
Reitur 1.132.1, Naustareitur, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga Guðrúnar Jónsdóttur arkitekts, að deiliskipulagi Naustareits 1.132.1, sem afmarkast af Grófinni, Vesturgötu, Norðurstíg og Tryggvagötu, dags. 15. febrúar 2003. Málið var í auglýsingu frá 28. febrúar til 11. apríl, athugasemdafrestur var til 11. apríl 2003. Eftirfarandi aðilar sendu inn athugasemdir: Guðlaugur S. Egilsson, Vesturgötu 16, mótt. 18.03.03, Fornleifavernd ríkisins, dags. 19.03.03, Bjarni Bæring Bjarnason, dags. 20. mars 2003, þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja við húsið nr. 14 við Tryggvagötu og að koma fyrir gistiheimili með níu útleiguherbergjum á efri hæðum þess að mestu í samræmi við meðfylgjandi tillöguuppdrætti Vinnustofunnar Þverá, dags. í mars 2003, Sigurður Sigurðsson, f.h. Málarabúðarinnar sf, dags. 10.04.03, Inga Sigurjónsdóttir arkitekt, f.h. Björns Traustasonar eiganda húsanna að Tryggvagötu 18, dags. 09.04.03, Bjarni Bærings, dags. 10.04.03, eigendur Vesturgötu 16, dags. 10.04.03, Þormóður Sveinssonar arkitekt, f.h. eiganda Vesturgötu 6-10a, dags. 11.04.03. Ennfremur barst athugasemdarbréf eftir að frestur var útrunninn frá eigendum Tryggvagötu 12, dags. 17.06.03.
Að lokinni breytingu eftir auglýsingu var ný tillaga kynnt fyrir hagsmunaaðilum frá 15. júlí til 13. ágúst 2003.
Athugasemdabréf bárust frá Alfreð Sturla Böðvarssyni og Helgu Rún Pálsdóttur, Tryggvagötu 12, dags. 12.08.03, Þór Þorvaldssyni, Vesturgötu 14, dags. 07.08.03. og Hörpu Rut Hilmarsdóttur og Hilmari Þ. Hilmarssyni, Vesturgötu 12, dags. 12.08.03. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22.09.03.
Auglýst tillaga samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 30373 (01.13.6)
500591-2189 Teiknistofan Skólavörðust 28 sf
Skólavörðustíg 28 101 Reykjavík
3.
Aðalstræti 12-18, Túngata 2-4, breyting á lóðarmörkum Aðalstrætis 16
Lagt fram bréf Steinars Sigurðssonar arkitekts, dags. 23. september 2003, varðandi breytingu á lóðarmörkum Aðalstrætis 16, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Skólavörðustíg 28 sf, dags. 15.06.03. Einnig lögð fram fundargerð hönnunarfundar dags. 23.09.03.
Breyting á lóðamörkum samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlista.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 30369 (04.06.51)
4.
Bíldshöfði 20, lóðarminnkun
Lagður fram uppdráttur gatnamálastofu mótt. 22.09.03 varðandi beygjurein á gatnamótum Bíldshöfða og Höfðabakka og minnkun lóðar Bíldshöfða 20. Einnig lagður fram tölvupóstur forstjóra Kaupáss og Bíldshöfða ehf., dags. 25.09.03.
Breyting á lóðamörkum samþykkt.

Umsókn nr. 28092
5.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 268 frá 30. september 2003, án liðar nr. 14.
Jafnframt lagður fram liður nr. 35 frá 10. september 2003.


Umsókn nr. 27711 (04.21.--9.8)
471094-2349 Desform ehf,markaðsdeild
Lágabergi 1 111 Reykjavík
6.
Rafstöðvarvegur 1 A, br. inni/úti
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 30. júlí 2003, þar sem sótt er um leyfi til þess að lækka gólf allra eininga í lárétt gólf, breyta geymslum og galleríi í sjö verslanir, byggja frístandandi steinsteyptan vegg 1m frá núverandi vestur útvegg og breyta opum í vestur, setja glugga með flóttaleið frá millipalli við austurhlið, byggja millipall í fimm einingum af sjö ásamt samþykki fyrir stoðvegg og verönd við austurhlið "jarðhúsanna" á lóð nr. 1A við Rafstöðvarveg, samkv. uppdr. PK-hönnunar, dags. 17.08.98, síðast breytt 22.07.03. Ennfremur lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 29.09.03.
Jafnframt er erindi 26129 dregið til baka.
Bréf hönnuðar dags. 22. júlí 2003 fylgir erindinu.
Stærð: Millipallar samtals 240 ferm., rúmmálsaukning 441 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 22.491
Frestað.
Jákvætt að umsækjandi láti á eigin kostnað vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við umsókn að höfðu samráði við skipulagsfulltrúa.


