Víkurvegur, Kaplaskjólsvegur 2, Heiðargerði, Biskupsgata 1-39, Suðurás 16-24, Viðarás 12, Bæjarflöt 10, Skuggahverfi, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Bauganes 17, Gvendargeisli 90, Hraunbær 121, Kléberg 125704, Nesvegur 51, Njálsgata 19, Réttarholtsvegur 21-25, Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Bókhlöðustígur 8, Reykjanesbraut , Furugerði 5, Lóuhólar 2-6, Sóleyjarimi 1, lóð Landssímans,

Skipulags- og byggingarnefnd

115. fundur 2003

Ár 2003, miðvikudaginn 7. maí kl. 09:05, var haldinn 115. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Björn Ingi Hrafnsson, Óskar Dýrmudur Ólafsson, Þorlákur Traustason, Guðlaugur Þór Þórðarson, Kristján Guðmunsdsson og áheyrnarfulltrúinn Ólafur F. Magnússon. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Helga Bragadóttir, Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir, Þórhildur L. Ólafsdóttir, Ólafur Bjarnson og Sigríður Kristín Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Helga Guðmundsdóttir. Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 30181 (02.4)
551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
1.
Víkurvegur, bakvatnslögn
Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 11. apríl 2003, varðandi bakvatnslögn frá dælustöð Orkuveitunnar við Víkurveg. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. maí 2003.
Frestað, vísað til umsagnar umhverfis- og heilbrigðisnefndar.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson viku af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 30138 (01.52.30)
2.
Kaplaskjólsvegur 2, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa, dags. 1. apríl 2003, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 2 við Kaplaskjólsveg.
Samþykkt. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 20096
3.
Heiðargerði, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram á ný tillaga Húss og skipulags ehf, dags. 14.11.02, br. 06.02.03 ásamt greinargerð, dags. 14.11.02, breytt 06.02.03, að deiliskipulagi Heiðargerðisreits, sem afmarkast af Miklubraut til norðurs, Grensásvegi til austurs, Brekkugerði og lóð Hvassaleitisskóla til suðurs og húsum við Stóragerði til vesturs. Málið var í auglýsingu frá 28. febrúar til 11. apríl, athugasemdafrestur var til 11. apríl 2003. Athugasemdabréf bárust frá Guðmundi Eggertssyni, Heiðargerði 76, dags. 08.04.03 og Vigfúsi Árnasyni, Heiðargerði 30, dags. 08.04.03. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. maí 2003.
Björn Ingi Hrafnsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Óskað er eftir frestun á afgreiðslu málsins til næsta fundar.

Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins var felld með þremur atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlista gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Auglýst tillaga samþykkt með þremur atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlista, með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins og óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu eftir frestun á afgreiðslu þessa máls um viku, til að fara frekar yfir gögn málsins. Þeirri beiðni var hafnað af fulltrúum Reykjavíkurlista án gildra raka.


Umsókn nr. 30167 (05.13.4)
430590-1549 Sveinbjörn Sigurðsson ehf
Hvassaleiti 66 103 Reykjavík
431299-2759 Gullhamrar ehf
Beykihlíð 25 105 Reykjavík
4.
Biskupsgata 1-39, breytingar á raðhúsum
Lagt fram bréf Sveinbjörns Sigurðssonar ehf og Gullhamra ehf, dags. 22.04.03, varðandi breytingu á tveggja hæða raðhúsum í einnar hæðar raðhús, samkv. meðfylgjandi uppdráttum.
Jákvætt gagnvart erindinu. Umsóknaraðilum bent á að þeir þurfi á eigin kostnað að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið.

Umsókn nr. 20267 (04.38.57)
210565-4859 Mjöll Daníelsdóttir
Suðurás 16 110 Reykjavík
5.
Suðurás 16-24, lóð í fóstur
Lagt fram bréf Mjallar Daníelsdóttir og Guðmundar Viðarssonar dags. 24.07.02 varðandi ósk um stækkun lóðar samkv. meðfylgjandi mæliblaði. Einnig lagðir fram skilmálar um fóstur borgarlands, dags. 25.07.01.
Samþykkt að heimila afnot að landinu með skilmálum um fóstur borgarlands. dags. 25.07.01.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 30171 (04.38.82)
111268-5259 Björn Þór Björnsson
Viðarás 12 110 Reykjavík
6.
Viðarás 12, og Viðarás14, lóð í fóstur
Lagt fram bréf eigenda lóða og húsa við Viðarás 12 og 14, dags. 24. apríl 2003, þar sem óskað er eftir að taka í fóstur lóðarblett Reykjavíkurborgar, sem er framan við hús nr. 12 og við gafl húss nr. 14. Einnig lagðir fram skilmálar um fóstur borgarlands, dags. 25.07.01.
Samþykkt að heimila afnot að landinu með skilmálum um fóstur borgarlands. dags. 25.07.01.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 30110 (02.57.58)
671197-2919 Arkís ehf
Skólavörðustíg 11 101 Reykjavík
7.
Bæjarflöt 10, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga ARKÍS ehf, dags. 20. mars 2003, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 10 við Bæjarflöt. Málið var í kynningu frá 2. apríl til 2. maí 2003. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 20189 (01.15.24)
470498-2699 Hornsteinar arkitektar ehf
Ingólfsstræti 5,5.hæð 101 Reykjavík
8.
Skuggahverfi, syðri hluti
Lagt fram bréf borgarverkfræðings dags. 03.04.03, varðandi námsmannaíbúðir á Lindargötusvæði.
Samþykkt að við gerð deiliskipulagstillögu af svæðinu verði tekið mið af tillögu borgarverkfræðings sem fram kemur í framlögðu bréfi.