Umsókn nr. 990365
120257-4639 Jón Jóhann Jóhannsson
Blöndubakki 13 109 Reykjavík
7.
>Kjalarnes, Perluhvammur, nýbygging
Lagt fram bréf Jörundar Gaukssonar lögfr. f.h. Jóns Jóhannssonar, dags. 17.06.03, með ósk um að veitt verði byggingarleyfi fyrir byggingu á lóðinni Perluhvammur án skilyrðis um að húsið verði fjarlægt borgarsjóði að kostnaðarlausu, gerist þess þörf af skipulagsástæðum eftir árið 2024. Einnig lögð fram umsögn forst.m. lögfræði og stjórnsýslu, dags. 26. sept. 2003.
Synjað með vísan til umsagnar forst.m. lögfræði og stjórnsýslu dags. 26. september 2003.

Umsókn nr. 27995 (04.04.--9.9)
580169-7409 Golfklúbbur Reykjavíkur
Vesturlandsv Grafarho 110 Reykjavík
8.
Grafarholtsland 110549, (fsp) æfingaskýli
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 16. september 2003, þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja æfingahús á svæði Golfklúbbs Reykjavíkur í Grafarholtslandi, samkv. uppdr. Teiknistofu Erlings G. Pedersen, dags. 09.09.03.
Jákvætt. Umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirspurn.

Umsókn nr. 10176 (04.1)
9.
Hólmsheiði/Fjárborg, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 23.09.03 á samþykkt skipulags- og byggingarnefndar frá 17.09.03 á deiliskipulagi hesthúsasvæðis á Hólmsheiði. Jafnframt ítrekar borgarráð þau sjónarmið sem fram komu í skipulags- og byggingarnefnd að hugað verði að útfærslu gatnamóta á Suðurlandsvegi m.t.t. umferðaröryggis.


Umsókn nr. 30006
210535-7219 Haukur Viktorsson
Bakkavör 6 170 Seltjarnarnes
10.
Kjalarnes, Esjumelar, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 23.09.03 á samþykkt skipulags- og byggingarnefndar frá 17.09.03 um að auglýsa tillögu að deiliskipulagi á Esjumelum á Kjalarnesi.


Umsókn nr. 30144 (01.17.21)
010656-5759 Reynir Sæmundsson
Njálsgata 58 101 Reykjavík
11.
Laugavegur 35, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 23.09.03 á samþykkt skipulags- og byggingarnefndar frá 17.09.03 á nýju deiliskipulagi að Laugavegi 35.


Umsókn nr. 30379 (01.25.01)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
12.
Skipholtsreitur stgr. 1.250.1, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 16.09.03, varðandi kæru Skipholts ehf., dags. 11.12.02, á samþykkt skipulags- og byggingarnefndar frá 24.04.02 um breytingu deiliskipulags við Skipholt.
Málinu vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 552
13.
Skipulags- og byggingarnefnd,
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarstjórnar um samþykkt borgarstjórnar 18. september 2003 á fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 3. september 2003.


Umsókn nr. 30380 (01.15.03)
500191-1049 Arkþing ehf
Bolholti 8 105 Reykjavík
14.
Skúlagata 6, mæliblað lagfært
Lagt fram bréf Arkþings ehf., dags. 14.07.03, um að mæliblað fyrir lóðina Skúlagötu 6 verði lagfært. Einnig lögð fram umsögn forstm. lögfræði og stjórnsýslu, dags. 27.09.03.
Synjað með vísan til umsagnar forstm. lögfræði og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 30158 (01.27.1)
15.
Stakkahlíð, Bogahlíð, Hamrahlíð, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarstjórnar um samþykkt borgarstjórnar 18. september 2003 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 3. s.m. um deiliskipulag Stakkahlíðar, Bogahlíðar og Hamrahlíðar.


Umsókn nr. 30013
16.
Vesturvallagata / Sólvallagata , Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks um niðurrif
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja til að hús á horni Vesturvallagötu og Sólvallagötu, við hlið lóðar Vesturbæjarskóla, verði fjarlægt og lóðin nýtt sem útivistarsvæði fyrir skólann og hverfið. Full þörf er á því að stækka skólalóðina og bæta aðstöðu nemenda til útivistar.
Frestað.

Umsókn nr. 30014 (01.51.260.2)
17.
Keilugrandi / frístundaheimili, fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska eftir upplýsingum um stöðu grenndarkynningar vegna færanlegs húsnæðis fyrir frístundaheimili við Grandaskóla.