Umsókn nr. 27210
9.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 248 frá 6. maí 2003.
Jafnframt lagður fram liður nr. 58 frá 25. mars 2003 og liðir nr. 14 og 67 frá 8. apríl 2003.


Umsókn nr. 27193 (01.67.211.5)
010360-2779 Sveinhildur Vilhjálmsdóttir
Fáfnisnes 7 101 Reykjavík
10.
Bauganes 17, einbýlish. m. innb. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt einbýlishús úr forsteyptum einingum og með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 17 við Bauganes.
Stærð: Íbúð 1. hæð 94,7 ferm., 2. hæð 96,2 ferm., bílgeymsla 34,1 ferm., samtals 225 ferm., 655,6 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 33.436
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 27187 (05.13.550.6)
240149-3119 Kristinn Ómar Sveinsson
Fífusel 30 109 Reykjavík
11.
Gvendargeisli 90, einbýlish. m. innb. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypt einbýlishús að hluta á tveimur hæðum og með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 90 við Gvendargeisla.
Stærð: Íbúð 1. hæð 83,8 ferm., 2. hæð 138,6 ferm., bílgeymsla 30,7 ferm., samtals 253,1 ferm., 857,2 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 43.717
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Lagfæra útlit.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá varðandi þann hluta bókunar þar sem óskað er eftir að útlit verði lagfært.


Umsókn nr. 23310 (04.34.010.1)
450599-3529 Fasteignafélagið Stoðir hf
Kringlunni 4-12 103 Reykjavík
12.
Hraunbær 121, Verslunarhúsnæði
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft steinsteypt verslunarhúsnæði með þrem misstórum verslunarrýmum allt einangrað að utan og klætt með bárujárni og ljósum leirflísum á lóð nr. 121 við Hraunbæ.
Sýndir eru fimm skiltafletir á uppdráttum, 13,5 ferm. og 22,5 ferm. á suðurhlið og þrír 10 ferm. skiltafletir á norðurhlið.
Stærð: Verslunarhús 1445 ferm., 7092,2 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 361.702
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 27180 (00.03.800.1)
480190-1069 Fasteignastofa Reykjavíkurborg
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
13.
Kléberg 125704, leikskóli
Sótt er um leyfi til þess að byggja einnar hæða timburhús fyrir tveggja deilda leikskóla vestan við Klébergsskóla á Kjalarnesi.
Stærð: Leikskóli 360 ferm., 1389,2 rúmm., útiverkstæði 30,2 ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 5.100 + xxx
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 27014 (01.53.101.0)
290365-2959 Halldór Bachmann
Nesvegur 51 107 Reykjavík
14.
Nesvegur 51, hækkun á risi
Að lokinni grenndarkynning er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 9. apríl 2003, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja hæð ofan á húsið á lóðinni nr. 51 við Nesveg, samkv. uppdr. Nýju teiknistofunnar ehf, dags. 24.01.03.
Þakhæðin verður hluti íbúðar á fyrstu hæð.
Samþykki meðeigenda dags. 1. apríl 2003 fylgir erindinu. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 24.04.02 og skuggavarp Nýju teiknistofunnar ehf, dags. 16.04.03. Einnig lagt fram samþykki þeirra aðila sem grenndarkynnt var fyrir, mótt. 30. apríl 2003.
Stærð: Stækkun þakhæð 45,8 ferm., 124,9 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 6.370
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 27189 (01.18.212.7)
680598-2589 B T S Byggingar ehf
Smiðjuvegi 4 200 Kópavogur
15.
Njálsgata 19, nýb. fjölb. 2.h, 6 íb.
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt fjölbýlishús með sex íbúðum sem bakhús nr. 14B og 14C á lóð nr. 19 við Njálsgötu.
Stærð: Íbúð 1. hæð 201,3 ferm., 2. hæð 172,1 ferm., samtals 373,4 ferm., 1161,8 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 59.252
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 26945 (01.83.230.1)
480190-1069 Fasteignastofa Reykjavíkurborg
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
16.
Réttarholtsvegur 21-25, sparkvöllur með gervigrasi
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 26. mars 2003, þar sem sótt er um leyfi til að koma fyrir upphituðum sparkvelli með gerfigrasvelli austanvið og samsíða íþróttahúsi Réttaholtsskóla á lóðinni nr. 21-25 við Réttarholtsveg, samkv. uppdr. Landmótunar, dags. 20.03.03. Við enda vallarins verði 300 cm há timburgirðing á steinsteyptum sökkli en meðfram langhliðum samskonar girðing 100 cm að hæð. Völlurinn verður upplýstur með tveimur köstururm með tímarofa á íþróttahúsi, sem beina ljósi beint á völlinn og lítið á umhvefi hans. Erindinu fylgir greinargerð landslagsarkitekts dags. 20. mars 2003. Málið var í kynningu frá 2. apríl til 2. maí 2003. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 5.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 10070
17.
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 25. apríl 2003.


Umsókn nr. 27215 (01.18.311.3)
18.
Bókhlöðustígur 8, bréf úrskurðarnefndar
Lagt fram tölvubréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 29. apríl 2003 þar sem tilkynnt er að kærandi hafi dregið til baka kæru á ákvörðun byggingarfulltrúa frá 10. apríl 2001.


Umsókn nr. 30006
19.
Reykjanesbraut , Fyrirspurn
Lagt fram svar Verkfræðistofu, dags. 5. maí 2003, við fyrirspurn Óskars Dýrmundar Ólafssonar frá fundi skipulags- og byggingarnefndar 30. apríl s.l.
Fyrirspurnin var svohljóðandi: Þegar skipulags- og byggingarnefnd samþykkti útfærslu á mislægum gatnamótum við Stekkjarbakka þá var skýrt frá að hjáleið yrði til á stíg fyrir óvarða umferð meðfram Reykjanesbraut á um 50 metra kafla. Skilningur undirritaðs var sá að slík hjáleið yrði útbúin á framkvæmdatíma. Slíkt hefur ekki verið efnt. Er óskað eftir úrbótum á þessu. Einnig er óskað eftir skriflegu svari frá borgarverkfræðingi á kvöðum um hvernig greitt er fyrir óvarðri umferð meðan á framkvæmdum stendur.


Umsókn nr. 30002 (01.80.700.2 02)
20.
Furugerði 5, Fyrirspurn
Vegna fyrirspurnar Kristjáns Guðmundssonar frá 05.03.03 er lagt fram bréf Garðars Halldórssonar f.h. húsfélaganna Furgerði 7, 9, 11 og 13. Einnig lagt fram ódags. bréf skipulagsfulltrúa til Garðars Halldórssonar.
Skipulags- og byggingarsviði falið að rita eigendum Furugerðis 5 bréf vegna málsins.

Umsókn nr. 30035 (04.64.27)
501193-2409 ALARK arkitektar ehf
Hamraborg 7 200 Kópavogur
21.
Lóuhólar 2-6, breyting á deiliskipulagi
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað, vegna bókana við afgreiðslu málsins í borgarráði í gær 06.05.03:
Í tilefni bókana í borgarráði vegna bensínstöðvar í Lóuhólum vilja fulltrúar Sjálfstæðismanna mótmæla harðlega þeim fullyrðingum fulltrúa Reykjavíkurlistans um að fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og byggingarnefnd hafi ekki gert neina fyrirvara við málið þegar það var samþykkt í auglýsingu. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks hafa ítrekað lýst því yfir í skipulagsnefnd, borgarstjórn, á opnum fundum og í fjölmiðlum að allir almennir fyrirvarar eru hafðir við mál sem send eru í auglýsingu. Þetta er fulltrúum Reykjavíkurlistans, og þá sérstaklega formanni skipulags- og byggingarnefndar, fullljóst og er ótrúlegt að viðkomandi aðilar leyfi sér að halda öðru fram.

Umsókn nr. 10238
621097-2109 Zeppelin ehf
Garðatorgi 7 210 Garðabær
620692-2129 Íbúasamtök Grafarvogs
Logafold 1 112 Reykjavík
23.
Sóleyjarimi 1, lóð Landssímans, lóð Landssímans í Rimahverfi
Björn Ingi Hrafnsson óskaði bókað vegna málsins:
Um nokkurt skeið hafa staðið deilur um svokallaða Landssímalóð í Rimahverfi í Grafarvogi. Íbúar hverfisins hafa lýst yfir áhyggjum af því að fyrirhuguð byggð sé of þétt, hún taki ekki nægilegt mið af aðliggjandi byggð og nokkuð skorti á græn svæði, t.d. leiksvæði barna.
Tekið skal fram að umrædd lóð hefur tekið mjög miklum breytingum frá fyrstu skipulagstillögum. Komið hefur verið til móts við ýmsar athugasemdir íbúa á fyrri stigum s.s. varðandi umferðarskipulag, aðkomu og fleira. Tveir reitir af þremur á skipulagssvæðinu hafa nú þegar verið afgreiddir í skipulags- og byggingarnefnd og í borgarráði, en hinn 26. mars s.l. samþykkti skipulags- og byggingarnefnd að auglýsa tillögu á þriðja reitnum og þeim síðasta. Í þeirri tillögu var enn komið til móts við framkomnar athugasemdir, m.a. með lækkuðum fjölbýlishúsum, tilfærslu byggingarreita og fleiri breytingum. Athugasemdafrestur vegna þessarar síðustu tillögu er ekki enn liðinn.
Á undanförnum dögum og vikum hafa fjölmargir íbúar í Grafarvogi, einkum íbúar í næsta nágrenni við umrædda lóð, komið að máli við undirritaðan nefndarmann í skipulags- og byggingarnefnd og lýst óánægju sinni með framkomna tillögu. Telja þeir að í litlu hafi verið komið til móts við sjónarmið íbúa og að mjög skorti á að boðað samráð hafi verið haft við þá í vinnu við skipulagið.
Af fyrrgreindum samtölum mínum tel ég ljóst að æskileg sátt er ekki enn fyrir hendi. Það gefur tilefni til þess að ætla, að enn megi reyna leið samráðs og sátta. Í nýjum tillögum er m.a. lagt til að endurskoðuð verði áform um byggingu skóla syðst á svæðinu, enda megi það verða til þess að rýma fyrir opnu svæði. Það er tillaga undirritaðs, að kannað verði hvort stækka mætti slíkt svæði enn frekar og koma þannig til móts við framkomnar athugasemdir með því að Reykjavíkurborg bjóði byggingaraðilum að minnka byggingarmagn á svæðinu og koma í staðinn fyrir opnu svæði. Í þessu sambandi mætti ræða að byggingaraðilar fengju úthlutað sambærilegri lóð annars staðar í borgarlandinu, enda hafa þeir sjálfir, m.a. í samtölum við undirritaðan lýst yfir áhuga og eindregnum vilja til þess að leita sátta við nágranna sína og vinna með þeim í sameiningu að hagfelldri lausn málsins.
Svæðið sem losnaði á Landssímalóðinni yrði notað fyrir útivist og íþróttaiðkun. Reynt verði að taka tillit til framkominna athugasemda um hæð fjölbýlishúsa í samræmi við aðliggjandi byggð og byggingarmagn og haft samráð um þá niðurstöðu. Þannig mætti skapa sátt milli Reykjavíkurborgar, landeiganda og nágranna þannig að kröftug og jákvæð uppbygging gæti hafist sem fyrst á umræddri lóð og allri óvissu eytt.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir mikilli ánægju með bókun fulltrúa Framsóknarflokksins í skipulags- og byggingarnefnd. Forsaga þessa máls er þekkt og höfum við Sjálfstæðismenn frá upphafi lýst yfir stuðningi við hugmyndir um gisnari byggð, aukin opin svæði og betra samráð við íbúa á svæðinu. Í janúar s.l. lögðum við fram tillögu um makaskipti á lóðum við eigendur lóðarinnar. Það að fulltrúi Framsóknarflokksins taki undir þetta viðhorf með þessum afgerandi hætti vekur von um að hægt verði að ná viðunandi sátt fyrir alla aðila málsins, íbúa, verktaka og Reykjavíkurborg.

Áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra- og óháðra, Ólafur F. Magnússon, óskaði bókað:
Í tilefni af bókun eins fulltrúa Reykjavíkurlistans í nefndinni um svonefnda Landssímalóð vil ég minna á að í borgarstjórn Reykjavíkur samþykktu allir borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans að auglýsa þá deiliskipulagstillögu sem um er rætt í bókuninni. Fulltrúi Frjálslyndra- og áháðra í skipulags- og byggingarnefnd og í borgarstjórn Reykjavíkur hefur frá upphafi gagnrýnt vinnubrögð Reykjavíkurlistans í málefnum Landssímalóðarinnar og greiddi atkvæði gegn því að auglýsa hið nýja deiliskipulag á fundi borgarstjórnar 3. apríl s.l.